— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 106, 107, 108 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 3/9/07 22:29

Gaman er að gera ljóð
gefst nú vísnaslóð
klám og níð og kerskni góð
komi hér sem flóð

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Snabbi 3/9/07 22:49

Gaman er að gamna sér,
greddan hrjáir kauða.
Ennþá fjölga ýmsir sér,
yfir gröf og dauða.

Kjörorð: "If you try blue - You´ll bee out of q"". Snabbi er engum öðrum líkur og var var fyrsti sjálfkjörni blái ráðherrann í Baggalútíu. Ráðherra málefna úflytjenda.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/9/07 23:52

Flóðið allt víst færð’ á kaf,
flesta gerði snauða.
Örk sem Nóa gvuð hans gaf,
gaf víst frest á dauða.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 4/9/07 18:15

Dauðinn ei mér nær í nótt
nennir ei að mæta
Ef ég þangað færi fljótt
ég fjandann myndi kæta.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 4/9/07 22:23

(Ég myndi nú kæta fjandann í þessu tilfelli.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 4/9/07 22:37

Billi bilaði mælti:

(Ég myndi nú kæta fjandann í þessu tilfelli.)

Að sjálfsögðu kætist fjandinn líka. ‹Þakkar Billa fyrir ábendinguna›

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 6/9/07 01:49

Kæta kölskann myndum við,
kvæðum aldrei framar;
Upp og yrkja, gamla lið!
óreynd tunga stamar.

------------------------
Mjög gott innlegg, en betra hefði þó verið:

Kæta myndum kölska við,
kvæðum aldrei framar;
Yrkja, gamla, upp nú, lið!
óreynd tunga stamar.

------------------------
Með vinsemd & virðingu - z n ó j -

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/9/07 10:58

Stam er mikið málhelti
munnræpu oft tefur
Oftast veldur einelti
og æsku slæma gefur.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 6/9/07 13:22

Gefur vort orðfæri afar snautt
aumlega vísu á Lútinn
Skáldið sem orðið í blóðinu blautt
blaði með heggur á hnútinn

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/9/07 13:42

Hnútur góður heldur fast
heldur miklu fargi
á farminn oftast kemur kast
ef kerruflakið er of hast.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauði Úlvur 6/9/07 13:51

Hastur mjög er hesturinn
hristir mig og skekur,
oft mér hleipir kapp í kinn
en kæti enga vekur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/9/07 16:21

Vekur mig oft væl í börnum
vöggubörnin öskra hátt
Ef ég hefði heft með vörnum
hljóðin myndu segja fátt

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauði Úlvur 7/9/07 00:03

Fátt er nú í fréttunun
fækkar sumar dögum,
mér er raun af réttunun
og rætnum bænda sögum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 10/9/07 23:01

sögu illa segja má
sést á þræði góðum
skrifar nú hann engin á
ögn af góðum ljóðum.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 10/9/07 23:13

Ljóðasmiður lóðar saman
listagóðann blíðuóð.
Fróðleikshorn og hljóðagaman
heilla fljóðin kinnarjóð.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauði Úlvur 10/9/07 23:37


Kinnarjóð í krika stóð
kærleiks mærin Fríða,
hún er mikið fagurt fljóð
frænkan undur blíða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 11/9/07 08:49

Blíð þau eru börnin smá
brosandi þau hjala
Kötturinn er kominn á stjá
og kettlingarnir mala

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 11/9/07 11:48


Malar litla mjása
mörgum veitir yndi,
fer um ál og ása
ávalt glöð í vindi.

lappi
        1, 2, 3 ... 106, 107, 108 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: