— GESTAPÓ —
Samlede værker
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 1/6/05 20:34

Þessi þráður er til að gefa út ritsafn síðustu vikna eða missera og skal innihalda það sem Bagglýtingar hafa sent á Kveðist á. Sjálfsagt er að leiðrétta villur sem voru í sendingunum og að breyta til batnaðar. Það er heldur ekki verra að sleppa snakki og kjaftæði sem fylgdi frumútgáfum kvæðanna.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 1/6/05 20:37

Vísa dagsins

Samlede værker a la Bölverkur

26/05/05 - 18:35
Stjórnin hefur höfuð tvö,
hún er völt á stóli.
Þetta ljóð frá A til Ö
orti ég á hjóli.

27/05/05 - 8:48

Fagnar degi foldar skart
og fer á stjá í einum rykk.
Æðislega er Esjan smart
en Akrafjallið dáldið sikk.

28/05/05 - 12:10

Ég hreyfi hvorki legg né lið,
læt í ekkert skína
þegar drósir dúlla við
dekurrófu mína.

29/05/05 - 11:51

Býsn ég drekk af bjór í næði,
Björk á fóninn set,
en hvað ég geri öls í æði
aldrei munað get.

30/05/05 - 8:35

Þegar klukkan hringdi hátt
húmið var á burtu.
Fékk ég mér þá fínan drátt,
fór svo beint í sturtu.

31/05/05 - 10:11

Hópist saman himni á
hrikalega myglugrá
skýin býsna blaut að sjá,
búast má við regni þá.

01/06/05 - 9:39

Setjist fyrir sólu ský,
sortni jörð í hasti
tryllist margur maður í
móðursýkiskasti.

‹Hringir í bókbindara.›

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 1/6/05 21:08

Þýzkhendur

27/05/05 - 11:28

Fyrst er bara kitl og káf
og kossaflens.
Spaeter klettert Egon auf
Antje Krenz.

30/05/05 - 12:38

Puðar einn við púsluspil,
prúður aldrei gerir hitt
obwohl Marta' und Marsibil
möchten gerne Karsten Schmidt.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 1/6/05 21:10

Enn er kveðist á

30/05/05 - 22:28 Hélt ekki þræði, braut reglurnar. En, væmið!

Fyllast lífi blómabeð,
björkin grænu skartar.
Svona' er vorsins sæla með
sumarnætur bjartar.

31/05/05 - 16:09

Gorminn sversta bóls míns braut,
bágt er því að sofa.
Enda var ég eins og naut,
er því nú mef dofa.

01/06/05 - 0:12 - Gleymdi reglunum og á hvaða þræði ég var.

Sveitaböllum svæsnum á
sveinar meyjar lokka.
Mörg þá tíðatappagná
tapar yndisþokka.

P.S. Ath.: EKKI sveitaböddlum.

01/06/05 - 0:32 - - - Ruglaðist, tók vitlaustorð.

Hlöðufells í hlíðum er
hægt að tína krækiber.
Þetta maður sérhver sér
sé hann ei við Drangasker.

01/06/05 - 0:36

Grundin skelfur, gróður eyðist,
gjörvallt landið snýst á haus
þegar Margrét Melsteð reiðist
móðursjúk og viðþolslaus.

01/06/05 - 11:12

Munni spýtist mínum úr
mesta bull og þvaður.
Ég er sóðakjaftur klúr,
kostulegur maður.

01/06/05 - 11:51

Berið alltaf höfuð hátt,
haldið reisn og líka
stolti, einkum eftir drátt,
oft er gott að flíka.

01/06/05 - 14:29

Senn er komin sumartíð,
sólskinsveður kyrr og blíð.
Fjarri verður frost og hríð.
fljóðin stytta pilsin síð.

01/06/05 - 16:16

Búið stórt er bóndans stolt.
bjó þar pabbinn áður.
Bærinn heitir Brautarholt,
bóndinn Aðalráður.

01/06/05 - 16:34

Má svara sjálfur? ‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Aðalráður Austmann tók
Ingibjörgu Seljan.
Alla limi ólm hún skók
árans djöfuls beljan.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 1/6/05 21:17

Hagyrðingar allra sveita sameinist

Allt myglugrænt er aftir aðra í Baggalútópíu.

29/05/05 - 20:50 - Varð reyndar of seinn.

Einatt reynizt erfitt mér
að yrkja kvæði á vorin.

Svo er fjórða september
sálin endur borin.

Það er gott að geta ort
góð ástarvísu.

29/05/05 - 20:53

Sjálfur get ég ekkert ort
enga stuðla nota.

Úr mér lekur aðeins gort,
þó ekki úr mínum sprota.

Þetta var nú bölvað bull,
bragdauft flatt og skrýtið.

31/05/05 - 17:52

Þennan fima fyrripart
fyndni skal með botna

Þeir sem yrkja ekki smart
eflaust neðra rotna.

Ekkert get ég, ekkert skil,
ekkert lengur megna

31/05/05 - 23:58

Vel mun Torfi vaxinn niður
víð er líka drottning mín.

Prýði hans þótt hylji fiður
hefur'ann unnið verkin sín.

Sýnist mér að nóg í nótt
nú sé komið vísum af.

01/06/05 - 15:01

Þegar sólin sendir yl
sæll ég fer og kaupi ís,

karamellur, kerti spil,
kóníak og Freyju rís.

Allt er gott sem endar vel,
einnig þessi staka.

01/06/05 - 21:01

Þetta er ljóta bölvað bullið
bjargið þessu fyrir horn,

úr mér lekur sólgult sullið,
ég set það út í morgun korn.

Kom ég inn á Kaffi Vín
korter eftir fjögur.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/6/05 12:43

Þetta er náttúrulega óþarfur þráður fyrir alla nema sjálfan þig... fínt hjá þér að safna þessu saman, en held þú ættir að nota Word og þín eigin megabæt í það...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 2/6/05 15:54

hehe.................

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 2/6/05 17:03

Skabbi skrumari mælti:

Þetta er náttúrulega óþarfur þráður fyrir alla nema sjálfan þig... fínt hjá þér að safna þessu saman, en held þú ættir að nota Word og þín eigin megabæt í það...

Word og megabæt skila engum baunum, ætli Bölverkur sé ekki að safna sér í súpu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 9/6/05 22:12

Sammála síðasta ræðumanni, sem er afargóður hagyrðingur og sennilega með skóstærð 43 og karlkyns.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/6/05 09:38

Ég hef sjálfur safnað saman þeim kveðskap sem ég hef hent hér inn og vistað á mína tölvu, hrikalega seinvirkt en skemmtilegt... þó hef ég sleppt því að vista þær vísur sem ég er að botna eða kem með fyrripart af... þetta er reyndar fín hugmynd þannig séð ef þetta er sjálfvirkt, það væri kannske hægt að útfæra einhver forrit á þennan php gagnagrunn, kannske takki á okkar svæði sem maður getur ýtt á og þá sér maður öll innlegg þess einstaklings frá kveðist á... einskonar stafræn ljóðabók... hehe...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 11/6/05 17:11

Hvis du verken samler nu.
Verke som er ud af ku.
Poesi og pølser med.
Pigerne går ikke ked.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 5/9/07 21:30

Skabbi skrumari mælti:

Þetta er náttúrulega óþarfur þráður fyrir alla nema sjálfan þig... fínt hjá þér að safna þessu saman, en held þú ættir að nota Word og þín eigin megabæt í það...

Mér fannst þetta nú ansi fyndið hjá honum.

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: