— GESTAPÓ —
Uppáhalds plata
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 24/1/07 18:51

Tina St.Sebastian mælti:

Goggurinn mælti:

Tina St.Sebastian mælti:

Varstu í Marmaris líka?

Marmaris?

Marmaris er vinsælt ferðamannaþorp á suðvesturströnd Tyrklands. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær byggð hófst þar, en í kringum sjöttu öld f.o.t. var staðurinn nefndur Physkos. Samkvæmt sagnaritaranum Heródótusi hefur verið kastali á svæðinu síðan um 3000 f.o.t.

Þarna varég sumsé í sumar.

Það veit ég, dvaldi þar einnig ásamt rúmum hundrað áfengisþyrstum samnemendum mínum. Vá, var búinn að gleyma þessu innleggi. Ágætasti staður en mikið var ég kominn með leið á honum að dvölinni lokinni...

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dýrmundur Dungal 24/1/07 23:08

Iss ... Neil Young, Deep purple og John Lennon ekki komnir á blað, já og Red hot chilli peppers ‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er›

Stöndum vörð um vora ástkæru mold
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 21/2/07 13:00

Frábært þráður, þessi. Því miður verð ég að hlaupa í leynilegar--hostar--í vinnu, en nefna má nokkrar plötur með Jethro Tull:

Heavy Horses
Stormwatch
Thick as a Brick
Benefit

Æ, þær eru svo margar. Einnig skipar Broadsword serstaka sess hjá mér ef ég er í miklu nördakasti, sem kemur jú fyrir af og til. Svo fer margt eftir hvar í heimi maður sé staddur, að mínu máti, og til og með eftir veðri og árstíð. Stormwatch er vetrar- og óviðrisplata; Benefit er góðviðrisplata.

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 21/2/07 13:07

Þínar eftirlætisplötur eru til sölu núna á 500 krónur stykkið. Fyrstir koma, fyrstir fá.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 21/2/07 17:29

Fannst listar Hasckukis og Herbjörns Hafralóns flottir. Nú í augnablikinu, úr vínilsafninu sem ég er að fletta í gegnum, er Dare með Human Leauge á fóninnum. Firnagóð nýrómantísk tölvupoppplata sem var alltaf í uppáhaldi hjá mér og ekki finnst mér hún hafa versnað. Stenst algerlega tímans tönn að mínu mati.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Brauðfótur 21/2/07 21:43

Ómissandi við arineldinn á köldum vetrarkvöldum:

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/2/07 22:36

‹Lemur Brauðfót í hausinn með þungum borðfót í barrokstíl›

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Brauðfótur 21/2/07 23:08

‹Lemur Hakuchi í hausinn með sjálflýsandi priki›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ellý Vilhjálms syngur austfirska drykkjuslagara. Síðan var Fráskilin að vestan auðvitað tær snilld.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 23/5/07 02:34

Ég hlustaði á Dr Hook dag og nótt í fjóra mánuði innilokaður í klefa en þá fékk ég smá tilbreytingu þegar ég komst yfir kassettu með Herði Torfasyni Næstu fjórtán mánuðina smá bættist við tónlistina en ég verð að segja að Dr Krókur sem var lengi eini félagsskapurinn verður alltaf númer 1 hjá mér.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
        1, 2, 3, 4
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: