— GESTAPÓ —
Spákonuþráður Dulu.
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 11/5/07 23:01

Græneygð ! Mikið er nú gaman að sjá þig. Ég verð að fá hjá þér spá á móti ef þú vilt mína spá sem er sko algjört frat við hliðina á þinni.‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið› Þar sem þú hefur miklu meira vit á þessu en ég þá segi ég þér spilin sem ég dró og túlka eftir mínu nefi.

Spaða tvisturinn: Einhverskonar mikil umsvif, vonir og væntingar, byrjun sem lofar góðu.
Hjarta þristurinn: Vinátta og almennur góður félagsandi, ánægjuleg samskipti við aðra.
Spaða gosi: Ung viðkunnanleg og gáfuð manneskja með spennandi en fremur óraunhæfar hugmyndir.

Þar sem þetta eru tveir spaðar og annað kk mannspil í kringum hjarta þá getur það hafa verið sambandsbyrjun sem lofaði svona góðu og er greinilega enn í blússandi gangi og gengur vel á öllum sviðum, ég veit ekki hvort hann er yngri en þú en hann er allavega mjög ungur í anda og er kannski ekki alveg niðri á jörðinni í öllu sem kemur til tals.

Ég vona að þetta sé eitthvað í áttina. Græneygð mín .
‹gefur Grænu gott knús[s] Bið að heilsa draumaprinsinum.[s]Ljómar upp›[/s]

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 12/5/07 00:03

‹Kemur með gamla kaffibollann sinn›

Fæ ég spá ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Græneygðogmyndarleg 12/5/07 09:11

Dularfulli maðurinn mælti:

Græneygð ! Mikið er nú gaman að sjá þig. Ég verð að fá hjá þér spá á móti ef þú vilt mína spá sem er sko algjört frat við hliðina á þinni.‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið› Þar sem þú hefur miklu meira vit á þessu en ég þá segi ég þér spilin sem ég dró og túlka eftir mínu nefi.

Spaða tvisturinn: Einhverskonar mikil umsvif, vonir og væntingar, byrjun sem lofar góðu.
Hjarta þristurinn: Vinátta og almennur góður félagsandi, ánægjuleg samskipti við aðra.
Spaða gosi: Ung viðkunnanleg og gáfuð manneskja með spennandi en fremur óraunhæfar hugmyndir.

Þar sem þetta eru tveir spaðar og annað kk mannspil í kringum hjarta þá getur það hafa verið sambandsbyrjun sem lofaði svona góðu og er greinilega enn í blússandi gangi og gengur vel á öllum sviðum, ég veit ekki hvort hann er yngri en þú en hann er allavega mjög ungur í anda og er kannski ekki alveg niðri á jörðinni í öllu sem kemur til tals.

Ég vona að þetta sé eitthvað í áttina. Græneygð mín .
‹gefur Grænu gott knús[s] Bið að heilsa draumaprinsinum.[s]Ljómar upp›[/s]

Sömuleiðis Dula mín.‹Stekkur hæð sína og gefur Dulu gott og mikið knús› Ekki vanmeta eigin getu, þú ert fullfær í því sem þú ert að gera.‹Brosir út í annað og hristir hausinn yfir hógværð Dulu›

Ef þú þekkir eitthvað til, þá er alltaf áhætta að biðja mig um spádóm, mér hættir til að segja of mikið og veit oft ekki af því fyrr en þetta er orðin heil bók!
‹ Setur í brýrnar og hugsar um hvernig hægt sé að gera þetta án þess að hafa þetta of langt›

Jæja mínar spá aðferðir eru nokkuð öðruvísi, ég notast lítið við spil en hef samt nýtt mér þau til stuðnings. Spilunum pakkaði ég óvart niður.Svo ég á erfitt með að stokka spilin í dag fyrir þig Dulúð mín.
Ég skal samt gera mitt besta fyrst það ert þú ‹Sest niður og undirbýr fjartengingu›

Það fyrsta sem ég finn fyrir eru hömlur þínar.Miklar hömlur.
Finnur þú fyrir mótlæti sem stendur í vegi fyrir áformum þínum, skalt þú leita eftir hvað veldur og trúa þeirri niðurstöðu sem þú kemst að. Þú munt sennilega komast fljótt að því að þau höft sem hafa verið þér fjötur um fót eru innra með þér en ekki frá öðrum komin.
Losaðu um eigin höft sem reynsla þín hefur sett þig í.

Það er eitthvað sem stoppar þig eða kemur í veg fyrir að þú gerir það sem þú hefur löngun til. Tengist að einhverju leiti hræðslu fyrir því sem koma skal. Óvissa/óöryggi.Vanmat.

Framtíð þín er full af möguleikum sem þú ert ekki að nýta þér sem skildi. Til að þú fáir að njóta þín sem best þarft þú að losa um eigin hömlur.
Áhyggjur þínar eru mikið tengdar hömlum þínum. Þú ert mjög hjartahlý og gefandi manneskja og átt fullt af ást til að gefa. Þú átt að nýta þessa hæfileika þína betur og setjast á skólabekk. Þú ert mjög viðkvæm en að sama skapi ertu nokkuð sterk.
Taktu áhættu í lífinu, lífið er ein áhætta. Bara að lifa lífinu er að lifa í áhættu.
Ekki efast um sjálfa þig. Þú getur það sem þú ætlar þér.

Hugur þinn leitar til annara landa mjög fljótlega, sennilega hefur sá möguleiki komið upp áður. Það er margt sem þig langar til að gera. Stokkaðu eigin spil og taktu skynsamlega ákvörðun og stefndu að einu þessara markmiða. Ljúktu þessum kafla í lífi þínu og opnaðu nýja bók. Slepptu hendinni af því sem liðið er og taktu skrefið fram á við og horfðu björtum augum á framtíðina.

Mér er sagt að þú eigir að fara í göngur reglulega, njóta meira náttúrunnar en þú gerir.Þú ert félagsvera í eðli þínu en ert samt sem áður ekki að njóta mikillar félagskapar annara sem skildi. Of einangruð. Það er verið að segja þér að þú eigir ekki að láta annara mat stjórna eða hafa of mikil áhrif á líf þitt. Þetta er þitt líf.

Hér er skóli ekki langt framundan hjá þér, sem segir mér að þú hefur löngun til að mennta þig á ákveðnu sviði. Láttu verða af því og þér mun ganga vel.

Þú átt eftir að kynnast meira af fólki í framtíðinni, meira en þig á eftir að óra fyrir. Til að byrja með á þér eftir að finnast þú stundum vera svo ein, en vittu til ef þú lítur aðeins inn í líf þitt og skoðar það betur, munt þú komast að því að þú átt þína góðu vini sem eru þér mjög kærir.

Þinn lífsförunautur kemur ekki strax inn í líf þitt, hann mun að einhverju leiti tengjast náttúrunni, hvort að það er eitt af hans áhugamálum eða ekki, er ekki viss, gæti verið að vinna hans tengist því. Þessi maður ferðast mikið í dag. Hann er ákveðin og sterkur persónuleiki. Þú munt ekki kynnast eða hitta hann á veitingastað eða kaffihúsi.
Það er verið að sýna mér ykkur standa fyrir framan jafnvel einhverskonar skóla eða stórri byggingu jafnvel úti á landi.
Allavega þar sem ég sé ykkur núna eru tré og tún eða mikill gróður. Gæti verið nálægt gróðurhúsi eða þar sem er einhverskonar ræktun.
Þessi maður er í góðri stöðu þegar þú hittir hann. Þegar þú hittir hann á þig sennilega ekki eftir að óra fyrir því að þessi maður á eftir að verða maðurinn í lífi þínu. Þessi maður mun í byrjun hrífast af feimni þinni, honum finnst einhverra hluta vegna feimni þín og óöryggi hrífandi því hann sér mikla hlýju speglast í feimni þinni og að þú ert að sama skapi nokkuð ákveðin kona samt sem áður.
Þessi maður á eftir að virða þig og elska.
Hann er samt mjög ákveðin maður og veit hvað hann vill. Þú átt eftir að læra mikið af þessum manni, sem gerir það að verkum að þú átt eftir að horfa öðrum augum á sjálfa þig og meta þig meira en þú gerir í dag.

‹Starir þegjandi út í loftið með mæðusvip og hugsar um hvernig hægt sé að stitta spádóminn›
‹Klórar sér í höfðinu›
‹Stendur upp af stólnum og læðist út úr herberginu hljóðlega án þess að stitta spádóminn›

Ég er laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangbest!!!!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 12/5/07 09:18

Kærar þakkir mín kæra. Þetta er alveg ótrúlegt. ‹verður algjörlega orðlaus og fer að kafa inn í sig til að finna þessar bansettu hömlur› 'eg sendi þér knús og kossa og dríf mig til þín í spákaffi strax og ég get.‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 12/5/07 09:47

Hvæsi minn , vertu velkominn‹stokkar spilin og býður Hvæsa sæti› ég sé að það er allt brjálað að gera hjá þér, ég verð bara þreytt á að skoða spilin þín. Þú hefur komið ár þinni vel fyrir borð og ert á góðri siglingu. þú hefur það í raun eins gott og þig langaði alltaf en það er hætta á andvaraleysi og þess vegna verðurðu að njóta þess betur sem þú átt og þess sem þú færð
Þú ert á leið í einhvern bisniss og þarft að kunna fótum þínum forráð, ef þú tekur rangar ákvarðanir áttu eftir að sjá eftir þeim. Slakaðu á og taktu því rólega og fáðu yfirsjón í rólegheitunum. Þá á allt eftir að sigla lygnan sjó einsog það er búið að gera.

Það er ekkert annað, gangi þér vel og endilega slakaðu stundum á, oftar en þú gerir. Njóttu vel og segðu mér ef eitthvað stenst af þessu.‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Græneygðogmyndarleg 12/5/07 09:50

Dularfulli maðurinn mælti:

Kærar þakkir mín kæra. Þetta er alveg ótrúlegt. ‹verður algjörlega orðlaus og fer að kafa inn í sig til að finna þessar bansettu hömlur› 'eg sendi þér knús og kossa og dríf mig til þín í spákaffi strax og ég get.‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

‹Læðist aftur inn í herbergið og sest niður með nýlagað morgun kaffi›

Vertu velkomin kæra Dulúð í spádómskaffið mitt. Tja... Dula mín þú átt að vita ef þú skoðar vel, í hverju þessar hömlur liggja. Stundum leitar maður lengra en maður þarf.‹Fæ mér góðann sopa af sterku morgun kaffi mínu ákveðin á svip›

Ég er laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangbest!!!!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 12/5/07 10:04

Einu hömlurnar sem ég sé í augnablikinu er íbúðin , skuldir, barnauppeldið og vinnan.‹Glottir eins og fífl› Og auðvitað ég að hugsa um það sem hömlur.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blómarós 12/5/07 13:57

Sæl, ég er nú alveg ný hér. Gæti ég óskað eftir spádómi frá þér Dularfulli maður? ‹Ljómar upp í góðri von ›‹ Brosi sætt til þín og blikka auga›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 12/5/07 14:54

ÚÚÚ! Spáþráður. Það er svo langt síðan ég hef látið spá fyrir mér. Má ég fá eina spá?

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 12/5/07 19:10

Jú Blómarós, éghef ekki séð þig hér áður.‹Býður Blómarósinni sæti og stokkar vel› . Þetta eru nú frekar óheppileg spil, hér eru seinlæti og tregða ríkjandi í fjármálum. Það er einsog þú eigir í einhverri réttindabarátttu eða þessháttar, ósamkomulag útfrá því og svo sé ég einhverskonar sambandsslit, jafnvel sambúðarslit.

Hræðilegt að draga svona vond spil fyrir nýliðann okkar.‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 12/5/07 19:19

Litla laufblað, alveg sjálfsagt og endilega sestu og fáðu þér sæti hér hjá mér.‹stokkar vel›. Vá unaðsleg spil enda ást í hverju horni og þú ert alsæl tilfinningalega með ungum og myndarlegum manni sem ber sömu tilfinningar til þín og þú til hans. Það á eftir að vera mikið um dramatískar breytingar og þær munu koma hratt og óvænt uppá.

Flott spil og ég sé heppni og ást í öllum hornum. ‹Ljómar upp› Njóttu mín kæra.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 12/5/07 19:36

Æðislegt ‹Ljómar upp› Takk fyrir þetta!

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 13/5/07 01:00

Jæja.
Ég hef aldrei kunnað á þessi spil, enda notast ég við rúnirnar í mínum spám.
Værir þú til í að spá fyrir mér Dula mín?

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 13/5/07 01:05

Dularfulli maðurinn mælti:

Hvæsi minn , vertu velkominn‹stokkar spilin og býður Hvæsa sæti› ég sé að það er allt brjálað að gera hjá þér, ég verð bara þreytt á að skoða spilin þín. Þú hefur komið ár þinni vel fyrir borð og ert á góðri siglingu. þú hefur það í raun eins gott og þig langaði alltaf en það er hætta á andvaraleysi og þess vegna verðurðu að njóta þess betur sem þú átt og þess sem þú færð
Þú ert á leið í einhvern bisniss og þarft að kunna fótum þínum forráð, ef þú tekur rangar ákvarðanir áttu eftir að sjá eftir þeim. Slakaðu á og taktu því rólega og fáðu yfirsjón í rólegheitunum. Þá á allt eftir að sigla lygnan sjó einsog það er búið að gera.

Það er ekkert annað, gangi þér vel og endilega slakaðu stundum á, oftar en þú gerir. Njóttu vel og segðu mér ef eitthvað stenst af þessu.‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›
Hver kjaftaði ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 13/5/07 11:29

Mín kæra Norn. Þó það nú væri, gjörðu svo vel. ‹stokkar og leggur spilin› fyrsta spilið er vonbrigðaspil, en það er greinilega eitthvað sem tilheyrir fortíðinni og er að baki, þú varst einusinni fyrir vonbrigðum og leiðindum. Núna ertu búin að finna þann eina rétta og framtíð ykkar saman er samtvinnuð og þið munuð lifa hamingjusöm í mikilli velgengni íl angan tíma. Mjög gott tímabil framundan og traust tilfinningasamband, ást , heppni og peningar.

Gjörðusvovel kæra Norn og ég bið innilega að heilsa hinum helmingnum og þú veist.‹Ljómar upp og knúsar Nornina› Láttu mig vita ef þetta er bull eða ekki í mér.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Næturdrottningin 13/5/07 19:00

Sæl Dulaþ
Er möguleiki á því að þú aðeins spáð í næstu viku eða helgi? ‹Glottir eins og fífl›

Sandkassafíkill með meiru... Söngdíva Baggalúts
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 13/5/07 19:41

Jú það ætti nú alveg að vera hægt. ég veit samt ekki neitt hvort það sé eitthvað að marka það þar sem ég stokka spilin sjálf en ekki þú.
Ég prufa að draga spil fyrir hvern dag í næstu viku og túlka svo heildarmyndina. Og í lokin 3 spil fyrir þig sjálfa einsog staðan er í dag.
Mánudagur: Hér sé ég mann sem er fullkomlega í jafnvægi, vel settur í lífinu.
Þriðjudagur: Ég sé einhverskonar ástarbréf eða játningu hér, þetta er samt ekkert ástríðufullt en mjög kyrrlátt og yfirvegað, ást er það nú samt. Þú ert að lesa eitthvað sem ú ert forvitin um.
Miðvikudagur: Ég sé einhverskonar sameiginleg fjármál.
Fimmtudagur: Hér er vel sett kona, gæti verið þú eða eldri kona sem er rómuð fyrir heilbrigða skynsemi og góð ráð.
Föstudagur: Allt gengur einsog smurt, það hefur allt gengið eftir áætlun sem þú hefur planað.
Laugardagur: Ekki rasa um ráð fram og ekki gefa þér að allir vilji það sama og þú. annars getur allt farið á hinn versta veg, tjáskipti hafa mikið að segja.
Sunnudagur: Einhverskonar mistök og sundurlyndi. Umrót og áætlanir sem hafa ekki gengið eftir.

Heildin og staðan í dag: Ágæt spil, þú heldur þínu striki en átt kannski til að áætla um of hvað öðrum finnst. Mundu að það les enginn hugsanir og þú verður að tjá tilfinningar þínar , annars er hætta á misskilningi.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Næturdrottningin 13/5/07 19:49

Jahá. Það er ekkert annað.
Þakka þér kærlega fyrir þetta.
Það verður gaman að sjá hvað verður svo úr vikunni.
takk fyrir mig

Sandkassafíkill með meiru... Söngdíva Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: