— GESTAPÓ —
Ljóðaþjófnaður
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 27/2/07 10:17

Hér birtum við ljóð eftir aðra. Skylt er að geta höfundar!

Júðar hafna Jesú
Af beinum úr Kristi var kistan full
krossmark á loki og botni.
Júðarnir segja það bölvað bull.
Beðið er sýna úr Drottni.

höfundur: http://hognason.blog.is

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 4/3/07 17:18

Ferskeytlan eftir Maríu Björk Kristinsdóttur.(Skrifað upp af upptöku þannig að ef einhver misheyrn er hjá mér biðst ég afsökunar.) Þetta er svo fallegur kveðskapur að ég verð að láta hann á netið.

Stakan óðum tapar tryggð
týnast ljóðavinir.
Auðga þjóð um Íslands byggð
aðrir gróðurhlynir.

Eru að renna í aldaþröng
elli spennir drengi.
Þeir sem hennar svanasöng
syngja enn hjá mengi.

Yngri fljóð á mannamergð
má út ljóðasporin.
Vilja að þjóðleg vísnagerð
verði á glóðir borin.

Þó við eyra þrjóti hljóð
þögnin leirinn hirði
týnist fleira þá hjá þjóð
sem þykir meira virði.

Eldar brunnu oft í sál
orðin runnu víða.
Ferskeytlunnar munamál
margir kunnu að þýða.

Steypt í óðar fagurt form
fluttist glóðin hlýja.
Svanahljóð og styrjarstorm
stillti ljóðagígja.

Því er hljótt í þjóðarsál.
Þangað sóttu eldinn
sem að þróttugt sagnamál
sungu drótt á kveldin.

Ekkert fyllir upp það skarð
æskan hyllir prjálið.
Tískuvilla gekk í garð
glepst og spillist málið.

Sporin hál í sumblasal
sektarmálin þyngja.
Minna tál er meyju og hal
mærðarskál að klingja.

Vermt að arni bragarbáls
best má varna að finna
Geyma kjarnann móðurmáls
í munni barna sinna.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: