— GESTAPÓ —
Braghendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 6, 7, 8 ... 45, 46, 47  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 5/11/06 21:38

Haginn spillist, hjörðin villist, hríðin fellur.
Kára stillir, krafsar rolla,
kafald fyllir laut og bolla.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/11/06 23:47

Bollasúpu bað ég um er bágt ég átti.
Ekkert gat ég annað borðað,
eigi gat ég hungri forðað.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/11/06 16:18

Forða mér á flótta undan fjórum hófum,
grár er búkur, blautur trantur,
bíður mér far þessi fantur.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 6/11/06 23:39

Fantar bæði og fúlmenni hér finnast stundum.
Vita af þeim vildi hundum
vistaða hjá bláum sundum.

[úti við sundin blá þ.e.a.s. Sjúkrahúsið gegnt Viðey]

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/11/06 23:49

Sundlaugur er sundkennari sæll og fróður
Ýsufjarðar engill hróður
öðlingurinn sá er góður.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
mubli 8/11/06 18:49

Hringjarinn frá Notre Dame

Góður maður greindur, sneyddur góðri lukku,
hjarði' í turni kirkjuklukku-,
kúrði þar er aðrir drukku.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 12/11/06 13:37

Árshátíðin í gær

Drukkið fengu margir menn og mætar hrundir,
Í gær var nóg um góðar stundir,
gætir þynnku nú um mundir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 17/11/06 20:43

Munda skal ég mætan pela mjöðsins góða,
Hrinda úr mér horbjóð ljóða,
og henda vizku fyrir róða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 14/12/06 01:02

-mundur heitir maður Guð-, sem margir þekkja.
Ær & kýr hans er´ að hrekkja,
angra, kvelja, svíkja, blekkja.

Róða fyrir farið hefur fróðleiksþekking.
Aldarfarsleg álitshnekking;
innantæming, fals & blekking.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/12/06 17:41

Blekkingu hér bregður fyrir býsna góðri:
Karlar hér í kvæðarjóðri,
karpa yfir sínum hróðri.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/1/07 03:50

Hróður minn er helkulnaður, hrímast kvæði,
og þó kannske eymd og mæði
Ákavíti hérna bræði.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauði Folinn 4/1/07 12:56

Bræðist kjarkur, bregðist taumur, bresti gjörðin,
brúki gönuhlaupið hjörðin,
hart þig kyssir fósturjörðin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/1/07 16:20

Fósturjörðin, foldin mín og föðurlandið,
setjum móðurmál í blandið,
möllum það og drekkum hlandið.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 19/1/07 16:26

Hlandið getur hitað þér og haldið góðum.
Þó forðast menn hjá flestum þjóðum
að fara nærri slíkum sóðum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/1/07 16:33

Sóðalegur svíðingur og súr í kjafti,
ekkert kemur út úr hafti
orð af vit'úr fyllirafti.

xT

To live outside the law, you must be honest.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
drullusokkur 26/1/07 22:05

Fylliraftinn rak að landi rétt hjá Vogi.
Þó þurrir alkar í hann togi
ætla' eg vínið burt hann sogi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauði Folinn 29/1/07 14:34

Sogið leið fram ljúflega í leti sinni
Álftavatnið í þótt rynni
- ekki leist á þessi kynni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 29/1/07 15:04

Kynni mín við kátar ekkjur kannski eru
einskorðuð við eina veru;
og við flæktum holdi beru.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3 ... 6, 7, 8 ... 45, 46, 47  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: