— GESTAPÓ —
Þá er það sagan fyrir svefninn
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Græneygðogmyndarleg 11/1/07 23:16

Þessi sem breiðir sængina yfir okkur og segir góða nótt. ‹Ljómar upp við tilhugsunina um allar sögurnar sem munu verða skrifaðar hér ›

Ég var að hugsa um að byrja söguna, síðan gætu fleiri komið inn með framhald á sögunni, eina og eina setningu, jafnvel einn stuttan kafla ef fólk er í stuði til að búa til skemmtilega sögu. Það verður svo skemmtilegt að sjá hvernig sagan kemur til með að enda. ‹Klappar saman lófunum af eftirvæntingu›

Þengill gengur hljóðlega inn ganginn, hann sér útundan sér hvar Óðinn liggur sofandi í sófanum inni í stofunni sem sést frá ganginum. Hann verður hugsi á svip og setur niður brýrnar, hann vissi það að Óðinn átti að vera löngu farinn til vinnu. Hann lítur í kringum sig hugsi á svip. Við sófann er glas ásamt öskubakka með útbrunninni sígarettu í öskubakkanum. Skýrslurnar sem hann hafði sótt fyrr um daginn lágu opnar á borðinu, honum líkaði það ekki sem hann sá. Skjalataska hans með öllum gögnunum hans lá á gólfinu opin!
Það var kveikt á lampanum sem stóð á borði í horni stofunnar, loftljósið var slökkt. Það var frekar dimmt í herberginu. Skenkurinn sem stóð upp við vegginn var frekar gamaldags og kominn til ára sinna, hann hafði fengið hann í arf frá afa sínum ásamt gömlum bókum sem þökktu annan vegginn í stofunni. Stofan var frekar fátækleg en snyrtileg. Óðinn er einn af hans bestu vinum, þeir voru 5 ára gamlir pjakkar þegar þeir hittust fyrst. Þeir voru búnir að búa þarna saman í 6 ár.
Þengill hikar þegar hann sér að það er búið að eiga við dótið hans. Hann er þreyttur og pirraður. Það voru komnir 54 klukkutímar síðan hann svaf síðast. Hann þráði að komast í rúmið. Hann meira sá en fann að það var eitthvað ekki eins og það átti að vera. Hann strýkur um ennið á sér og stynur. Hann horfir á vin sinn liggja þarna sofandi og áttar sig á því að sennilega er hann meira en bara sofandi. Hann fölnar við tilhugsunina og finnur að allir vöðvar líkamans spennast upp. Hann læðist að vini sínum um leið og hann lítur betur í kringum sig. Þegar hann leggur hendina á öxlina á vini sínum heyrir hann þrusk á bak við sig.

Næsti tekur við, hver vill verða næstur? ‹Brosir og iðar í stólnum fyrir framan tölvuna með glampa í augunum af spenningi›

Ég er laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangbest!!!!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 11/1/07 23:23

Hann snýr sér snöggt við, og kemur auga á skuggalegan mann. "Hv- hver- hver ert þú?" Maðurinn stígur úr skuggunum og glottir. "Ég er versta martröð þín. Ég er ypsilon-löggan!"

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 11/1/07 23:30

Maðurinn lyppast niður undan ströngu augnaráði löggunnar, en man þá skyndilega eftir útleið. Hann stekkur yfir brýrnar, og dregur þær svo aftur upp. "Nú geturðu ekki náð mér....

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Græneygðogmyndarleg 11/1/07 23:52

Hann áttar sig fljótlega á því að hann skildi eftir töskuna sem lá á gólfinu. Hann blótar í hljóði. Hann vissi að hann varð að fara aftur inn til að sækja töskuna. Í töskunni var hluti af hans vinnu síðastliðna 5 mánuði. Þarna voru upplýsingar um alla helstu krimma þjóðfélagsins. Hann var búin að vinna samviskusamlega að þessu verkefni lengi. Þarna voru ýmsar upplýsingar um spillingu innann lögreglunar og slæmt ef þær kæmust í hendur annara. Hann leit í kringum sig og vonaði að hann kæmist óséður inn aftur. Hann fann að hann var farin að svitna í lófana af stressi og álagi síðustu vikurnar.
Næsti... ‹Brosir út í annað og bíður spennt eftir meiru ›

Ég er laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangbest!!!!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 12/1/07 00:42

Gekk þá inn veðurstofustjórinn og kvartaði undan hávaða.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 12/1/07 00:53

Þengill brást illa við enda var honum illa brugðið.
Hér er enginn hávaði en aftur á móti er veðrið þannig að þú ættir að skammast þín fyrir að bjóða fólki uppá þennan andskota. Að svo búnu

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 12/1/07 01:32

fór hann og reyndi að vekja Óðinn sem hafði bara verið ofur ölvi.
Óðinn sagði."veistu bara hvað mig dreymdi."

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 13/1/07 20:27

Ertu lifandi? Hvað dreymdi þig? Mig dreymdi að ypsilon löggan væri að gramsa í skjölunum. Þengil svimaði og hlammaði sér niður í stól. Helvítis dýrið var hér en ég náði að stinga hann af.
Þú lýgur því svaraði sá upprisni.
Nei aldeilis ekki og veistu hvað það táknar fyrir okkur?
Já við erum búnir að vera, veinaði Óðinn og hellti skjálfandi höndum Campary í glas.
Þengill fylgdist með vininum svolgra úr glasinu í einum teig. Þessum manni er ekki treystandi hugsaði hann og við því er aðeins eitt ráð.
Hann skal

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 13/1/07 22:20

...ekki fá nokkurn frið til að sofa fyrr en...

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Græneygðogmyndarleg 13/1/07 23:01

hann drullar sér á fætur og fer að vinna. Þengill þolir ekki svona slufsuhátt. Hann er orðin ansi þreyttur og stinur þegar hann stendur upp og labbar fram inn í baðherbergið, lokar á eftir sér hurðinni. Óðinn heyrir vatnið renna inni á baðinu. Hann skilur ekki þennann pirring í vini sínum. Hann tekur upp sígarettupakkann og kveikir sér í einni. Hann skellir sér í sófann og breyðir úr sér og gefur frá sér vellíðunarstunu. Hann hlustar með öðru eyranu á vatnið renna inni á baðinu. Hann hendist upp þegar hann heyrir dink og læti inni á baðinu...

Ég er laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangbest!!!!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 14/1/07 00:40

og verður hugsað til skarkalans á æskuheimili sínu á Breiðdalsvík þegar amma hans hlassaði sér niður á elsdhúskoll.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 16/1/07 19:18

Skáldskap engan hafið hér
hvað því öllu veldur?
Í sandkassannn nú sýnist mér
hann setja mætti heldur.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: