— GESTAPÓ —
Spurningakeppni Tinna
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 16, 17, 18 ... 238, 239, 240  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 9/5/04 19:29

Fyrsti keisari rómarveldis mun hafa verið Ágústus sem settur var í embætti 27 árum fyrir krist. Ágústus öðlaðist síðar eilífða frægð fyrir að vera fyrsta nafngreinda persónan í Jólaguðspjallinu og eftir honum er, að mig minnir, ágústmánuður nefndur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 9/5/04 19:33

Það er nú bara alveg hárrétt hjá þér, Tinni! Og spurningu skalt þú skrifa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 9/5/04 19:36

Jæja, hér kemur spurning sem tengist málsögu og dægurmenningu:

Hver er uppruni hugtaksins "Rock´n´Roll"?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sprellikarlinn 9/5/04 19:47

Ætli maður skjóti ekki á að það sé upprunaleg merking þess sé...

...lýsing á dansstíl indíána...eða...dansstíl svertingja í byrjun 20.aldar

Sprelli, Hæstvirtur Skemmtanastjóri Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Muss S. Sein 9/5/04 20:29

Kemur þetta ekki úr texta á ryþmablúslagi?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 9/5/04 21:09

Allir rokkarar voru svo útúrdópaðir að þeir duttu og veltust um, það hlýtur að vera rétt.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 9/5/04 21:18

Það er rétt að upprunans er að leita í blökkumenningu, en tengist ekki beint dansi...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 9/5/04 21:26

Held ég nú að þetta hafi upprunalega vísað til kynlífs.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 9/5/04 21:42

Ég held að það verði að gefa Barbie rétt fyrir þetta. Rock´n´Roll var upphaflega slanguryrði eða einhverskonar rósamál blökkumanna þegar þeir vísuðu til kynlífs enda liggur í orðunum einskonar lýsing lostafullum hreyfingum elskenda við samfarir.

Orðið komst í almenna notkun í Bandaríkjunum um miðbik sjötta áratugarins og ber plötusnúðurinn Alan Freed mikla ábyrgð á því þegar hann þurfti að finna eitthvert nýtt tegundarheiti á svörtum ryþmablús fyrir nýja markhópa.

En, Barbie þú átt leik, næst!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 9/5/04 21:50

Já há, þetta hafði mig nú lengi grunað. Jæja mér dettur ekkert neitt sniðugt í hug og held mig því bara við minn uppáhaldsflokk - eða grænan, hér er ein sem var gaman að spyrja mömmu að við afgreiðslukassan á föstudögum - helst þegar hún var mjög upptekin við að raða í poka:
Hver er stærsti kirtill mannlíkamans? (hmm, held ég hafi verið svolítið pirrandi sem krakki....)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 9/5/04 21:57

Lifrin

Hver er talinn hafa verið fyrsti Erópubúinn sem kom til Kína?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Muss S. Sein 9/5/04 22:04

Marco Polo?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 9/5/04 23:46

Ég held að það sé Vasco da Gama, en ekki viss

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 10/5/04 00:25

Marco Polo er rétt, þannig að rétturinn fellur til Mussa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Muss S. Sein 10/5/04 02:48

Þegar Peter Grant kynnti sig fyrir þessum tónlistarmanni, sem „manager“ Led Zeppelin svaraði tónlistarmaðurinn: „I don't come to you with my problems, do I“

Hver var svona hnyttinn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 10/5/04 10:23

Er maðurinn á lífi?

Er hann trúbador?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 10/5/04 11:20

Eric Clapton?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Muss S. Sein 10/5/04 12:51

Tinni er á nokkuð réttri leið, maðurinn er á lífi og sumir myndu kalla hann trúbador, a.m.k. á stundum.

        1, 2, 3 ... 16, 17, 18 ... 238, 239, 240  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: