— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 23/11/06 14:15

VÁ, ÞVÍLÍKUR ENDIR! ERUÐIÐ BÚINN AÐ SJÁ HANN?! FIMM STJÖRNUR!

Þetta var rosalegt. Þvílík bomba! B-O-B-A-!-[UPPHRÓPUNARMERKI]-! Á ég að segja ykkur?! HA? Á ÉG AÐ SEGJA YKKUR?!?! Þetta var sko besti endir í heimi. Gerist ekki betra!

Sko, ‹Dregur djúpt andann› þetta var þannig að James Bond var að... ‹Er kæfður með klóróformi og dreginn í burtu›

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 23/11/06 14:17

Guð minn góður, eins gott að hann var svæfður í miðri setningu, ég á einmitt eftir að sjá þetta glæsimenni í bíó.‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/11/06 19:57

Ég hef lengi verið að melta myndina. Hallast að því að hún sé frábær og já lokaatriðið er algert lykilatriði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 23/11/06 21:48

‹Vaknar hálfdasaður með klóróform yfir ölum jakkafötunum og alls staðar› Djísuss kræst, kann fólk ekki lengur að fara með klóróform?

En já Hakuchi, núna er loksins hægt að taka James Bond alvarlega. Ég held að það sé stærsti plúsinn við myndina.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 23/11/06 21:52

Don De Vito mælti:

‹Vaknar hálfdasaður með klóróform yfir ölum jakkafötunum og alls staðar› Djísuss kræst, kann fólk ekki lengur að fara með klóróform?

En já Hakuchi, núna er loksins hægt að taka James Bond alvarlega. Ég held að það sé stærsti plúsinn við myndina.

R.I.P. Robert Altman.

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 23/11/06 21:54

Ég hallast að þeirri skoðun að þessi mynd sé eina raunverulega Bond myndin sem hafi verið gerð síðasliðna þrjá áratugi hið minnsta. Samt sem áður skorti ýmiss "Bond" element í þessa mynd enda Bond enn nýgræðingur.

Lokaatriðið var náttúrulega það sem seldi allann dílinn samt sem áður.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 23/11/06 22:05

Casino Royale var alveg frábær. Þessir fordómar sem Daniel Craig hefur verið að fá vegna ljósa hársins og bláu augnanna eru fáránlegir, hann er fyrirtaks Bond og það er bara frískandi að sjá hann svona. Hann nær því alveg að sýna engar tilfinningar en vera samt gríðarlega sterkur karakter. Góð mynd.

Líka gaman að sjá þessa tímaskekkju í myndinni, Bond nýbyrjaður, en þetta er samt eftir 11/9... svo er líka þetta vesen með kvenkyns yfirmann sem átti ekki að hafa byrjað fyrr en hann var búinn að vera 007 í nokkur ár.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 23/11/06 22:12

Furðuvera mælti:

Casino Royale var alveg frábær. Þessir fordómar sem Daniel Craig hefur verið að fá vegna ljósa hársins og bláu augnanna eru fáránlegir, hann er fyrirtaks Bond og það er bara frískandi að sjá hann svona. Hann nær því alveg að sýna engar tilfinningar en vera samt gríðarlega sterkur karakter. Góð mynd.

Það er verið að setja út á að hann sé ekki líkur Pierce Brosnan. Daniel Craig er hinsvegar miklu líkari Sean Connery heldur en Pierce nokkurntímann.
Svona getur lýðurinn verið vit- og smekklaus.

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ahh, jú. Vissir nostalgíustraumar runnu ljúflega í gegnum skilvitin þegar ég horfði á þessa mynd í bíó, óttalega er ég fegin að það sé loksins búið að taka þennan leiðinda Brosnan úr umferð. Svei. Casino Royale fær því haug af stjörnum og smá klapp líka.

En hvar var Q??! ‹Grenjar frekjulega›

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/11/06 15:02

Q? Eins og ég skrifaði annars staðar: Þetta var ekki Bond mynd. Hins vegar geri ég fastlega ráð fyrir að næsta mynd verði Bond mynd og þá verður Q nú að láta sjá sig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bismark XI 26/11/06 15:27

Í þessari mynd var farið betur með Karakterinn en í nokkuri annari bond mynd. Þarna er verið að fjalla um mann sem á ekki að treista neinum og fær borgað fyrir að drepa fólk sem er fyrir honum.
Því verð ég að segja að pilturinn sem lék hann núna fór hreint á kostum og sendur upp úr hjá mér sem besti bondinn.

Ég er Sonur Sólarinnar, og ég ber þess enn merki. Verndari vinstra-eyra Tigru. Rauður. Búinn að kyssa Tinu St.Sebastian. Eigandi Nýju Morgunstjörnunar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Mín kenning varðandi vöntun á Q í þessari mynd er orðin sú að nýja 007 var bara hreint ekki treyst til þess að fara á hans fund í háleynilegu rannsóknarstofuna. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 26/11/06 18:48

Fínn Bond, og mér finnst ótrúlegt hvað þeim tekst að gera úr þessari skáldsögu Fleming miðað við það að í eina tíð töldu menn hana vera "unfilmable". Það var m.a. ástæðan fyrir Casino Royale myndinn frá 67 með ýmsum í hlutverki Bond, þ.á.m. Woody Allen

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
J. Stalín 22/12/06 14:59

Þessi nýjasta mynd er alveg rosaleg, í anda Sean Connerys. Að mínu mati besta Bond myndin í langan tíma, ef ekki sú besta af þeim öllum. Endirinn var líka góður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 22/12/06 15:03

Dásamlegur leikari, frábær mynd , unaðsleg bond stúlka og flott illmenni með danskan hreim, BRILLLJANT. Og þessi mynd hafði það allt. Færi á hana aftur alveg hiklaust og mundi svo kaupa hana. Tek fram að ég fékk klígju yfir hinum nýrri bond myndum.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: