— GESTAPÓ —
Heyrst hefur...
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Afturhaldskommatittur 27/9/06 10:30

Heyrst hefur að veturinn sé kominn.

Aðalritari Kommúnistaflokks Baggalútíu • Öreigar allra landa sameinist! - Ísland úr NATO fyrst herinn fór burt! - Cuba si, Yankee no! - Fram þjáðir menn í þúsund löndum! - Hasta la Victoria siempre! - Og lifi byltingin, ávallt!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Afturhaldskommatittur 28/10/06 13:57

Heyrst hefur að hér hafi ekkert heyrst lengi.

Aðalritari Kommúnistaflokks Baggalútíu • Öreigar allra landa sameinist! - Ísland úr NATO fyrst herinn fór burt! - Cuba si, Yankee no! - Fram þjáðir menn í þúsund löndum! - Hasta la Victoria siempre! - Og lifi byltingin, ávallt!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 28/10/06 14:21

Heyrst hefur baráttusöngur verkalýðsins.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 20/11/06 19:56

Anna Panna mælti:

Hexia kann ekki að búa til almennilegar púff-sprengjur, piff er sko ekki það sama og púff...

Heyrst hefur að púff/piff-sprengjur Hexíu séu í rauninni bara dulbúnar og penar Hvæsi-bombur (eða réttara sagt Hexí-bombur)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 20/11/06 21:45

Heyrst hefur að Anna og Stelpið viti bara ekki neitt í sinn haus. ‹Hristir höfuðið yfir þessum asnaskap›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/11/06 20:50

Heyrst hefur að skáldskapur sé eintóm lygi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 26/11/06 20:45

Heyrst hefur að ritstjórn Baggalúts hafi komið fram opinberlega. Eigi fylgir sögunni hvar þeir heiðursmenn sáuzt, en þeir hafa, samkvæmt orðrómnum, gert það. Sögu þessa seljum vér eigi dýrar en vér keyptum hana.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 26/11/06 20:55

(Yfir)heyrst hefur að sifjaspell sé að koma aftur í tísku.

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 26/11/06 21:29

Heyrst hefur að Hvæsa sé óglatt vegna timburmanna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/11/06 21:30

Heyrst hefur í Stradivarius.

Ég hef ekki hugmynd um hljóm hljóðfæra og fannst hljóðfæri kennd við einhverja ,meistara' bera keim af drepleiðinlegu snobbi á borð við vínsnobb þar sem fínustu afbrigði og núansar eru greind sem enginn leikmaður gæti nokkurn tíma þekkt frá hinu hefðbundna (en þykist þó gera það). Grandvaralaus heyrði ég lifandi fiðlutónlist fyrir nokkru. Þetta var óþekkt þjóðlag.

Flutningur og lagið var hreinn unaður á að heyra. Ég tók eftir einhverri stórkostlegri mýkt við tón fiðlunnar sem ég hef aldrei greint áður í fiðluleik (sem stundum fer í taugarnar á mér með sínum athyglissjúka skerandi hljómi). Þetta var eins og besta nammi. Nokkru síðar nefni ég þetta við fróða konu og lýsi þessu. Þegar hún komst að hver fiðluleikarinn væri sagði hún að hann spilar á Stradivaríus fiðlu. Fyrst tóndaufur menningarslúbbert eins og ég gat greint að eitthvað sérstakt var við fiðluna, þá er ég ekki lengur eins viss um að Stradivaríushneigðin sé tilgerðarlegt snobb með ekkert á bak við sig nema hégóma.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 26/11/06 22:41

Heyrst hefur í manni er kallaði fiðlu hljóðfæri Frelsishetjunnar og Hórasar.
Við það má bœta að knéfiðlur svokallaðar, er einnig ganga undir hinu erlenda nafni „cello“, séu fyrirtaks hljóðfæri.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sloppur 1/12/06 02:35

Heyrzt hefur að nú sjéu 88 ár frá fullveldi! En er það ekki lygi?

Yfirbílstjóri Forsetaembættis Baggalútíu ~ Höfðingi Ísfólksins ~ Skraddari Baggalútíska Alheimsveldisins ~ Fíkill ~ Dýflissumeistari í kjallara Teningahallarinnar ~ Hryðjuverkamaður
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 1/12/06 05:04

Heyrst hefur að allir kynstofnar nema blái kynstofninn séu úrkynjaðir og eigi sér ekki tilverurétt.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 1/12/06 09:49

Heyrst hefur að sá sem leikur á Stradivarius hérlendis sé einnig meðlimur Gestapó... sel það samt ekki dýrara en ég stal því

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 1/12/06 17:13

Því hefir heyrzt fleygt að seinustu tveir ræðumenn hafi rétt fyrir sér.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
        1, 2
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: