— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 26/9/06 13:01

Hér er stofnaður þráður fyrir góð ljóð sem við höfum rekist á eftir sönn skáld.
Svo ég vitni nú í hann Harald:
"Sönnu skáldi tekst að vekja tilfinningar hjá lesendum, góðar eða vondar, en fyrst og fremst svo sterkar að þær gleymist ekki heldur rifjist upp í hvert sinn sem viðkomadi skáld eða skáldverk er hugleitt eða nefnt."

Kvæði:

Ég vil fara

Ég vil fara ... fara eitthvað
langt, langt í burt,
svo enginn geti að mér sótt,
enginn til mín spurt,
engin frétt, engin saga
eyrum mínum náð.
Ég vil aldrei troða akur,
sem aðrir hafa sáð.

Ég vil fara... fara þangað,
sem ég þekki engan mann,
og engin ólög ráða,
og enginn boðorð kann -
hvíla á mjúkum mosa
við hið milda stjörnuskin,
með eilífðina eina
fyrir unnustu og vin.

Ég vil þangað, sem ég heyri
minn eigin andardrátt,
og allt er undrum vafið
og ævintýrablátt...
og ég get innsta eðli mitt
eitt til vegar spurt. -
Ég vil fara... fara eitthvað
langt, langt í burt.

Davíð Stefánsson

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 26/9/06 13:24

Atlantis

Svo siglum við áfram
í auðn og nótt.
Og þögn hins liðna
læðist hljótt
frá manni til manns,
eins og saltstorkinn svipur
hins sokkna lands
í auðn og nótt.

Svo rísa úr auðninni
atvik gleymd:
Einn lokkandi hlátur,
eitt léttstigið spor.
Var það hér, sem við mættumst
í mjúku grasi
einn morgun í vor?

Og við horfum í sortann
ófreskum augum
eitt andartak hljótt.

Svo siglum við fram hjá.

Áfram, áfram
í auðn og nótt.

Steinn Steinarr

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 26/9/06 20:23

Hudson Bay

Ég byggði mér hús við hafið,
og hafið sagði: Ó Key,
hér er ég og ég heiti
Hudson Bay.

Í kvöldsins hægláta húmi
heyrði ég bylgjunnar sog.
Þannig er þessi heimur.
Það er og.

Og hjarta mitt fylltist af friði
og farmannsins dreymnu ró.
Ég hugsaði um allt sem ég unni,
og þó.

Í nótt mun ég krókna úr kulda
í kofa við Hudson Bay.
Þú mikli eilífi andi.
Ó Key.

Steinn Steinarr.

ps. Mörgum þykir sem þessu ljóði hafi verið gerður grikkur með að semja lag við það. Ákveði hver fyrir sig.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 28/9/06 14:51

Hér mætti koma upp dálaglegu safni

Kvæði:

Börnin frá Hvammkoti     

Dauðinn er lækur en lífið er strá
skjálfandi starir það straumfallið á.

Hálfhrætt og hálffegið hlustar það til
dynur undir bakkanum draumfagurt spil.

Varið ykkur, blómstrá á bakkanum föst
bráðum snýst lækur í fossandi röst.

Þrjú stóðu börnin við beljandi sund,
næddi vetrarnótt yfir nákalda grund.

Hlökkuðu hjörtun, svo heimkomufús,
hinumegin vissu sín foreldrahús.

En lækurinn þrumdi við leysingarfall
fossaði báran og flaumiðjan svall.

Hímdu þar börnin við helþrunginn ós ;
huldu þá sín augu Guðs blásala ljós.

"Langt að baki er kirkjan sem við komum frá
en foreldranna faðmur er handan við á.

Í jesú nafni út í, því örskammt er heim"
En engill stóð og bandaði systkinum tveim.

Eitt sá tómt helstríð - og hjálpaðist af ;
hin sáu Guðs dýrð - og bárust í kaf.

Brostin voru barnanna bláljósin skær,
brostu þá frá himnum smástjörnur tvær.

Foreldrar tíndu upp barnanna bein
og báran kvað grátlag við tárugan stein.

Hjörtun kveða grátlag sem heyra þeirra fár.
Herran einn má vor forlaga sár.

Dauðinn er hafsjór en holdið er strá ;

Matthías Jochumsson

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 30/9/06 10:16

2 ljóð eftir Einar Má Guðmundsson:

Mannleg samskipti

Blessaður, gefðu mér sjúss,
en vertu ekkert að hafa fyrir því að
segja mér ævisögu þína

Tilfinning

Einhvernveginn finnst mér
að allir skrifstofumenn
hljóti að heita Snorri

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sigfús 3/10/06 22:56
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 4/10/06 14:31

1. Apríl

Mars búinn.

Dagur Sigurðarson

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 26/11/06 20:26

Séu útreikningar vorir réttir á þráður þessi heima með skáldskaparmálum. Biðjum vér friðargæzluliða að fylgja því fram.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: