— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 5, 6, 7 ... 35, 36, 37  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/11/06 10:15

Detta niður hvassar hviður,
hávellan nú syngur
mávakliður kyrrð og friður,
koðnar öldubingur.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/11/06 10:48

Eftir storminn eru í lofti
ólguskýin grá.
Eins og dæld úr drekahvopti
drungaleg að sjá.

Líta má þó ljósa bletti
læðast hér og þar.
Drekinn fór á sprækum spretti
með sprungið millibar.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/11/06 00:29

Sæi marga siglt ég hef á svörtu fleyi.
Meðan að ég Þorrann þreyi,
af þungu skapi held ég deyi.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
mubli 7/11/06 16:23

Samir við sig valdamenn,
vegsemd sýna í orði.
Þótt kaupmaðurinn álnist enn,
almúginn hrekst frá borði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/11/06 16:41

Ég ætlaði að senda þessa rímæfingu inn sem félagsrit, en fannst það ekki verjandi...

Þjóðar glóða hljóðahlóðir
hnjóð viðbjóða ljóðaslóð.
Stóðu rjóðir, fljóðafróðir
flóðið tróðu, blóð í sjóð.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 8/11/06 01:16

Enn er dagur gengin grár
glæður kvelds að týnast
naumast gengur næsti skár
og nætur illar sýnast

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 8/11/06 11:47

Yfir sprengdum eyðilöndum
einn og sami guðinn
etur saman fornum fjöndum.
Farið mun það allt úr böndum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/11/06 12:04

Vona ég að verði bærinn
vita snjólaus fram á vor.
Kostnaðurinn er víst ærinn,
upp að þrífa slabb og for.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/11/06 12:56

Eftir þessa árans bið,
er víst margt að gerast,
fagna ég og fæ mér svið,
fylli þennan auma kvið.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 9/11/06 16:45

lyst yfir list
að láta er trisst
veistu það visst
verðirðu pissed

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
risi 10/11/06 05:28

(:

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 10/11/06 10:08

Ort til að fá fyrirgefningu Offara líka:

Offari, þú ævinlega
eykur fjör og gleði.
Oft þú mínum eyðir trega
með upplyftingargeði.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 10/11/06 19:02

nú vísu kveða vildi góða
um vænar stúlkur, dyggðir manns
en fráleitt að á færi sóða
sem frekar þekkir stúlkur lóða
(og víst mun arfi andskotans)
að ætla að bera slíkan krans

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 11/11/06 17:40

Hér er ortur ljótur leir,
litla fyrir borgun.
Orðstýr góður aldrei deyr,
-en okkar strax á morgun.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 11/11/06 23:21

Gleði veldur léttir lund
læðist að mér rallið,
higgst nú eftir stutta stund
steipa mér á ballið.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/11/06 18:49

Aldrei hef ég áður hlotið
upphefð líka þessari.
Efnilegt þið kusuð krotið.
Karlinn gerist hressari.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/11/06 16:07

Eftir slíka ofurhelgi
ætti vel að sofa.
Ég afréttara í mig svelgi
og emja líkt og vofa.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 14/11/06 12:44

Samfara því að ég þuklaði’og kreisti,
mér því miður varð á að pota
á vitlausan stað, og úr læðingi leysti
leggangareiðskjótaþrota.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3 ... 5, 6, 7 ... 35, 36, 37  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: