— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 33, 34, 35 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 5/11/06 02:59

Keyri ég min kagga bíl
Kóreiskur er drekinn
Ef hleypi ég í hundrað míl
helv.. nú verð ég tekinn

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 5/11/06 20:54

Tekinn var ég teppið á,
tuktaður og flengdur.
Iðrist ég ekki eflaust þá
á endandum verð hengdur.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 5/11/06 21:47

Hengdur er ég upp á þráð,
-en hvað þurr er gómurinn.
Fer samt ekki fram á náð
fallinn þó sé dómurinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 5/11/06 22:11

Hengdur verður Hússein brátt
hann var sekur fundinn
stjarna karls reis heldur hátt
hans nú þyngist lundin

dæmdur var af vondum skríl
villu enga framdi
ekki fór of hratt á bíl
aldrei flugu lamdi.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/11/06 11:06

Laminn var af lögguskríl
látinn svo í klefa
Taldi mig með dúndur díl
dreg það nú í efa

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 6/11/06 20:59

Efa mjög með þennan þvott
þæfður er og illa skitinn,
engri konu gerir gott
götóttur með ranga litinn.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 6/11/06 21:46

Lítið ég í ljóðum kann
Ljótar vísur rita
Skálda jöfur í skyndi hann
særi mig í bita

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 6/11/06 22:11

Bita einn vænan gefur hún Gunna
gæða stúlka af visku er rík,
Það eru margir karlar sem kunna
kvæði um Gunnu og, Reykjavík.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 7/11/06 13:11

Reykjavík er röndótt borg
og rónar búa þar.
Oft fer ég á Ingólfstorg
og á við konurnar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
mubli 7/11/06 14:05

Konur má nýta til ýmisar iðju,
að lasta þær þykir mér alls ekki gott.
Þótt vanhagi haus þeirra' um hugsanasmiðju,
hann karlmanni veita má dýrindis tott.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/11/06 15:46

Annaðhvort hef ég gleymt að senda athugasemdina við vísu Mubla, eða hann hefur strokað hana út í fússi... til öryggis þá set ég athugasemdina í nýtt félagsrit (líklega öðruvísi orðað):[

[Obbossí... Áherslulausu forliðirnir og hann duga ekki sem höfuðstafir... Skabbi]

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/11/06 15:58

Konan ekki kvartar,
þó karlinn far'á rjúpu,
bragðgóðar og bjartar,
bóndinn lét í súpu.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/11/06 16:03

Súputening sæki.
Set hann oní pottinn.
Oná hann svo hræki.
Hrærð’í þessu Drottinn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/11/06 16:48

Drottinn gefð'að grautur,
gæfulegur verði,
og negulnaglastautur,
niturkraftinn herði.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 7/11/06 16:59

Herða má ég hugann upp,
hetjulund skal brúka,
kvenmannslæri, lend og hupp
mig langar til að strjúka.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 7/11/06 17:28

Strjúa skal ég skældum konum
skjalla þær í leiðinni.
Þá ganga ætti allt að vonum,
og ágætlega í veiðinni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 7/11/06 18:27

Veiðinni í vonsku hennti
vælukjóinn Tumi á Læk,
þegar hann að landi lennti
lúðan flúði burtu spræk.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glundroði 7/11/06 21:55

Hér orti Húmbaba:

Sprækur lækur líður niður,
leggur gufan neðan.
Stríður blíður heyrist hviður,
svo hlusta ég á meðan.

Tók síðan út einhverra hluta vegna en ég hafði þá ort þessa snilld í framhaldinu:

Meðan héðan má ei fara
mun best hér að vera.
Farareyri allan spara
engan skaða bera.

Eggjar eg deyfi minna andskota, • bíta-t þeim vopn né velir.
        1, 2, 3 ... 33, 34, 35 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: