— GESTAPÓ —
Ljóðlínan
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 28, 29, 30 ... 261, 262, 263  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 5/11/06 01:49

Allir hérna yrkja vel
enda stórskáld flestir
Ýfum nú hið sterta stel

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 5/11/06 01:51

Allir hérna yrkja vel
enda stórskáld flestir
Enga þó hér upp ég tel

Æ, æ, var ég nú of seinn og tók ekkert eftir því.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
mubli 5/11/06 10:13

Byrjum nú á næstu vísu,
nærum andans máttinn.
Veiðmennin hrifsa hnísu,
og handleika' upp á gamla háttinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/11/06 12:57

Allir hérna yrkja vel
enda stórskáld flestir
Ýfum nú hið sterta stel
stórir hverfa lestir.

Allir hérna yrkja vel
enda stórskáld flestir
Enga þó hér upp ég tel
enda margir bestir.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 5/11/06 14:11

Besta stakan byrjar vel

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 5/11/06 14:13

Besta stakan byrjar vel
bætir góðu endir

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 5/11/06 14:14

Besta stakan byrjar vel
bætir góðu endir.
Vísan eflir vinaþel,

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 5/11/06 14:16

Besta stakan byrjar vel
bætir góðu endir.
Vísan eflir vinaþel,
og vinarkveðu sendir

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 5/11/06 14:18

Salka okkar sælleg er

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 5/11/06 14:21

Salka okkar sælleg er
saltfisk kann að meta

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 5/11/06 14:25

Salka okkar sælleg er
saltfisk kann að meta
Yndislega yrkir hér

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 5/11/06 14:35

Salka okkar sælleg er
saltfisk kann að meta
Yndislega yrkir hér
aldrei sést hún freta.‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 5/11/06 16:34

Storminn lægir styttir upp,

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 5/11/06 17:27

Storminn lægir styttir upp,
Stöðvast bölvað rokið

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 5/11/06 20:35

Upp var víst ekki nógu sniðugt endaorð hjá mér hvað rím snertir.

Storminn lægir styttir upp,
Stöðvast bölvað rokið.
Gráta núna Rip og Rup

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 5/11/06 20:41

Storminn lægir styttir upp,
Stöðvast bölvað rokið.
Gráta núna Rip og Rup,
Rap hann gæti fokið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/11/06 23:35

Grænspætanna góða bók,

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 5/11/06 23:37

Grænspætanna góða bók,
geymir speki mikla.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
        1, 2, 3 ... 28, 29, 30 ... 261, 262, 263  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: