— GESTAPÓ —
Hver hefur ekki gaman af smá Soprano´s?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 23/9/03 14:13

Létt tilraun til snörunar yfir á vora ylhýru tungu (skora á aðra að gera betur):

You woke up this morning
Got yourself a gun,
Mama always said you’d be
The Chosen One.

She said: You’re one in a million
You’ve got to burn to shine,
But you were born under a bad sign,
With a blue moon in your eyes.

You woke up this morning
All the love has gone,
Your Papa never told you
About right and wrong.

But you’re looking good, baby,
I believe you’re feeling fine,(shame about it),
Born under a bad sign
With a blue moon in your eyes

You woke up this morning
The world turned upside down,
Thing’s ain’t been the same
Since the Blues walked into town.

But you’re one in a million
You’ve got that shotgun shine.
Born under a bad sign,
With a blue moon in your eyes.

Yeah yeah. Woke up this morning ... Got yourself a gun ... Got yourself a gun ... Got yourself a gun.

Vaknaði í morgun, vopn mér tók í hönd.
á veldi mínu - Mamma sagði - yrðu engin bönd.

Hún sagði. Þú ert einn af milljón væni, með ljóma geislabauga.
Með fæðingu þinni fylgdi vígspá og þú hefur var-glampa í auga.

Vaknaðir í morgun við ástin hafði flúið brott, langt, langt.
Leitt að gamli Pápi kenndi þér ekki neitt um rétt og rangt.

En þú lítur vel út væni, ég held þú hafir það gott (skamm á þig)
Fæðingu þinni fylgdi vígspá og þú með varúlfa glott.

Vaknaðir í morgun, veröldin sneri á öll haus.
Var allt breytt síðan tilveran þér kastaði ás og daus.

En þú ert einn af milljón væni, hagla- byssublossi (12 gauge-a).
En fæðingu þinni fylgdi vígspá og þú með var-glampa í auga.

Já já. Vaknaðir í morgun ... vopn þér tókst í hönd ... vopn þér tókst í hönd ... vopn þér tókst í hönd.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 23/9/03 15:31

Þetta enska kvæði er auðvitað bara léleg þýðing á hinu kjarnyrta:

Kvæði:

Það mælti mín móðir,
að mér skyldi kaupa
fley og fagrar árar,
fara á brott með víkingum,
standa upp í stafni,
stýra dýrum knerri,
halda svo til hafnar,
höggva mann og annan

(áður nefnt sonatorrek í flónsku minni)

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 23/9/03 15:37

Eigi mun þetta Sonattorrek vera heldur lausavísa (mig minnir að hún sé hafi ekkert nafn, sé bara þekkt sem vísa nr. e-h í Egilssögu). Sonattorrek kvað Egill eftir Böðvar og hefst "Mjög erum tregt tungu at hræra".

Hins vegar vil ég benda öllum þeim sem áhuga hafa á Egilssögu á að lesa aðra íslendingasögu n.t.t. Svarfdælasögu. Það er ekki laust við að maður hugsi sem svo: "Hver apar eftir hverjum".

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 23/9/03 15:45

Þetta var snarlega lagfært, þvílík munúð að hafa árvökulan lögregluhund til að veita manni aðhald í flónskunni

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Rauðhetta 23/9/03 16:13

Sem minnir mig á: er einhver hér sem veit hversu mikla tíðni bakkabræðragenið (bakkus broderi generende) hefur? Og þá hvort það er staðbundið eða hvort það geti einnig orðið virkt í svarfdælingum sem fluttir eru á mölina.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 23/9/03 16:29

Eigi erum vér erfðafræðingar. En Kári gamli í Dí Kót gæti e.t.v. aðstoðað.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 24/9/03 09:00

voff mælti:

Eigi mun þetta Sonattorrek vera heldur lausavísa (mig minnir að hún sé hafi ekkert nafn, sé bara þekkt sem vísa nr. e-h í Egilssögu). Sonattorrek kvað Egill eftir Böðvar og hefst "Mjög erum tregt tungu at hræra".

Hins vegar vil ég benda öllum þeim sem áhuga hafa á Egilssögu á að lesa aðra íslendingasögu n.t.t. Svarfdælasögu. Það er ekki laust við að maður hugsi sem svo: "Hver apar eftir hverjum".

Það vildi lengi loða við Svarfdælu að hún gæti ekki verið sönn, því að þvílík átök og mannavíg hafa ekki verið skráð í margar sannar bækur. En svo vildi til að þegar verið var að taka grunn af húsi á Dalvík fundust mannabein eftir ein af þessum vígum og þykir því fullsönnuð. Öðru gegnir knaski um hann Egil Gamla. Kannski voru allir að apa allt eftir hverjum öðrum.

En sem bornum og barnfæddum Dalvíkingi ber mér að taka Svarfdælu fram yfir hann Egil.

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 24/9/03 09:49

Það er svo ótrúlega margt líkt í sögunum, eins og t.d. um knattleikinn, að það getur ekki verið tilviljun. Meira að segja nöfnin eru sum hver þau sömu.

Egils-saga hefur um margt á sér ólíkindablæ. Eins og t.d. allar vísurnar sem hann á að hafa samið sem krakki. Það semur enginn 3 ára krakki vísu eins og þá sem hann samdi eftir að honum var gefinn kuðungurinn (eða var það öðuskel, man ekki alveg). Mig grunar því að hún sé skáldsaga frá rótum. Ef ég man rétt þá er ekki til frumgerð af Egils-sögu, bara endurgerðir.

Hvort Svarfdæla sé það að öllu leyti, get ég ekki sagt um. E.t.v. eru þetta bara endursagnir á eldri munnmælasögum.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sjöleitið 25/9/03 09:29

voff mælti:

Eigi erum vér erfðafræðingar. En Kári gamli í Dí Kót gæti e.t.v. aðstoðað.

Kon Dí Kódi?

Leifur Eiríksson geri ég ráð fyrir.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 26/9/03 09:19

Já mér láðist að nefna að þessi bein voru ekki af einum manni, heldur mörgum (um 20 man ekki alveg) sem þykir afargóð staðfesting. Þ.e.a.s að þessi fljöldaslagur er amk. sannur, og meyra til.

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 26/9/03 10:51

Afar athyglisvert.

En reyndar vil ég benda á að það er forn siður íslenskur að grafa upp grafreiti og kirkjugarða, færa bein til og frá, jafnvel eru þess dæmi að kirkjugarðar hafi verið grafnir upp og bein úr þeim tekin og sett í eina kistu og grafin aftur eða jafnvel farið með þau á öskuhauga. Þannig að ef menn ætluðu að draga ályktanir af mörgum beinum sem finnast í einni gröf þá er ég hræddur um að niðurstöðurnar gætu orðið að einhverju leyti brenglaðar.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/10/03 19:23

Hver veit, alvaldið er engu háð nema sjálfu sér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Andskotinn 1/11/03 17:34

Ja hvur andskotinn fá Dalvíkingar að leika lausum hala á siðaðra manna síðu. Á maður kannski von á því að rekast á einhvern frá villimannabænum Húsavík líka?
‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 29/4/04 15:11

Ég er frá Húsavík, Andskotinn þinn!

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: