— GESTAPÓ —
GESTUR
 • LOKAР• 
Jónas Næturvörður 30/9/03 21:32

Hef verið að velta fyrir mér hvort ekki væri skynsamlegt að íslendingar réðust í að byggja mánahraðal.
Hann yrði þannig uppbyggður að það yrðu sendir þjarkar til tunglsins og látnir smíða ,,rafseguljárnbraut" sem næði hringinn í kringum tunglið um pólana, hún yrði knúin sólarorku sem er víst næg á tunglinu.

Á þeirri járnbraut myndi svo vera hægt að láta geimfar svífa í segulsviði og láta það ná geysimiklum hraða. Þannig yrði hægt að takmarka það magn eldsneytis sem alla jafna þarf að hafa meðferðis í löngum geimferðum og spara það erfiði og yfirlegur sem eru því samfara að búa til andefni eða kaldan kjarnasamruna.

Gaman væri að fá álit þeirra sérfræðinga sem hér hafa fjallið um margvísleg málefni um það t.d. hvað fræðilega séð megi ná miklum hraða í hraðlinum o.s. frv.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 1/10/03 10:17

Þetta er stórfengleg hugmynd en óvíst að hún sé fýsileg sökum bágrar þyngdarhröðunar á tunglinu. Hlutur svífandi við yfirborð tunglsins á þesskonar mánahraðli getur ekki náð meiri hraða en að því marki þegar miðflóttakraftur hans yfirvegur þyngdarhröðun tunglsins.
Þyngdarhröðun tunglsins (gt) er 1,62m/s^2
radíus tunglsins (r) er 1.738.000m
og okkur fýsir að vita hver hraði V þarf að vera til að yfirvinna gt,
gt = r*w^2
w er hornhraði geimfarsins á mánahraðlinum, w^2 =(V/r)^2 = V^2/r^2
því er gt = r*V^2/r^2 = V^2/r
síðan einöngrum við V,
V = (a*r)^0,5
og nú getum við reiknað hvað hraðinn V er þegar miðflóttakrafturinn yfirvinnur þyngdarhröðun tunglsins,
V = (1,62m/s^2*1.738.000m)^0,5
=> V = 1678m/s = 6040km/klst.
af þessu má sjá að strax þegar geimfarið hefur náð 6.040km hraða þá nægir þyngdarafl tunglsins ekki til að halda því á yfirborði tunglsins, svo smánarlegur hraði er ekki til mikils framdráttar í geimferðalögum.
Hinsvegar mætti hanna rafsegulsviðsbrautina þannig að rafsegulsviðið sjái ekki einungis um að halda hlutnum svífandi heldur sjái það einnig um að hluturinn sleppi ekki frá yfirborðinu þegar miðflóttakraftur þess yfirstígur þyngdarhröðun tunglsins. Slík braut væri hin mesta völundarsmíð og gæti orðið gríðarlegur akkur fyrir Geimbrasksstofnunina þegar hún hyggst senda geimflaugar til nálægra lífstjarna.

Gagnvarpið er komið til að vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 1/10/03 10:39

Ef ég væri með hatt þá myndi ég taka hann ofan fyrir þessum útreikningum og reiknimeistaranum Glúmi.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 1/10/03 12:02

Þyngdaraflsvandann væri hægt að leysa með því koma afjónuðum kóbalthnetti fyrir á sporbaug um tunglið. Kóbalthnötturinn yrði að sjálfsögðu að ferðast samsíða geimfarinu og á sama hraða, sem gæti í raun verið hver sem er. Fráhrindandi kraftur afjónaða kóbaltsins myndi þrýsta geimfarinu að tunglinu. Það yrði bara að reikna hvernig hægt væri að hafa kraftana í jafnvægi. "Theoríst" væri þetta möguleiki.

GESTUR
 • LOKAР• 
Jónas Næturvörður 1/10/03 22:25

Þakka þér kærlega fyrir þessa útreikninga Glúmur, þú kallar greinilega ekki allt ömmu þína þegar kemur að eðlisfræðinni.

Ég er reyndar nokkuð vonsvikinn að ekki sé hægt að ná meiri hraða en 6 þúsund km/klst en ef eins og þú bendir á að láta segulkraft toga á móti geimfarinu og við gefum okkur að við höfum ótakmarkaða orku í formi sólarorku þá efast ég ekki um að unnt væri að auka hraðann nokkuð verulega.

Allavega það mikið að almenningur ætti kost á að skreppa í helgarferð í kringum Júpíter eða dagsferð til Mars.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 2/10/03 09:21

Jú, mánahraðall með tvívirku segulsviði sem bæði sér um að halda gemfarinu frá yfirborði brautarinnar sem og hindrar það í að sleppa frá yfirborðinu við 6þús km hraða væri hið stórkostlegasta apparat. Þannig mætti notast við ókeypis orku til að knýja geimför á gríðarlegan hraða, skynsamlegast væri þó að fara ekki mikið yfir 10.000km/sek þar sem þá tæki einungis rúmlega 1 sek að fara hringferð um tunglið og er hætt við að mönnum fari að sundla á því stigi. Betur má ef duga skal því þó þetta hljómi sem ógnar hraði þá tæki það geimfarið samt sem áður hálfa mínútu bara að komast til jarðar, ferð til júpíters og til baka aftur tæki rúmlega 43klst, nærri því 2 sólarhringa. Því virðist ljóst að til þess að helgarferðir til Júpíters teljist vænlegur kostur þá mun geimfarið krefjast aukinnar hröðunar eftir að því er sleppt úr mánahraðlinum, æskilegur hraði væri um 50.000km/sek, á þeim hraða tæki það rúmlega fjóra tíma að fara til Júpíters eða um það bil jafn langan tíma og það tekur að aka til Akureyrar (að því gefnu að maður stoppi ekki lengi í Staðarskála). 50.000km/sek er hinsvegar ansi mikill hraði og er það nærri 17% af ljóshraða svo við erum að tala um ansi orkufreka hröðun eftir að gemfarinu er sleppt úr mánahraðlinum. En persónulega held ég að það ætti ekki að vera óyfirstíganlegt, Dusilmennið, fjármálastjóri F.Á.U.Á.U.Ú.G. ætti að geta fjármagnað ævintýrið.

Gagnvarpið er komið til að vera
LOKAÐ
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: