— GESTAPÓ —
Jólin koma....
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sloppur 11/10/06 22:09

Jég er lítið farinn að huxa til jólanna ennþá, en síðast þegar ég vissi, verð jég einn um jólin, þar sem jég er að vinna alla hátíðina og svo nenni jég ekki norður!

Kannski jég ætti að óska mjér vinar í jólagjöf? ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Yfirbílstjóri Forsetaembættis Baggalútíu ~ Höfðingi Ísfólksins ~ Skraddari Baggalútíska Alheimsveldisins ~ Fíkill ~ Dýflissumeistari í kjallara Teningahallarinnar ~ Hryðjuverkamaður
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 11/10/06 22:16

Glaður yrði ég ef fengi ég í jólagjöf fækkun á punktum í fjögurrapunkta þrípunktinum í nafni þessa þráðar.

Og fyrst maður er byrjaður: það er algjör óþarfi að setja j fyrir framan é til að búa til ofur-ýkt jé hljóð. Vel fer á je eða é, hvoru í sínu lagi. Saman verður þetta allt hálf kljént [sic!].

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 11/10/06 22:23

Kæra Rýtinga.
Mig vantar alltaf handklæði - en er hins vegar ákaflega skeptísk á að lesa bækur fyrr en þær eru orðnar minnst tveggja ára gamlar (leiðist múgmennska og sefjun í kringum jólasnilldina - sem allir eru svo búnir að gleyma í febrúar). Þannig að ... hittast á annan í jólum og skipta?

Gunther - óttalegt smámunavæl er þetta! Þú hlýtur bara að vera meyja................................................................................................................................................................................................... .....................................................................................................................................................................................

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 11/10/06 22:54

Ekki veit ég hvað meint afmæli mitt seint í ágúst eða fram í september kemur þessu máli við. En ég vil þó benda á að þegar þankastrik eru brúkuð (svipað og gert er hér í innleggi að ofan) skulu þau vera löng, sbr. –, en ekki stutt strik (sem nefnast þá bandstrik) svo: -.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 11/10/06 22:56

Nöldur....... :-o

:-)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Elsku Krumpa! Mér þætti fátt skemmtilegra, og ég skal reyna að hemja æsinginn nægilega til að ég geti þó komið mér til skiptanna akandi. ‹Ljómar upp› Ég hef líka verið skömmuð fyrir að eyða laununum mínum í "fánýta" hluti eins og bækur, og það hefur verið haft yfir mér að ég eigi frekar að verja fjármununum í eitthvað "gáfulegt". ‹Hnussar›

þetta er eins og þegar ég fermdist. Ekki það að ég sé ekki þakklát fyrir þær gjafir sem ég fékk á þeim tíma (það var m.a. í tísku að gefa svokallaða hraunlampa) heldur fékk ég ekki eina einustu orðabók. Í fyrsta lagi voru þær það eina sem ég óskaði eftir, í öðru lagi er ég handviss um að ég hafi verið eina manneskjan í mínum árgangi til þess að biðja um slíkar.

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 11/10/06 23:57

Um orðabækur hefur margt verið sagt, það gáfulegasta líklega þetta, úr þriðju seríu Blackadder-þáttanna:
-----
Edmund Blackadder: Would this be the long-awaited Dictionary, sir?

Prince Regent: Oh, who cares about the title as long as there's plenty of juicy murders in it. I hear it's a masterpiece.

Edmund Blackadder: No, sir, it is not. It's the most pointless book since "How To Learn French" was translated into French.
-----
Prince Regent: I know what English words mean! I AM English! You must be a bit of thicko...
-----
Þetta má yfirfærast á aðrar tungur.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Blackadder er auðvitað það hlutverk sem Rowan Atkinson ætti að vera frægastur fyrir, frekar en þennan leiðinda- Hr. Bean.

En ég vildi fá orðabækur á sem flestum tungumálum, auk þess sem orðabók í íslensku væri mjög hentug til að fletta upp orðum til að athuga ritunarhátt, og líka til að sjá hvort þau séu í raun til þegar spilað er Skrafl.

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 12/10/06 01:40

Úh úh... mig langar í klóruprik, færeying og kall sem að nöldrar ekki!

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 12/10/06 01:48

Tigra mælti:

Úh úh... mig langar í klóruprik, færeying og kall sem að nöldrar ekki!

Ég er með hugmynd um hvernig þú getur sameinað þetta allt í einum hlut!

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 12/10/06 06:32

krumpa mælti:

Kæra Rýtinga.
Mig vantar alltaf handklæði - en er hins vegar ákaflega skeptísk á að lesa bækur fyrr en þær eru orðnar minnst tveggja ára gamlar (leiðist múgmennska og sefjun í kringum jólasnilldina - sem allir eru svo búnir að gleyma í febrúar). Þannig að ... hittast á annan í jólum og skipta?

Gunther - óttalegt smámunavæl er þetta! Þú hlýtur bara að vera meyja................................................................................................................................................................................................... .....................................................................................................................................................................................

Krumpa mín!
Gættu orða þinna í návist meyjar einnar sem Vímus nefnist. Ég vil ekki missa mig í þessa smámunasemi sem.... Jæja sleppum því. Er þá ekki kominn tími til að þú lesir bókina mína?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 12/10/06 12:36

Heyrðu já... ég þarf að bæta við á listann hjá mér.
Ég vil fá bókina hans Vímusar.
Annars þarf ég að fá hana lánaða hjá Þarfa.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Amma Hlaun 16/10/06 08:40

Og hvaða bók er það sem Vímus skrifaði? Lyfjahandbókin kannski? Annars er gaman að sjá svona jákvæðan þráð hjá ykkur börnin mín. Þið getið verið svo góð þegar þið leikið ykkur fallega. Þið fáið öll extra rjóma með kakóinu á eftir og svo kannski ís líka!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 16/10/06 09:01

Ertu byrjuð á Jólaundirbúninginum?

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Amma Hlaun 16/10/06 09:04

Jú ég er nú byrjuð að baka fyrir jólin. Það er nú ekkert smáræði af bakkelsi sem fer ofan í ykkur börnin yfir hátíðirnar. Hlauptu nú út í búð fyrir mig gæskur og kauptu smá suðusúkkulaði fyrir ömmu sína.

‹Lætur Offara fá pening og klappar honum á kollinn›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 16/10/06 09:12

‹Hleypur í búðina › ‹kaupir súkkulaði› ‹Laumast til að fá sér bita á heimleiðinni› ‹ borðar hálft súkkulaðistykkið ›‹Réttir Ömmu hinn helminginn með tár í augum› Ég ætlaði bara að fá mér smá pínu.‹Brestur í óstöðvandi grát›

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 16/10/06 09:15

Offari mælti:

Ertu byrjuð á Jólaundirbúninginum?

Áttir þú ekki við rauða latexbúninginn sem hún notar sem undirföt? ‹Klórar sér í höfðinu›

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Amma Hlaun 16/10/06 09:20

Offari mælti:

‹Hleypur í búðina › ‹kaupir súkkulaði› ‹Laumast til að fá sér bita á heimleiðinni› ‹ borðar hálft súkkulaðistykkið ›‹Réttir Ömmu hinn helminginn með tár í augum› Ég ætlaði bara að fá mér smá pínu.‹Brestur í óstöðvandi grát›

Svona svona barnið mitt. Þetta er allt í lagi.

LOKAÐ
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: