— GESTAPÓ —
Æfingasvæði Fræsins, allir velkomnir.
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fræ 12/10/06 11:11

Mig langar að læra vísna gerð og ef még skjöplast ekki þá skapar æfinginn meistarann, öllum þeim sem eru óöruggir með kveðskað er frjáls að setja hann fram hér, og ég treysti því að þeir bragfræða snillingar sem hér eru munu koma með uppbyggilega og fræðandi gagnrýni fyrir okku hin.

Hér er staka frá mér, gagnrýni vel þeginn.

Vísusmíði læra vil,
vertu leiðbeinandi,
síðan mun ég, sannið til
slengja fram sléttubandi.

Til eru fræ................ • Passið ykkur, ef þið eruð ekki góð við mig siga ég Tigru á ykkur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 12/10/06 11:25

Sælt. Hér er fyrir þráður sem er helgaður vísnagerðaræfingum; Skólastofan.

Annars get ég vel greint þessa vísu:

Fræ mælti:

Vísusmíði læra vil,
vertu leiðbeinandi,
síðan mun ég, sannið til
slengja fram sléttubandi.

Of langt er á milli stuðla í fyrstu línu. Ekki má vera meira en einn bragliður á milli stuðla.

Önnur línan er í lagi.

Þriðja línan er í lagi.

Fjórða línan stuðlar ekki rétt. Sl stuðlar einungis við sl; þetta er dæmi um gnýstuðla. Gnýstuðlar eru sk, sl, sm, sn, sp og st. Hver gnýstuðull myndar sérstuðlaflokk. Að auki er ofstuðlun í fjórðu línunni; ekki má stuðla í línu þar sem höfuðstafur er.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 12/10/06 11:25

Of mörg atkvæði í fjórðu línu. Annað sér áhugamaðurinn ég ekki.‹Laumast í burtu við skoðun á innleggi Þarfa›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 12/10/06 11:26

Já, það er líklega rétt hjá þér. Betra er að hafa sama atkvæðafjölda í línum sem parast saman. Í annarri línu eru sex atkvæði, en sjö í þeirri fjórðu. Það passar ekki alveg.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 12/10/06 11:29

‹Snýr snarlega við og gerist merkilegur› Ha, ha, haaa.... ég er bragfræðingur. Ég ætla að endurskýra starfsheitið.... ‹Hugsar stíft› Bræðingur!

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/10/06 09:54

Mér sýnist lausnin vera komin, ég vil benda öðrum sem lenda í vandræðum að fara á þráðinn Skólastofan og spyrja þar... fínt að hafa þetta allt á einum aðgengilegum stað fyrir þá sem eru nýjir í kveðskap...

To live outside the law, you must be honest.
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: