— GESTAPÓ —
Góð grein
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 29/9/06 08:57

Ég rakst á texta sem mér fannst svo góður að mig langar að deila honum með ykkur, ef einhver skyldi hafa látið hann framhjá sér fara.

Hver mælti:

Þá er komið að því.

Í fyrramálið, 28. september 2006, verður tappanum stungið í flennivaskinn fyrir austan. Samkvæmt áætlun.

Háttvirtur iðnaðarráðherra, nýskipaður, segir samúðarfullur að „engar nýjar upplýsingar“ hafi komið fram þegar þúsundir Íslendinga marseruðu angistarfylltir gegn yfirvofandi óhugnaðinum. Enda var alltaf gert ráð fyrir að þjóðin yrði hysterísk og gréti sig í svefn kvöldið fyrir uppvask aldarinnar. Ekkert nýtt þar. Og þeim, altsvo stjórnvöldum, er vitanlega nett sama.

Skítsama.

Skítdrullusama þó eitthvað trjáknúsandi hippalistapakk grenji úr sér augu og lungu á hálendaskýlum sínum yfir einhverri örfoka landspildu lengst uppi á heiði, sem engum er til gagns hvað þá gleði.

Flotskítdrullusama.

Þeim er sama þó Draumlendingurinn Andri taki allar þeirra röksemdir og fyrirætlanir, brjóti þær niður svo ekki stendur steinn yfir steini. Þeim er sama þó hann taki að svo mæltu hvern þann stein og moli mélinu smærra með orðkynngi og hugmyndaauðgi. Þeir þegja bara. Brosa og þegja. Vitandi sem er að Íslendingar hlusta ekki á skáld sín heldur lesa þau.

Og jafnvel þó sjálfastur Ómar Ragnarsson brjóti sinn eldfima huga til mergjar og varpi fram stórfenglegri hugmynd landi sínu til varnar — sinni bestu — þá er þeim sama.

Þeir hlusta ekki einu sinni á Vigdísi. Bölvaðir.

---

En af hverju hlusta þeir ekki? Af hverju umfaðma þeir ekki góðar hugmyndir og gera að sínum að hætti lýðskrumara erlendra?

Jú það er vegna þess að þessar landeyður morgundagsins eru hvergi nálægar.

Landdrekkirinn Valgerður var send úr landi — í hæfilega fjarlægð. Þar stendur hún í pontu og stautar sig á bjagaðri ensku fram úr hjákátlegum yfirlýsingum um að koma þróunarframlagi Íslands úr 'hlálega litlu' í 'skammarlega lítið'.

Mótmælasveltirinn Davíð hímir í svartholi sínu við Arnarhvál og reynir íterkað við innanhússmetið í verðbólguglímu. Á meðan hunsar hann sinn yfirþyrmandi Golíat, sem hann hefði svo auðveldlega getað fellt hvenær sem hann vildi. Nú eða aldrei alið.

Og hvar er þessi Halldór? Hetja Austurlands. Krossfarinn selskinnsklæddi. Ofan í hvaða frárennslirör skreið hann?

Er það virkilega svo að það sé ríkisstjórn landsins auðveldara að skipta um forsvarsmenn en skoðun?

Svei því.

Eftir sitjum við með þá Geir og Jón. Þeim þykir þetta vissulega ferlega leiðinlegt allt saman. Það sést. Enda er þetta ekki þeim að kenna. Auðvitað ekki. Þeir voru bara að setja sig inn í málið. Enda nýbyrjaðir.

---

Annað kvöld verður borgin myrkvuð. Spáin er afleit. Enda lítil von til að hinir uppstökku íslensku veðurguðir verði í sínu besta skapi eftir að systur þeirra, fjallkonunni, hefur verið drekkt. Á áætlun.

Sennilega er það þó fyrir bestu að ekki sjáist til himins þann 28. september 2006 — og eins að við slökkvum öll ljós.

Því um leið sér enginn til okkar.

Hér eru herlegheitin

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 29/9/06 10:51

Já, þetta finnst mér líka vera mjög góð grein!

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 29/9/06 11:38

Já - frábær! HVerjar eru samt líkurnar á að einhver muni eftir þessu við kjörkassann í vor?

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grútur Loðfjörð 29/9/06 12:22

Við, sem finnst þessi grein Enters góð og erum þessarar skoðunar, berum ábyrgð á að minna fólk á þetta í næstu kosningum. En því miður virðist hundseðlið vera ansi ríkt hjá íslenskum kjósendum. Og gúbbífiskaminnið. Því miður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 29/9/06 14:18

Gúbbifiskar eru stálminnugir. Marhnútar eru hinsvegar nautheimskir.

Hvað ætli naut noti annars til að lýsa heimsku?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 29/9/06 14:26

Hún er dálítið kunnugleg, þessi grein.

En já, góð er hún. Mér finnst að prenta eigi hana út ásamt félagsriti Glúms, í þúsundum eintaka, og sturta yfir Alþingishúsið. Það væri sko gjörningur í lagi.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/9/06 21:11

Hverjum hefði dottið í huga að erkiíhaldsskarfurinn Enter væri bullsjóðandi kaffihúsalopapeysuhippi?

Sei sei.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 29/9/06 21:17

Þeir eru alls staðar. Þetta er smitsjúkdómur sem berst í gegnum loftið og tónlist Sigur Rósar.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/9/06 21:19

Það verður að finna mótefni. Heilög ára Davíðs Oddsonar hefur dvínað í svartaklumpi við Arnarhól og nær ekki að verja sanna íhaldsmenn lengur gegn þessum skelfilegu straumum væmni, fegurðarblætis og tilgerðar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 29/9/06 21:20

Ég held að hér dugi ekkert minna en að Donald Trump heimsæki landið og leggi hendur á menn. Það ætti alla veganna að slá á verstu einkennin, svo sem ljóðaskrif og hassreykingar.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/9/06 21:23

Hann gæti hlaupið um Laugaveginn með Zippókveikjara og kveikt lopapeysum allra klisjukrúttanna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Diotallevi 30/9/06 02:57

Hakuchi mælti:

Hverjum hefði dottið í huga að erkiíhaldsskarfurinn Enter væri bullsjóðandi kaffihúsalopapeysuhippi?

Sei sei.

Jú maður hefði nú einmitt haldið að Enter stæði sigri hrósandi við stíflustæðið á þessari stundu, samanber þetta: http://baggalutur.is/skrif.php?t=2&id=248

En mönnum er nú svosem leyfilegt að snúast hugur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Bob 30/9/06 09:55

Bííp!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glundroði 30/9/06 10:08

Bob mælti:

Bííp!

Ég vil óska Bob innilega til hamingju með fyrsta innleggið á rúmlega tveggja ára ferli hér á Baggalút. Ritstíflan er loksins brostin, þökk sé nýliðahollráðum Skrabba. Óþarfi að svíða lappirnar á þessum nýliða. Hann er á vetur setjandi. Miðað við þetta fyrsta innlegg tel ég mikils að vænta af honum á ritvellinum. Þessi óbeislaði frumkraftur er hreint út sagt stórkostlegur. Mætti líkja við hamfarirnar þegar Kárahnjúkastífla mun bresta og springa. Vertu velkominn!

Eggjar eg deyfi minna andskota, • bíta-t þeim vopn né velir.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 30/9/06 12:39

Glundroði mælti:

Bob mælti:

Bííp!

Ég vil óska Bob innilega til hamingju með fyrsta innleggið á rúmlega tveggja ára ferli hér á Baggalút. Ritstíflan er loksins brostin, þökk sé nýliðahollráðum Skrabba. Óþarfi að svíða lappirnar á þessum nýliða. Hann er á vetur setjandi. Miðað við þetta fyrsta innlegg tel ég mikils að vænta af honum á ritvellinum. Þessi óbeislaði frumkraftur er hreint út sagt stórkostlegur. Mætti líkja við hamfarirnar þegar Kárahnjúkastífla mun bresta og springa. Vertu velkominn!

Þetta er nú ekki fyrsta innleggið hans.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 30/9/06 13:59

Diotallevi mælti:

Hakuchi mælti:

Hverjum hefði dottið í huga að erkiíhaldsskarfurinn Enter væri bullsjóðandi kaffihúsalopapeysuhippi?

Sei sei.

Jú maður hefði nú einmitt haldið að Enter stæði sigri hrósandi við stíflustæðið á þessari stundu, samanber þetta: http://baggalutur.is/skrif.php?t=2&id=248

En mönnum er nú svosem leyfilegt að snúast hugur.

Hvur þremillinn! Er hann líka orðinn að lausungar vindhana eins og argasti Samfylkingarmaður!

Hvað næst!? Mynd af Össuri í vasanum!

‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

(Velkominn annars Díó minn. Hélt þú værir dauður.)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 30/9/06 17:10

Hananú. Ég sé ekki að þessar framúrskarandi greinar stangist á neinn hátt á.

‹Horfir illilega á hrísgrjónaætuna og skrúðmælta skeggapann›

Ég er enn jafn veikur fyrir flennistíflum og fyrr - það hefur ekkert að gera með andúð mína á steinrunnum, kómónískum tilþrifum heillum horfinnar ríkisstjórnarinnar. Ég hata roðamaurana alveg jafn heitt hvort sem þeir fela sg í réttum flokkið eða ekki.

Mér er skítsama þó öllu landinu sé sökkt með manni og mús. Svo lengi sem mennirnir - og þess þá heldur mýsnar - séu því samþykkar.

Aukinheldur skilst mér að hægri grænir séu í blússandi móð.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þamban 30/9/06 17:24

Sláum þessu bara upp í kæruleysi og dettum í það. Drekkur apinn ekki annars gambra?

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: