— GESTAPÓ —
Kjánar
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Maribo 27/9/06 17:44

Haraldur Austmann mælti:

Það er ekki skrýtið að umhverfisvernd sé lítt þroskuð og á lágu plani á Íslandi þegar meiri hluti fylgjenda hennar virðast vera veruleikafirrtir kjánar. Hvernig í andskotanum dettur einhverri heilvita manneskju í hug að hætt verði við Kárahnjúkavirkjun úr þessu? Engri. Það er einfaldlega búið að fjárfesta of mikið og leggja of mikið undir til að hægt sé að stoppa.

Þessa vegna leyfi ég mér að fullyrða að þau sem í alvöru fara fram á það, séu kjánar.

Væri ekki nær að gleyma því sem á sér stað við Kárahnjúka og einhenda sér í að spyrna móti því sem enn er hægt að stöðva?

Ef ekki, legg ég til að þið farið í mótmælagöngu gegn rigningunni. Svínvirkar örugglega.

Gangan í gærkvöldi, segir ekkert til um hvort umhverfisvernd sé þroskuð eða lítt þroskuð og á lágu plani.
Gangan í gærkvöldi var fyrst og fremst til að sýna á táknrænan hátt hvernig margt smátt gerir eitt stórt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 27/9/06 18:18

Gangan í gærkvöldi sýndi fyrst og fremst að fólki þykir gott að pissa upp í vindinn.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 27/9/06 19:08

Heyr heyr Haraldur. Ég heyrði ekki betur en Ómar hafi virkilega verið að halda því fram að ekki ætti að hleypa vatni á draslið heldur ætti að skrá nöfn fólks í stífluna fyrir pening. Það mun örugglega borga 100 milljarðana sem fóru í stífluna á nótæm. Ótrúlega frjótt ímyndunarafl þar á ferðinni (nei reyndar ekki). Andri Snær virtist vera á sama máli og Ómar, enda kom hann þessari glórulausu hugmynd í gang með bók sinni í sumar. Þannig að þetta virðist vera allt annað en einhver táknræn mótmæli í hugum forsprakka göngunnar.

Þó efa ég ekki að yfirgnæfandi meirihluti göngumanna láti sér ekki detta í hug aðhætt verði við allt. Fólk er varla alveg orðið svo firrt. Göngufólk hefði þó heldur átt að sýna sig áður en ákvörðun var tekin. Það hefði einhvern veginn verið gáfulegra held ég.

Hins vegar er möguleiki að mótmælin munu hafa áhrif. Ekki á Kárahnúka heldur það sem koma skal. Samfylkingin virðist þegar vera búin að taka enn einn hringsnúninginn hvað slíkt varðar (nema þar sem byggðarlög vilja nýtt álver auðvitað) og eru þá amk. tveir flokkar á móti stíflunum og álverum, einn af prinsippi og einn af eltingarleik við tíðaranda.

Það sem ég vil hins vegar sjá er almennileg skoðanakönnun um annars vegar afstöðu til Kárahnjúka og hins vegar framtíðarframkvæmda í þessum stíl. Mig minnir einmitt að skoðannakannanir hafi yfirleitt sýnt almenning vera afgerandi fylgjandi þessum framkvæmdum. Það gæti hafa breyst.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Siggi 27/9/06 19:55

Það er auðvitað allt í lagi að láta skoðun sína í ljós í þessarri göngu en það er einmitt sorglegt að heyra þessar hugmyndir Ómars. En við eigum að fara að reyna að vera á undan stjórnmálamönnum og fara að mótmæla frekari stórframkvæmdum við Húsavík það held ég að geti frekar skilað árangri.

[/img][/code]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Maribo 27/9/06 23:09

Gangan í gærkvöldi sýndi að hver einstaklingur má sín ekki mikilis í andstöðu við stórvirkjanir. En öll erum við hluti af heildinni. Sameinuð getum við haft áhrif. Það sýndi gangan svo sannarlega.
Nú er að halda áfram og koma í veg fyrir að stærri landi verði sökkt, koma í veg fyrir fleiri stórvirkjanir, koma í veg fyrir að erlent peningavald stjórni ákvörðun alþingis. Nú er kominn tími til að sameinast um að halda áfram að laga vegi landsins, halda áfram að byggja upp aðra atvinnuvegi, halda áfram að gera landið lífvænlegt að búa í.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 27/9/06 23:15

Vjer erum hjer sammála Haraldi og Hakuchi. Það er algjörlega óraunhæft að hætt verði við þetta á þessum tímapunkti. Þeir sem vilja stoppa þetta áttu að hunskast - allir með tölu - til að kjósa Vinstri græna árið 2003. Þá fjekk VG hinsvegar einungis 8,8% atkvæða.

Það er einnig áhugavert að sjá hvað ýmsir þeir er nú mótmæla (t.d. Hjörleifur Guttormsson) sögðu um svæðið löngu áður en byrjað var að virkja. Þá átti það að vera lítt áhugavert fyrir ferðamenn og ekkert sjerstakt þar að sjá (undantekning er Hafrahvammagljúfur en það er allt neðan stíflunnar).

Vjer vonum hinsvegar að þessi mótmæli verði til góðs og að þau leiði til þess að hraðað verði áætlunum um hvar verði hugsanlega virkjað og hvar alls ekki í framtíðinni því gerð þeirra áætlana virðist ganga með hraða snigilsins. Oss finnst virkjunum hafa verið dritað nokkuð handahófskennt niður hjer og þar.

Á vissum svæðum viljum vjer alls ekki virkjanir og að á öðrum svæðum verði ef á þarf að halda allt virkjað er unnt er að virkja fremur en að dreifa virkjunum um allt. T.d. er búið að virkja svo mikið í nánd við Búrfell, Sigöldu, Sultartanga, Þórisvatn og á því svæði öllu að þar má mín vegna virkja enn meira sje það hægt. Eigi hinsvegar að fara að virkja t.d. að Fjallabaki eða með því að skrúfa fyrir Dettifoss er að voru áliti búið að fara yfir strikið (eins og þetta sýnir er einstaklingsbundið hvar strikið liggur). Og þá erum vjer meira en reiðubúnir til að mótmæla hátt þó oss detti eigi í hug að mótmæla Kárahnjúkavirkjun.

Nú eru uppi einhverjar hugmyndir um að hefja rannsóknir á Torfajökulssvæðinu (semsagt að Fjallabaki) með tilliti til jarðvarmavirkjana. Það þýðir ekki endilega að verði virkjað en það þýðir jafnframt að það svæði hefur eigi verið útilokað frá slíku. Sýnir það í vorum huga enn frekar þörfina á að ákveða á hvaða svæðum þar sem unnt er að virkja skuli samt ekki virkja og hvar sje í lagi að virkja.

Vjer erum hinsvegar ekkert sjerstaklega bjartsýnir á að þessi mál komist á hreint á næstunni sje horft á stjórnmálaflokkana. Eins og Hakuchi benti á er afstaða Samfylkingar í þessum málum síbreytileg og hún er raunar klofin. Í grófum dráttum virðist samfylkingarfólk á SV-horninu á svipaðri línu og Vinstri grænir en samfylkingarfólk úti á landi miklu hlynntara virkjunum. Vinstri grænir eru á móti nánast öllum virkjunum, Framsókn virðist vilja virkja allt en vjer erum óvissir um Sjálfstæðisflokkinn - hann gæti jafnvel verið eitthvað klofinn þó eigi sje það komið upp á yfirborðið. Hann er þó almennt hlynntur virkjunum.

Viðbót: Þetta er óvart allt í einu orðinn þvílíkur langhundur að líklega hefðum vjer átt að rita um þetta fjelagsrit...

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 27/9/06 23:21

Ertu búinn að ráða Úlfamanninn sem einkaritara?

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 27/9/06 23:34

Ef svo er, þá kenndi hann honum fyrst að nota greinaskil.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 27/9/06 23:40

Nei maður má víst ekki grínast í Forsetanum.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 27/9/06 23:48

Það má alveg gantast við Forsetann... bara ekki honum

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 28/9/06 12:46

Það er auðvitað út í hött að þessi mótmæli verði til þess að hætt verði við framkvæmdir. Að sjálfsögðu hefur forseti vor á réttu að standa t.d hvað Hjörleif Gutt varðar. Það voru flölmargir sem héldu því fram að þarna væri ákaflega ómerkilegt svæði. Ég held hinsvegar að ráðamenn þjóðarinnar hugsi sig tvisvar um áður en þeir ráðast í fleiri slíkar framkvæmdir ef menn snúast strax til varnar og mótmæla. Það hefur tekið alltof langan tíma fyrir Íslendinga að ná áttum og sjá hvað þarna er í gangi. Sé Úlfamaðurinn heilvita manneskja eins og hann fullyrðir
þá er hann alla vega með þeim bjartsýnni sem ég veit um og gerir sér ekki grein fyrir því að það sama er ekki hægt að segja um stjórnmálahyskið sem samþykkti gjörninginn. Það eina sem ég gæti séð jákvætt við þetta væri það að hægt væri að breyta þessu í lyfjafabrikku.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kristján IX 28/9/06 14:22

Þið eruð öll meira og minna kjánar sem hérna hafa skrifað. Ég fæ ekki séð að þetta landsbyggðarflæmi skipti neinu máli til eða frá. Aldrei fer ég þangað, nema til að sýna einhverjum útlendingagreyum Gullfoss, í mesta lagi. Svo éta pulsur og ís í Eden.

Það má virkja þetta allt fyrir mér, en mér væri líka nokkuð sama þó að byggð legðist af þarna úti á landi. Skil ekki hvernig fólk nennir að húka þarna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 28/9/06 21:11

Hvern andskotann ertu að bögglast við að segja?
Eru allir kjánar sem hafa aðrar skoðanir en þú?
Að mínu mati ertu vanviti að fá þér pulsu í Eden en ekki í Select við Vesturlandsveg.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 28/9/06 21:26

Kristján IX mælti:

Þið eruð öll meira og minna kjánar sem hérna hafa skrifað. Ég fæ ekki séð að þetta landsbyggðarflæmi skipti neinu máli til eða frá. Aldrei fer ég þangað, nema til að sýna einhverjum útlendingagreyum Gullfoss, í mesta lagi. Svo éta pulsur og ís í Eden.

Það má virkja þetta allt fyrir mér, en mér væri líka nokkuð sama þó að byggð legðist af þarna úti á landi. Skil ekki hvernig fólk nennir að húka þarna.

Það er satt, við erum öll meira og minna kjánar og þetta landsbyggð skiptir engu máli, hvað svo sem það nú er.

En pulsur. ÞETTA HEITA PYLSUR ÖRVITINN ÞINN!

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Siggi 28/9/06 21:27

Það eru líka rosalega góðar pylsur í Olís á Reyðarfirði. Með áltómatsósu og álsteiktum.mmmmmm
‹strýkur sér um magann og hugsar til Austurlands[s]›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 28/9/06 21:28

Djöfull ertu sætur Siggi.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 28/9/06 21:29

Er þetta hann Siggi sæti?

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Siggi 28/9/06 21:29

Þú ert líka nokkuð myndarlegur sjálfur
‹blikkar augunum og klórar sér í pungnum›

LOKAÐ
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: