— GESTAPÓ —
Hagyrðingamót í Baggalútíu
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 7, 8, 9 ... 143, 144, 145  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 17/9/06 23:52

Núna væri til dæmis við hæfi yrkisefni væru orðin ljós.

‹Starir þegjandi út í loftið›

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 18/9/06 12:26

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

(18/9 12:08)

Biðst innilegrar velvirðingar á slóðaskapnum. Af óviðráðanlegum orsökum var ég staddur fjarri tiltækum nettengingum frá föstudagsmorgni þartil núna áðan...
Hagyrðingamót í minni umsjá getur þvímiður ekki orðið fyrren í fyrsta lagi annað kvöld, 19.09.

Yrkisefnin yrðu þá eftirfarandi :

--------------------------------------------------
1) Kynning ellegar kveðja
2) "Hnattrænt séð" - staða heimsmála
(hnattvæðing, loftslagsmál, stríð & friður os.frv.)
3) "Þegar ég hitti... " - kynni af frægu fólki
(má gjarnan vera uppspuni með sannleiksívafi)
4) Öfugmælavísur
5) Tilkynnt við upphaf móts
------------------------------------

Þeir sem vilja mæta í kvöld mega það að sjálfsögðu - ef varastjórnandi finnst (vísa þá á Skabba tilað útnefna hann). Bið ykkur aftur að afsaka lélega frammistöðu.

- z n ó j -

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 18/9/06 16:08

Skaðar það nokkurn að fresta? Ég sný mér að minnsta kosti bara að drykkju í kvöld í staðinn.
En hvað er að gerast hér? Talar Z. Natan Ó. Jónatanz í gegnum Offara?

‹Klórar sér í hausnum og skilur ekki neitt í þessari miðilssamkomu.›

Skammkell sýra. Æsti prestur og Guðafræðingur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 18/9/06 22:14

Tjah, nú kom sér illa að hafa ekki tiltækan varastjórnanda. En, ég var að spreyta mig á einu yrkisefninu:

3) "Þegar ég hitti... " - kynni af frægu fólki

Eitt sinn fór ég út að labba
á unaðsfögrum sumardegi
og mann sem heilsað hefur Dabba
hitti ég á Laugavegi.

En, ég geri bara nýja þegar mótið verður aldið.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

G ó ð a k v e l d i ð - & verið velkomin á 3. hagyrðingamótið hér á Gestapó !
Líktog fram hefur komið héraðofan, biðst undirdritaður umsjónarmaður velvirðingar á frestun þeirri er orðið hefur af ófyrirséðum orsökum. Vonast er til þess að þetta komi sér ekki illa fyrir þá sem hugðust leggja leið sína hingað í gærkveldi. Annars er þá bara að mæta tvíeflis til næsta móts.

Hugar- -yrðings hag- nú -rót
hefst á loft í anda;
orða- hefjum upp vor -spjót
& yrkinganna branda.
Kvæða- sett er -manna mót,
meina sé það allra bót;
vel skal hver sig vanda.
Vinir... hefjumst handa !

- z n ó j -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 19/9/06 22:02

Hakuchi Kom með þá hugmynd að fá smá sögu á undan kvæðinu. Hlebbi fór heldur illum orðum um vin minn Herbjörn Hafralóns, sem varð til þess að ég orti illskeyttann níð um níðskáldið. Ef saminn er níður um níðskáld má búast við að níður komi til baka, en í millitíðinni samdi eitt af mínum aukaegoum þjóðsöng nasistahreyfingarinnar, kvæðið olli getgátum og deilum og einhverra hluta vegna féll grunur á hlebba um þann verknað. Frekar en að reyna verjast þessum ásökunum fór hann í felur og ransakaði málið á eiginn spýtur. Því hafði hann ekki tima til að svara þessu, því ætla ég að svara í hans stað og nota þennann níð sem kynningu enda raunsönn lýsing.

Fíflið sem að Framsókn kaus
fúlar vísur yrkir.
Offari sá ylduhaus
orðaflaum sinn virkir.

Leiktu þér við legoið
láttu annað vera.
Ljótt þitt aukaegoið
ógeð var að gera.

Haltu kjafti hálfviti
heilabú þitt er jú.
Kolruglaður kálbiti
klaufabárður ert þú.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Sæll vertu Offari... Gott mál - ég valdi nú einmitt þriðja yrkisefnið með það í huga að sögukorn gætu fylgt. Kannski spurning um að velja smærra letur, t.d. 11 punkta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 19/9/06 22:09

Einu sinni sem oftar komst það til tals að skella sér í gjánna í Mývatnssveit. Ekki gátum við Jói hugsað okkur að fara án hans Óla okkar, enda er hann rauðhærður með eindæmum ‹skellir upp úr› Nú, við fórum niður til hans ásamt sparisjóðsstjóranum og vöktum hann, hann hafði drukkið aðeins af bjór dagana á undan og var frekar lítið hress. Nú við fórum að troða drasli í poka fyrir hann Óla okkar og spurðum hann hvort hann ætlaði að taka með sér stuttbuxur. Það er ekki til siðs að brúka nokkurn fatnað þegar baðast er í gjánni og brást Óli hinn versti við "Heldurðu að ég sé einhver stuttbuxnahommi?"

Datt mér þá hug þessi vísa:

Óli minn í Merki ber
mestann allra hróka.
Sérdeilis hann ekki er
öfugmaður bróka.

‹sýpur á ölinu›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Þá er Útvarpsstjóri kominn í hús - takk fyrir það. Rétt er svo að minna á

YRKISEFNI KVÖLDSINS :
--------------------------------------------------
1) Kynning - ellegar kveðja
2) "Hnattrænt séð" - staða heimsmála
(hnattvæðing, loftslagsmál, stríð & friður os.frv.)
3) "Þegar ég hitti... " - kynni af frægu fólki
(má gjarnan vera uppspuni með sannleiksívafi)
4) Öfugmælavísur
5) Krassandi matseðill - ellegar Mataruppskrift
------------------------------------

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 19/9/06 22:11

Ég er Billi bilaði
Í bragfræði var slingur
En skáldgáfunni skilaði
Og skipti fyrir glingur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 19/9/06 22:14

Komið sælir kraftamenn,
kæru vinir góðu.
Dauður mun ég ekki enn,
þó yrki mest í hljóðu.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Vér bjóðum hingað velkominn afar álitlegan nýliða - komdu fagnandi, Billi bilaði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

hlewagastiR mælti:

Kynning:
Ég er kátur kvennabósi
komið hef ég víða
bæði í fjárhúsi og fjósi
fengið hef að ríða.

Sjálfum sér líkur & margra manna/kvenna maki; dömurmínar & herrar: h-l-e-w-a-g-a-s-t-i-R

Frábært. Hinkrum aðeins & vitum hvort ekki bætast fleiri í selskapinn. Þeir sem mætt hafa á fyrri hagyrðingamót þurfa ekki endilega að kynna sig, en vel er við hæfi að hefja leik á hnyttinni kveðju...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 19/9/06 22:21

Vargöldinni valdið hefur
veruleikafyrrtur Runni.
Því dæmist best, þá dóninn sefur,
að drekkj’onum í olíunni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Menn eru rólegir í kvöld - en engu að síður hlutfallslega afar góðmennt...
... hér er eitt heimsósómakvæði sem ég setti saman í tilebbni kveldsins:

Stefnir allt í kaldakol;
klén er mannsins gáfan.
Brestur friðar-burðarþol,
bilun hrjáir páfann.

Stefnir allt í kaldakol,
kulnar friðartýran.
Bráðum rífur heim á hol
helsprengjan frá Íran.

Stefnir allt í kaldakol;
klárt, þótt hugann þjálfir.
Heimsins böl & handaskol
hýsa menn víst sjálfir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 19/9/06 22:26

Pirrar hnött minn páfaorð
plagar trúleysingja
Illsku var þar bætt á borð
brjálað liðið vill nú morð.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 19/9/06 22:27

Vissi ekki af þessu

Kæru vinir kem ég hingað seint
klappa vildi frauku minni lengur
hvað þar skeði, frá ei get ég greint
(en góður var og langur þessi flengur*)

* hraður sprettur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Takk fyrir það, Offari. Einsog sjá má er veröldin að fara til fjandans - en við reynum að gera okkur mat úr því. Já, & hjartanlega velkominn Isak - tímasetningin fór í klúður vegna vandræða undirdritaðs.

YRKISEFNI KVÖLDSINS :
--------------------------------------------------
1) Kynning - ellegar kveðja
2) "Hnattrænt séð" - staða heimsmála
(hnattvæðing, loftslagsmál, stríð & friður os.frv.)
3) "Þegar ég hitti... " - kynni af frægu fólki
(má gjarnan vera uppspuni með sannleiksívafi)
4) Öfugmælavísur
5) Krassandi matseðill - ellegar Mataruppskrift

- z n ó j -
        1, 2, 3 ... 7, 8, 9 ... 143, 144, 145  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: