— GESTAPÓ —
Á hvað SPILIÐ þér?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 17/9/06 02:29

Ég gaula fjandi vel þó ég segi sjálfur frá og ég kann grunngrip og get gaulað með þeim enda liðtækur í partý...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 17/9/06 02:35

Og afhverju höfum við ekki hisst og gaulað ?

Hvæsi hefur spilað á gítar í 15 ár og gaulað í grilljón partíum og útihátíðum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 17/9/06 02:36

Ég var í hinum partýunum... ‹Glottir eins og fífl›
Annars væri gaman að fá sér bjór og gaula!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 17/9/06 02:37

Talandi um bjór. ktssss
Skál !

Smá konni á kantinum hérna megin.

xT

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 17/9/06 02:39

Hvernig er það, eigum við ekki að setja saman einhvert project fyrir næsta Gestapóhitting til að skemmta mannskapnum?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 17/9/06 02:40

‹Ljómar upp›

Ertu að tala um að fara í strápils og dansa húla húla ?‹Ljómar upp›

Jú það er ekki vitlaus hugmynd, nóg er af skáldunum hérna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Myrkur 17/9/06 02:43

Og svo virðist vera fullt af bærilegum hljóðfæraleikurum.

Ef númer dýrsins hefði verið 14. Þá hefði það aldrei orðið vinsælt.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hörgull Eystan 17/9/06 10:10

Ívar Sívertsen mælti:

heheh já! Ég spilaði eitt sinn á bassa í hljómsveit!

Það þarf ekkert að kunna til að spila á bassa. Eins og allir vita þá verða flestar hljómsveitir til svona:
"Hey! Stofnum hljómsveit. Ég og Gummi verðum á gítar. Siggi verður á trommum. Palli hefur verið í tónlistarskóla svo hann verður á hljómborð. En þú kannt ekkert svo þú verður á bassa."

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 17/9/06 16:02

Sæl öll. Ég á nú einhvers staðar gítar, hvað ætli hafi orðið af honum?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 17/9/06 17:22

Hörgull Eystan mælti:

Ívar Sívertsen mælti:

heheh já! Ég spilaði eitt sinn á bassa í hljómsveit!

Það þarf ekkert að kunna til að spila á bassa. Eins og allir vita þá verða flestar hljómsveitir til svona:
"Hey! Stofnum hljómsveit. Ég og Gummi verðum á gítar. Siggi verður á trommum. Palli hefur verið í tónlistarskóla svo hann verður á hljómborð. En þú kannt ekkert svo þú verður á bassa."

Veistu, ég þekki þó nokkra fantagóða gítarleikara sem gáfust upp á bassanum af því þeim þótti hann svo erfiður. Sjálfur skilgreini ég mig sem bassaeiganda nú orðið...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég spila á bassa! Túban er jú bassahljóðfæri. Ekkert mál að taka bassagítarriff á hana, eftir því sem ég hef heyrt. Auk þess get ég spilað bæði H og B á mitt hljóðfæri.. ‹Stekkur hæð sína›

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Myrkur 17/9/06 20:35

Hörgull Eystan mælti:

Það þarf ekkert að kunna til að spila á bassa. Eins og allir vita þá verða flestar hljómsveitir til svona:
"Hey! Stofnum hljómsveit. Ég og Gummi verðum á gítar. Siggi verður á trommum. Palli hefur verið í tónlistarskóla svo hann verður á hljómborð. En þú kannt ekkert svo þú verður á bassa."

Og þessar hjólmsveitir eru allar heimsfrægar í dag.

Ef númer dýrsins hefði verið 14. Þá hefði það aldrei orðið vinsælt.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 17/9/06 20:58

Viskíkút. Þarf að sjálfsögðu að tæma hann fyrst, sem leiðir til þess að lítið verður af spiliríi.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hörgull Eystan 18/9/06 09:24

Myrkur mælti:

Og þessar hjólmsveitir eru allar heimsfrægar í dag.

Æ, ég var búinn að gleyma því að sumir halda að menn spili á hljóðfæri til að verða heimsfrægir. Reyndar hélt ég að það væri bara grunnskólahugsunarháttur, en svo virðist ekki vera.

Flestir sem ég veit um spila reyndar á hljóðfæri til þess að búa til tónlist. Skapa.

Heimsfrægðarhugmyndir eru í þeirra augum barnalega hlægilegar.[/s]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 18/9/06 11:31

Rýtinga Ræningjadóttir mælti:

Ég spila á bassa! Túban er jú bassahljóðfæri. Ekkert mál að taka bassagítarriff á hana, eftir því sem ég hef heyrt. Auk þess get ég spilað bæði H og B á mitt hljóðfæri.. ‹Stekkur hæð sína›

Það sem túban getur ekki aftur á móti er að spila 4 tóna í einu... það getur bassagítarinn.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úlfamaðurinn 18/9/06 12:22

Mig langar ofboðslega til að læra að spila á hljóðfæri. Mest af öllu langar mig til að semja klassíska tónlist en það kann ég ekki.

Úlfamaðurinn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 18/9/06 14:37

Rýtinga Ræningjadóttir mælti:

Ég spila á bassa! Túban er jú bassahljóðfæri. Ekkert mál að taka bassagítarriff á hana, eftir því sem ég hef heyrt. Auk þess get ég spilað bæði H og B á mitt hljóðfæri.. ‹Stekkur hæð sína›

Ertu til í að spila í kirkjunni?

Það verður þá loksins hægt að flytja H moll messuna. Það var ekki hægt meðan hér var bara B og Bes fólk.

Skammkell sýra. Æsti prestur og Guðafræðingur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 18/9/06 17:15

Síra Skammkell mælti:

Rýtinga Ræningjadóttir mælti:

Ég spila á bassa! Túban er jú bassahljóðfæri. Ekkert mál að taka bassagítarriff á hana, eftir því sem ég hef heyrt. Auk þess get ég spilað bæði H og B á mitt hljóðfæri.. ‹Stekkur hæð sína›

Ertu til í að spila í kirkjunni?

Það verður þá loksins hægt að flytja H moll messuna. Það var ekki hægt meðan hér var bara B og Bes fólk.

Segðu... Það er líka þess vegna sem messan sú er aldrei flutt í henni ammríku því þeir hvá bara og segja að H sé ekki tónn og halda því í kjölfarið að þetta sé eitthvert sprellstykkið eftir PDQ BACH!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: