— GESTAPÓ —
Tilfinningar mannsins
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 26/8/04 20:39

Getur verið að "sálin" sé ekki til. Að við séum bara efnafræði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 27/8/04 10:43

Það eru margir sem trúa því. Sérstaklega þar sem margar af þeim tilfinningum sem maðurinn upplifir hafa verið útskýrðar í gegnum efnaferla ensíma og hormóna. Slík raunsæisstefna á ekki við alla og ófáir vilja halda í rómantíkina sem liggur á bak við leyndardóma sálarinnar. Það er allt í lagi að trúa á sálina þótt maður viti hvað liggur að baki. Þetta er meira hugmyndafræði heldur en annað. Er ekki viss en ég hugsa að félagsfræðin myndi fjalla um þetta sem samfélagslegt viðmið eða norm.

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Númi 27/8/04 22:15

Æi - sumt er bara ofvaxið skilningi mannskepnunnar. Einhver svör við þessum og svipuðum spurningum gætuð þið þó fundið í væntanlegu fræðiriti Baggalúts sem allt stefnir í að komi út innan skamms.
‹Lítur á úrið sitt og hugsar um kafla 3.2. sem enn er óskrifaður›
Segjum flest bendir til...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 28/8/04 01:01

Er sálin ekki bara í búsinu og kláminu?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 28/8/04 01:42

Hóras mælti:

... margar af þeim tilfinningum sem maðurinn upplifir hafa verið útskýrðar í gegnum efnaferla ensíma og hormóna ...

Já auðvitað er það svoleiðis.
Sálin er bara til í kveðskap og brennivíni. ‹Fær sér brennivín og yrkir um sálina›

Ísland úr NATO og herinn burt!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 28/8/04 08:31

Og ekki er það slæmur staður til að vera á...ég öfunda sálina

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 28/8/04 11:12

Ef þið viljið rannsaka sálina þá finnið þið hana á tónleikum Sálarbróður númer eitt, James Brown, í Höllinni í kveld.

Hann ætti að geta frætt ykkur um Sál.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 28/8/04 12:01

‹rannsakar sál vambans sem liggur dauðadrukkin inni í búri›

hmm... Þetta virðist ekki vera nein efnafræði...

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 28/8/04 13:31

Hakuchi mælti:

Ef þið viljið rannsaka sálina þá finnið þið hana á tónleikum Sálarbróður númer eitt, James Brown, í Höllinni í kveld.

Hann ætti að geta frætt ykkur um Sál.

Góður punktur. ‹Fer að hugsa um tónistarþerapíu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úlfamaðurinn 29/5/06 16:23

HVAÐA MANNS?

kær kveðja,

Úlfamaðurinn,

matrixs@mi.is

        1, 2
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: