— GESTAPÓ —
Hlustun á "Pabbi þarf að vinna" á meiri hraða!
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 23/9/05 13:16

Ég uppgötvaði ótrúlegan fítus í Windows Media Player - í honum er hægt að hlusta á lög á auknum hraða án þess að raddir skríplist. Gæðunum hrakar auðvitað en þó ekki svo herfilega.

Ég hef þessvegna verið að leika mér að hlusta á "Pabbi þarf að vinna" með breyttum hraðastillingum og það er alveg frábært.

Til að virkja stillinguna þarf að velja: View - Enhancements - Play speed settings
Þá fær maður upp sniðugan kvarða þar sem maður getur stillt hraðann, (1 er eðlilegur hraði)

Eftir að hafa fiktað í þessu fram og til baka eru hérna mínar tillögur að hraðaprófunum og varatillögur innan sviga.

Settu brennivín í mjólkurglasið vina 1.2 (2.0)
Kallinn 1.7
þeir stífluðu dalinn minn 2.0
Pabbi þarf að vinna í nótt 1.4
Hún er stúlkan mín 1.4 (0.5)
Þú komst aldrei aftur til mín 1.7
Kaffi og sígó 2.0
Uppi í sveit 1.7
Langferðavörubifreiðastjórinn 1.4
Toggi og Hulduhóllinn 1.2
Jodilei 2.0
Öskjuhlíð 1.2
Á morgun skríð ég aftur 1.4
Yfirvararskegg 1.4
How do you like Iceland 1.7
Söknuður 2.0

Með þessu móti getur maður hlustað 30% oftar á diskinn á sólarhring!
‹Ljómar upp›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 23/9/05 13:22

Næst að komast að því hvaða skilaboð liggja í disknum sé hann spilaður afturábak. ‹Leggst í vísindarannsóknir›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 23/9/05 13:56

Ef fólk hefur fleiri tillögur að hraðastillingum þá væri gaman að fá þær hingað!

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 24/9/05 20:30

Hraðastillingar!? ‹Ljómar upp›
‹dundar sér við að prófa öll möguleg lög á öllum mögulegum og ómögulegum hraða›

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 24/9/05 20:40

Texi Everto mælti:

Ég uppgötvaði ótrúlegan fítus í Windows Media Player - í honum er hægt að hlusta á lög á auknum hraða án þess að raddir skríplist. Gæðunum hrakar auðvitað en þó ekki svo herfilega.

En það getur líka verið skemmtilegt að raddir skríplist - ætli það sje hægt... ‹Fær nostalgíukast og minnist löngu liðinna tíma með segulbandstæki með stillanlegu viðnámi er bætt var við til að geta breytt upptökuhraða›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 24/9/05 21:03

Vladimir Fuckov mælti:

En það getur líka verið skemmtilegt að raddir skríplist - ætli það sje hægt... ‹Fær nostalgíukast og minnist löngu liðinna tíma með segulbandstæki með stillanlegu viðnámi er bætt var við til að geta breytt upptökuhraða›

‹minnist vínilplötuspilarans (sem súg heldur að sé ónýtur) og hraðastillinganna á honum›

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 27/9/05 13:26

Nákvæmlega, mikið lagði maður upp úr því að prófa hraðastillinn á plötuspilaranum. Sum lög fá einhvern veginn annað andrúmsloft og annað yfirbragð ef þeim er hraðað eða hægt á þeim.

Hins vegar þá varðandi lög afturábak þá komst ég að því um daginn að lag Emils Thoroddsen, hver á sér fegra föðurland, hefur á kafla sama hljómagang og þjóðsöngurinn afturábak.
‹hallar sér aftur í skrifstofustólnum og klappar kettinum að hætti Blofelds; "Ah, Mr. James Bond, ... double o something I presume"›

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 18/1/06 17:51

‹Telur þetta skemmdarverk›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 19/1/06 08:02

Vladimir Fuckov mælti:

Texi Everto mælti:

Ég uppgötvaði ótrúlegan fítus í Windows Media Player - í honum er hægt að hlusta á lög á auknum hraða án þess að raddir skríplist. Gæðunum hrakar auðvitað en þó ekki svo herfilega.

En það getur líka verið skemmtilegt að raddir skríplist - ætli það sje hægt... ‹Fær nostalgíukast og minnist löngu liðinna tíma með segulbandstæki með stillanlegu viðnámi er bætt var við til að geta breytt upptökuhraða›

Það er ekkert mál með svokölluðum hljóðvinnsluhugbúnaði. Einnig væri það hægt þó tímafrekt teljist að klippa út óæskilegar hljóðmyndanir frá bókstaf sem ekki verður nefndur í þessum texta.

GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Úlfamaður 29/5/06 15:02

Hef aldrei heyrt ´pabbi þarf að vinna á meiri hraða´

Úlfamanninum læðist að sá grunur að hér sé í raun að fara fram e.k. dulbúin umræða um kynlíf. Úlfamaðurinn sér fyrir sér miðaldra karlmann sem stundar kynlíf við unga konu, og eftir hverja fullnæginguna á fætur annari mælir unga konan ´æi pabbi ekki meiri hraða´, en í þessu tilfelli bara svo að viðkvæmir verði ekki fyrir sárindum, er hugtakið ´pabbi´leyninafn þess sem stundar kynlífið. Úlfamanninum er skiljanlega spurn hversu lengi þessi fulardulli ´pabbi´hefur stundað kynlíf með téðum aðila, og hver konan eða stúlkan sé, og geti nú menn......og sendi Úlfamanninum nokkrar tillögur,

kær kveðja,

Úlfamaðurinn,

matrixs@mi.is

» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: