— GESTAPÓ —
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 5/5/06 15:51

Hámark lítilmennskunnar! Þvílíkt skítseiði. Dingli litli er svo hneykslaður að engin orð ná yfir það.
Þau ykkar sem ekki skiljið ástæðuna eftir að hafa lesið þessa frétt - ja, við því er þá ekker að gera.

Innlent | mbl.is | 5.5.2006 | 12:08

Segist ekki hafa verið við stýrið

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segist ekki hafa verið við stýrið þegar skemmtibáturinn Harpa steytti á skeri á Viðeyjarsundi á síðasta ári með þeim afleiðingum að karl og kona létu lífið. Þetta kom fram þegar aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í máli sem ákæruvaldið höfðaði gegn Jónasi.

Fram kom í fréttum NFS, að Jónas hafi við skýrslutöku í morgun borið að hann hefði verið við stýri bátsins framan af. Matthildur Harðardóttir hefði síðar tekið við skipstjórn og verið við stýrið þegar báturinn lenti á skerinu. Matthildur og sambýlismaður hennar létust í slysinu.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 5/5/06 16:08

Ég var að heyra það í fréttum að læknir taldi ólíklegt að Jónas hefði fótbrotnað svona illa hefði hann verið við stýrið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Ég veit það ekki. Sjálfum þætti mér það nú næg refsing að bera ábyrgð á dauða tveggja manneskja sem voru nákomnar mér. Ef hann er nógu lítill í sér til að reyna að ljúga til að milda dóminn, þá efast ég um að vist í steininum eigi eftir að bæta hann á nokkurn hátt.

Sir Bjargmundur Svarfdal frá Keppum KBE • Nefndarmálaráðherra og Utanríkismálaráðherra Baggalútíu • Stórriddari Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 5/5/06 17:46

Þetta er ákaflega sorglegt mál.

Þó tel ég alveg öruggt að Jónas muni ekki komast undan refsingu fyrir þessa atburði.

Úr siglingalögum:

7. gr. Skipstjóri annast um að skipi sé stjórnað ...

238. gr. Ef skipstjóri hefur orðið valdur að skipstrandi, árekstri eða öðru sjóslysi með yfirsjónum eða vanrækslu í starfi sínu varðar það sektum, [fangelsi allt að fjórum árum].1)
Ef skipstjóri neytir áfengis eða fíkniefna með þeim hætti að hann reynist ófær um að gegna starfi sínu á fullnægjandi hátt varðar það sektum eða [fangelsi allt að tveimur árum].1)
...

Tæknilega séð þá er Jónas skipstjórinn í upphafi sjóferðarinnar og ber ábyrgð á stjórnun bátsins. Þá ábyrgð sína getur hann aðeins framselt til hæfs aðila. Framsal til óhæfs aðila er ólögmætt og getur valdið báðum refsiábyrgð, þeim sem framselur stjórnina og þeim sem við stjórninni tekur. Hafi sá/sú sem við stýrinu tók verið óhæf/óhæfu til stjórnunar bátsins er framsalið átti sér stað verður að meta það Jónasi til sakar.

Jafnframt þá kann hegðun Jónasar eftir slysið að verða metin honum til refsingar.

Svo má ekki gleyma hegningarlögunum:

215. gr. Ef mannsbani hlýst af gáleysi annars manns, þá varðar það sektum …1) eða fangelsi allt að 6 árum.

Hér snýst þetta hreinlega um gáleysismat. Það er hvort það hafi verið gálaust af Jónasi að 1) fara í sjóferðina án þess að gera ráðstafanir til að annar hæfur aðili gæti tekið við skipstjórninni, 2) að drekka sig fullan og þar með missa hæfi sitt sem skipstjórnandi, 3) að fá öðrum stjórnina (ef það er þá satt að hann hafi ekki sjálfur verið við stýrið) sem hann mátti gera sér grein fyrir að hefði ekki hæfi til að stýra bátnum. Ég held að þetta sé tiltölulega einfalt.

Og orsakakeðjan er nokkuð ljós, ef hæfur aðili, þá á ég við ódrukkinn aðili með reynslu af skipstjórn og lestri sjókorta, hefði verið við stjórnvölinn þá hefði ekki verið siglt á þetta sker. Það er merkt á sjókortum. Það eru þarna baujur sem vanir sjófarendur vita hvað þýða og haga siglingunni eftir því.

Ég held að í þessu máli kristallist á vissan hátt ákveðinn raunveruleiki sem Íslendingar hreinlega virðast ekki meðtaka. Við sjáum þetta á snjósleðamönnum sem taka fífldjarfar ákvarðanir, drukknir og ódrukknir, bara rétt eins og náttúruöflin nái ekkert til þeirra. Þeir keyra þessa blessuðu sleða sína yfir jökla eins og andskotinn burtséð frá sprungum, rétt eins og þyngdaraflið eigi bara ekki við um þá eftir að þeir hafa sest upp á sleðana. Og svo þegar þeir lenda í sprungu eða óveðri þá skilja þeir bara ekkert í því að það skuli koma fyrir þá. Þetta á líka við um þá sem eru að leika sér að því að keyra hratt á götunum. Samanber snillingana sem voru í sjónvarpinu um daginn að tala um kvartmíluna og sögðust bara ætla að fara í spyrnu á götunum ef þeir fengju ekki kröfum sínum framgengt. Skeyta engu um líf annara vegfarenda, bara eins og þeir verði ódauðlegir við það eitt að fá bílpróf og setjast undir stýri. "Miðflóttaafl" er fyrir þeim bara eitthvað hugtak úr eðlisfræðinni. Alveg þangað til það tekur af þeim stjórnina, slengir bílnum utan í vegg og steindrepur þá. Og þá hafa þeir lært lexíu, en því miður, nemandinn er dauður og getur ekki beitt hinni nýfengnu vitneskju sér til bjargar.

Sama er í þessu máli. Fólk gerir bara ekki ráð fyrir að það séu sker og grynningar þar sem það siglir, það bara fer um borð í fína bátinn og þá þarf ekkert að hugsa um það meira, bara gefa vélinni vel inn, opna vínflöskurnar og skála fyrir sjóferðinni.

Því miður er raunveruleikinn annar.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 5/5/06 22:23

Voff var fljótur að átta sig á staðreyndum málsins.
Það sem flaug í gegnum huga minn á þeim örfáu sekúntum sem tók mig að lesa greinina og gerði mig samstundis foxillan var þetta: Jónas er eigandi bátsins og skipstjóri, það er því hann sem tekur þá ákvörðun að fara í þessa siglingu.
Hann er drukkinn. Að formaður sjómannasambands íslands sé siglandi skemmtisnekkju fullur, finnst mér álíka geggjað og að Óli H. Þórðar væri að leika sér fullur á jeppanum upp í sumarbústað eða að formaður íslenskra flugfélaga, ef slík samtök væru til, væri að fíflast drukkin á einkavélinni sinni. Auðvitað á engin að gera slíkt og Voff nefnir gott dæmi í sambandi við vélsleðana. En að maður í þessari stöðu skuli láta það spyrjast að hann sé drekkandi áfengi meðan hann stjórnar skipi á siglingu er útúr korti.
Það skiptir engu máli hver var við stýrið, skipstjórinn ber alla ábyrgð á stefnu þess og hraða og það var hann sem var við stjórn.
Það eru þarna sker og boðar og hann hlýtur að hafa sett stefnuna þegar farþeginn tók við og varað hann við hættunum.
Vanur maður ekki síst í eigin bát verður undireins var við sefnubreytingu þó hann sé neðanþilja. Á þröngu sundi þar sem stutt er í hættur, drukkinn farþegi við stýrið, myrkur og hraði mikill er það beinlínis geggjað ef skipstjórinn sest rólegur niður í lúkar og tekur ekki eftir neinu fyrr en trogið siglir á fullri ferð upp á sker.
Og hvað með framhaldið? Hversvegna var ekki reynt að kalla strax á hjálp? Var reynt að komast undan á mölbrotnum báttnum líkt og þegar drukkinn ökumaður reynir að stinga af? Og hver tók þá ákvörðun? Farþeginn við stjórnvölin sem svo drukknar niður í lúkar?
Regla númer eitt er að koma öllum upp á þilfar búa þá þeim björgunarbúnaði sem til er og kalla á hjálp.
Er það virkilega satt að bátur í eigu forustumanns sjómannasamtaka hafi verið skráður erlendis til að komast mætti hjá því að búa hann þeim björgunarbúnaði sem íslensk lög krefjast.
Það má vera að það sé ljótt að vera með getgátur sem þessar þegar hörmulegt slys hefur átt sér stað, en eitt er alveg klárt, Jónas ber alla ábyrgð á þessari för frá upphafi til enda.
Að hann skuli svo mikið sem reyna að koma hluta ábyrgarinnar sem hann sannarlega á einn yfir á vinafólk sitt, konu sem ásamt manni sínum missti lífið vegna heimskulegra hegðunar hans sjálfs, gerði dordingul greyðið alveg snælduóðan á stundinni.
Að vera ekki maður til að taka fulla ábyrgð á þeirri atburðarás sem leiddi til þessa hörmulega slyss, atburðarás sem hann var stjórnandi að, og mæta með læknisvottorð fyrir rétti í þeim tilgangi að koma sök yfir á konuna sem fórst er að gera dingla svo reiðan á ný að hann verður að hætta til þess að nálægir hlutir skemmist ekki.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ólafía 6/5/06 11:59

Jo, stórmenni er hann ekki. Ég þekki og hef ávallt þekkt mörg stórmenni. Ég þekki hann ekki og því getur hann vart verið mikið stórmenni, þó að hvort hann sé lítilmenni þori ég ekki að segja til um.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dula 6/5/06 21:55

Eruð þið að lítilækka lítilmennina?

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rindill 27/5/06 21:44

Margur er smár þótt hann sé knár.

LOKAÐ
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: