— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 26/5/06 22:34

Þar sem upphaflegi þráðurinn hefur fallið í gleymsku, þrátt fyrir ýtrekaðar tilraunir ýmissa aðila til að endurvekja hann taldi ég skynsamlegt að stofna nýjan þráð undir þennan leik.

Fyrir þá sem muna ekki eftir/tóku ekki þátt í gamla leiknum snýst þetta út á að hlusta á lög, gagnrýna þau og koma svo með lag fyrir næsta mann til að hlusta á. Allt mögulegt með aðstoð www.yousendit.com . Endilega reynið að vera frumleg í lagavali, leikurinn snýst um að víkka sjóndeildarhring þáttakenda og því vita tilgangslaust að koma með lög sem allir þekkja. Gagnrýnin þarf ekki að vera nein ritgerð, skrifið bara það sem þið hafið að segja um lagið. Sniðugt er að láta einkunnargjöf fylgja.

Ég ríð þá á vaðið með desembarlagi hinnar ósigruðu sólar.

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Renton 26/5/06 23:24

Flott lag. Einfalt en ótrúlega flott undirspil, dularfullt og svona gamaldags-spennumynda-legt plús vögguvísa úr hryllingsmynd. Söngurinn er ótrúlegur og maður fer bara inn í annan heim við að hlusta á þetta. Fjórar og hálfa stjörnu af fimm fær þetta frá mér.

Næsta lag.

Cogito Ergo Cogito
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 27/5/06 03:59

Sundurskorið en öflugt gítarriff rekur lagið áfram, söngurinn er flottur og raddanir vel heppnaðar. Bassann varð ég ekki mikið var við, og trommutakturinn stal ekki senunni en var þó flottur. Lagið er einhvers staðar á milli þess að vera blús og heavy metall og virðist sú blanda virka þónokkuð ágætlega. Þó að lagið hafi verið fjórar mínútur virtist það hafa verið búið strax. Mjög skemmtilegt. 4/5

Evergrey - Unspeakable

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 29/5/06 01:06

Við fyrstu hlustun virðist lagið frambærilegt, en skilur þó ekkert sérstaklega mikið eftir sig. Líklega er það vegna þess að mér finnst að söngurinn mætti vera kraftmeiri. Hugsanlega er þar hljóðblönduninni um að kenna, en söngurinn rennur aðeins of mikið saman við undirspilið, sem er annars mjög vandað og þétt. Lengra gítarsólo hefði hins vegar alls ekki verið illa þegið.

3/5

Næst: Neil Young - Shock and Awe

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: