— GESTAPÓ —
Rökfræðiþrautir
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3 ... 84, 85, 86 ... 100, 101, 102  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 14/2/06 15:06

Eru 45° ekki miðaðar við jafnsléttu? Breitist heppilegasta horn ekki en maður (fallbissan) er ofar/neðar en skotmarkið?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 14/2/06 21:57

Ég vil fá að sjá skýrara dæmi með tölum og smá útreikningum.

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lev 16/2/06 10:44

Jæja, hér kemur eitt stærðfræðilegt svar.
Skjótum úr fallbyssu og g.r.f. að kúlan lendi í sömu hæð og hún byrjar í. Ef við skilgreinum hnitakerfi með 0-punkt í upphafspunkti kúlunnar (t=0 => (x,y)=(0,0)) þar sem t er tíminn í sek, þá má skrifa x-hnit og y-hnit kúlunnar svona (sem fall af tíma)
~ ~ ~ x(t) = V*cos(Ø)*t
~ ~ ~ y(t) = V*sin(Ø)*t – 0.5*g*t²
þar sem V er upphafshraði kúlunnar, Ø er skothornið og g er þyngdarhröðun jarðar. Við vitum að kúlan lendir þegar y=0, þannig að við getum fundið flugtíma kúlunnar
~ ~ ~ y = 0 = V*sin(Ø)*t – 0.5*g*t²
~ ~ ~ => t = 2*V*sin(Ø)/g
Setjum þetta inn í fyrstu jöfnuna og fáum vegalengdina sem kúlan fer (köllum hana s)
~ ~ ~ s = V*cos(Ø)* 2*V*sin(Ø)/g
munum svo að sin(2Ø) = 2sin(Ø)cos(Ø), fáum því
~ ~ ~ s = V²*sin(2Ø)/g
Núna viljum við hámarka þessa vegalengd með því að finna besta skothornið, diffrum því m.t.t. Ø
~ ~ ~ s(Ø)/dØ = 2*V*cos(2Ø)/g
og finnum núllstöð afleiðunnar til að finna besta skothornið, sjáum að nú þarf
~ ~ ~ cos(2Ø) = 0
~ ~ ~ Ø = arccos(0)/2 = 45°
Þar með er ljóst að kúlan fer lengst ef skothornið er 45°.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 18/2/06 02:18

Frabaert! Gaeti ekki verid skyrara og betra og eg er virkilega anaegdur med thig Lev.

‹Stekkur hæð sína›

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lev 19/2/06 01:32

Ég þakka pent fyrir hlý orð í minn garð hr. Jóakim ‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›
Ég set inn nýja þraut bráðlega, ef einhverjum leiðist biðin má viðkomandi grípa réttinn af mér

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lev 19/2/06 02:16

Ég er þá kominn með nýja þraut

Fimm manns fara inn á Sýrlenskan veitingastað. Þar sem þau eru ekki vön slíkum mat þekkja þau engan rétt á matseðlinum. Hver og einn pantar sér einn rétt, ekki endilega mismunandi. Þjónninn kemur svo með réttina og setur á mitt borðið, án þess að segja hvað er hvað.

Fólkið kemur aftur á staðinn tvisvar sinnum í viðbót og endurtekur leikinn, gerir þó ólikar pantanir. Eftir þessar þrjár ferðir á veitingastaðinn þá þekkir fólkið alla níu réttina af matseðlinum í sundur.

Hvernig þarf að samsetja pantanirnar svo þetta megi ganga upp?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 25/2/06 00:04

Geta þau ekki spurt þjóninn eins og eðlilegt fólk?

Allavega...
Þau gætu til dæmis byrjað á að panta
1 1 2 3 4
síðan
2 5 5 6 7
og endað á
3 6 8 8 9

#1 kom tvisvar 1. daginn - #5 kom tvisvar 2. daginn - #8 kom tvisvar 3. daginn
#2 kom 1. og 2. daginn
#3 kom 1. og 3. daginn
#6 kom 2. og 3. daginn
#4, #7 og #9 komu bara einu sinni, en á mismunandi dögum.

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lev 25/2/06 11:37

Já ég gleymdi náttúrulega að segja að enginn starfsmaður á veitingastaðnum gat sagt þeim hvað væri hvað af einhverjum ástæðum.

Þú ert hins vegar kominn með rétta lausn Steinríkur, Gaulverjar eru stoltir af þér ‹Ljómar upp›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 26/2/06 19:29

Ein létt.

Bollan í Baggalútspartíinu var óvart blönduð með 1/3 af ákavíti og 2/3 af blandi í stað 50/50 eins og venjulega. Bolluskálin er 12 lítrar og barmafull.
Ónefndur Bagglýtingur tekur það að sér að leysa þetta vandamál með því að drekka úr skálinni og fylla á með hreinu ákavíti.

Hvað þarf hann að drekka marga lítra af bollu?

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 26/2/06 21:32

Þrjá.

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 26/2/06 22:24

Jújú.

Komið með eitthvað sniðugt...

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 28/3/06 22:01

Gunnar H. Mundason mælti:

Þrjá.

Málgleði.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 29/3/06 13:18

Ég sjálfur mælti:

Gunnar H. Mundason mælti:

Þrjá.

Málgleði.

Orðalengingar.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 29/3/06 16:02

Þarfagreinir mælti:

Ég sjálfur mælti:

Gunnar H. Mundason mælti:

Þrjá.

Málgleði.

Orðalengingar.

Rökleisa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 30/3/06 21:44

Dr Zoidberg mælti:

Þarfagreinir mælti:

Ég sjálfur mælti:

Gunnar H. Mundason mælti:

Þrjá.

Málgleði.

Orðalengingar.

Rökleisa.

Þvaður!

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Pluralus W 12/5/06 22:23

Ég sjálfur mælti:

Dr Zoidberg mælti:

Þarfagreinir mælti:

Ég sjálfur mælti:

Gunnar H. Mundason mælti:

Þrjá.

Málgleði.

Orðalengingar.

Rökleisa.

Þvaður!

Er þetta spurning um að skamma Gunnar H. Mundason fyrir þessa hegðun?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Pluralus W 12/5/06 22:51

Dömur mínar og herrar,
hérna er ein sem Pluralus W hefur ánægju af.

Hver er lausn eftirfarandi þáttuðu margliðu:
(x - a)(x - b)(x - c)...(x - z)=?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Pluralus W 15/5/06 15:37

Góðir hálsar,
Ég vil koma því á framfæri að þetta er rökfræðiþraut með einfaldri lausn, þrátt fyrir að hún sé með stærðfræðilegu ívafi. Endilega látið vita ef þetta er of erfitt fyrir ykkur!

        1, 2, 3 ... 84, 85, 86 ... 100, 101, 102  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: