— GESTAPÓ —
Rafmæliskveðjur
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 23/4/05 00:23

Uppáhaldið mitt, Vestfirðingur á Rafmæli í dag... þetta er fyrir þig elskan...

Vestfirðingur vænsta frú
vil ég þig nú kyssa
Ávallt þú ert yndæl, jú
ekki verða hissa

Kveðju þér ég sendi sæll
sop'af Ákavíti
Akkilesar er minn hæll
yndælt þitt er hnýti

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/4/05 00:08

Kynjólfur vinur á hálfs árs Rafmæli í dag... til lukku...

Kveðju blanda Kynjólfi
kasta bandarefum
Fagn til handa forkólfi
fegin landa gefum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/4/05 20:43

Ég sjálfur á Rafmæli... til lukku

Ávallt sértu Ég sjálfur
okkar von og festa
Röltir þú um rallhálfur
rafmælið hið besta

lélegt og ódýrt, en til hamingju

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 27/4/05 20:54

Habbðu þakkir heiðurskall
í heillaskeytabralli.
Skabbðu áfram eitursnjall
upp úr ljóðadalli.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/4/05 00:35

Hildisþorsti á Rafmæli í dag... til lukku...

Hildisþorsti heillakall
hafðu glas frá Skabba
Drengur hér er drykkjusvall
drekk svo ei munt labba

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/4/05 16:31

Mjási á Rafmæli í dag... til lukku gamli durgur...

Höldum uppá heiðursdreng
hann er sér á bási
Sæll ég gef þér sopaþveng
sötraðu nú Mjási

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 1/5/05 18:53

Júlía, Mosa og Mús-lí eiga allar Rafmæli í dag... Skál

Júlía þú Drottning dáða
dansar um á milli þráða
Alla Póa heillað hefur
heillaósk þér Skabbi gefur

Mosa er hér mey í vestri
mjög hún ávallt sinnir lestri
Tungumála sénið sanna
sendi kveðju Póamanna

Mús-lí meyjan
mikla freyjan
sést hér sjaldan
sæta aldan

Þúsund rósir fá þær fínar
finnast hérna tendrast bál
Á Gestapó þá hér mjög hlýnar
heillir mínar ykkar skál

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 2/5/05 17:14

Takk fyrir vísuna, Skabbi minn, hún hlýjaði mér um hjartaræturnar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/5/05 11:35

takk fyrir það Júlía... þú átt aðeins það besta skilið...

Gimlé átti rafmæli í gær... sendi ég honum bestu kveðjur...

Gimlé seigi grallari
gef þér hérna sopa
bestur ertu brallari
bjórsins færðu dropa

Þá á Nornin rafmæli í dag... til lukku með það...

Stjörnu sendi stjörnukort
staðföst hún hér rokkar
Vina hér er vínsins port
vænst er Nornin okkar

Muss sein á líka rafmæli í dag... til hamingju...

Mikill er hann Mussi sein
mjöð hann drakk í flýti
Heillavinur hér er ein
hálffull Ákavíti

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 5/5/05 03:00

Ok ok alltílæ
öllum sendi kveðju
Hendur illum háttum þvæ
háskalega leðju

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 9/5/05 19:07

‹Laumast um í veikri von um að einhver hafi ort rafmæliskveðju til sín›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 31/10/05 22:35

Nýtur.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/3/06 10:19

Fyrir ári síðan startaði ég þessum þræði:

Skabbi skrumari mælti:

Hérna væri kannske ráð að senda mönnum Rafmæliskveðjur...

Í dag á Smali eins og hálfs árs Rafmæli:

Átján tunglin arkað hefur
okkur sæmt með skáldatali
Kveðjuskamt þér Skabbi gefur
skál ég drekk þér, vinur Smali.

Þráðurinn var síðan lokaður og opinn, lokaður aftur og opinn aftur nú... til lukku Smali:

Smælar nú Smalinn
smukt er sá foli.
Gárungi galinn
gull- er sá -moli.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/3/06 10:32

Skabbi skrumari mælti:

Í dag á Plebbin eins og hálfs árs rafmæli:

Kveðju send þér kynlaus vera
kasta til þín viskítár
Lútinn hefur bagg’að bera
bar’í eitt og hálft ár

Í dag aftur á móti á Plebbin tveggja og hálfs árs rafmæli:

Furðuleg og fönguleg(ur)
fallegur er nebbinn.
Ekki þykir tremma treg(ur)
nú teiti höldum Plebbin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 10/5/06 20:05

Afmælisvísa í frjálsu formi til Sæma Fróða:

Sæmi þú [ert] jú séður vel
og selurinn slægur þó gabbast vann
-
svo segðu mér, fer ég til, heldurðu hel-
jar, hitti hann kölska ef Megas' frá stel-
i?

xT

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 15/5/06 11:34

‹Hlær hrossahlátri› Þakka þér Isak, þakka þér!

Skall þar hurð nærri hælum
LOKAÐ
        1, 2
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: