— GESTAPÓ —
Limruþráður.
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 19, 20, 21 ... 25, 26, 27  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 16/3/06 08:09

Það var eitt sinn maður frá Sviss,
fegurr'en flest allir, iss.
Hann óð ei í konum
því hann var, að vonum
gay, þessi maður frá Sviss.

GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Úllen, dúllen doff 17/3/06 13:55

Hér þegir hver anskotans kjaftur
kem ég þó kansk'hingað aftur
ef einhver vill svara
ég tek þá þannn vara
að það verði sannkallður fylliraftur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 21/3/06 07:24

Eitt sinn var ungur sá maður
sem orti ei leirburð og þvaður
en vond eru árin
er visna af hárin
mig hryllir við dauðvona daður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/3/06 09:27

Úllen, dúllen doff mælti:

Hér þegir hver anskotans kjaftur
kem ég þó kansk'hingað aftur
ef einhver vill svara
ég tek þá þannn vara
að það verði sannkallður fylliraftur.

Já já Nafni... farðu nú að koma aftur karlinn minn...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 22/3/06 01:21

kærustu vinar míns kyssti
klæðin ég fljótt síðan missti
æ og sí
sá eftir því
(þar til ég það af mér hristi)

Hah, þetta getur Nafni sko ekki toppað!

(Skyldi hann falla í gildruna?)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 22/3/06 21:58

Nafni er neðan við hellur
núna því leirburður vellur
er hann án fata?
er hann að plata ?
er Glúmur að gera oss brellur?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Ira Murks 22/3/06 22:02

Það væri hægt að fylla skáp með limrum um hann Nafna af þessum þræði.

Nafni er ei nafnlaus maður,
núna vill ei stunda blaður,
þegir og þraukar,
þola ei haukar,
er hann með griðkonu graður?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 23/3/06 21:39

Aumur Nafni er úr leik
illa viskan karlinn sveik
úr nefinu gaus
þá nettur er haus
og ungleg eru augnhár bleik.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/3/06 11:04

Karl ei í kvæðum mun svelta,
kerlingar þarf víst að elta
nálgast ei Nafni,
þó nýlimrur dafni,
kannske hann vill brátt inn velta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 25/3/06 16:42

Að náungans nafni ég leita
þó nokkru ei vilji ég breyta,
veldur það ama
að vera það sama
og allir sem einhverju heita?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 29/3/06 18:38

Limruna áður fyrr lærði ég
lengi fanst mér hún skemmtileg.
Skeði svo það,
að stakan í hlað
kom til mín undurfalleg.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 29/3/06 18:53

Húmbaba hringir í síma
heldur að ég gefi tíma
Undarleg orð
óðnum gert morð
limruna læt ég ríma

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 29/3/06 19:04

Offari grænn er og grár
gæti þó fljótt orðið blár,
Öfl segja öll,
að anginn sé tröll.
Hvork'er'ann fávís né flár.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
mubli 24/4/06 23:26

Þrösturinn spakur sér þrýstir
- þétt, svo að kvennfuglinn tístir.
Á magann í mæði,
fer megnið af sæði,
svo tönnunum gæsin hún gnístir.

Samviska mín svarar:

Ussu-sussu-suss.
S'ona perra-fruss.
Ekki vil heyra,
af þresti meira
er misnotar gæs þvers og kruss.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
mubli 24/4/06 23:41

Og rökhyggjan leggur þetta til umræðunnar:

Fuglar allir flagga gotrauf,
finnst mér heldur slöpp sú klauf.
Vel heldur typpi
vandað - á flippi
maga má bleyta ef daman er dauf.

Illa er komið fyrir mér þar sem rökhyggjan mín ræður verzt við formið að mér sýnist (ekki það að ég ráði vel við nokkurt form eins og Skabbi er duglegur að benda á). En þetta er nokkuð þjált í munni ef 5ta lína er lesin hratt með jafna áherzlu á öll atkvæði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 28/4/06 01:19

Skelfing ein er skást af öllum
skorinyrt í fjórðungsföllum
Tunga mín töm
tjáð er sú löm
Gæfunnar gat á gáfnanna göllum

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/4/06 09:18

Kominn er náunginn Nafni,
sem nærist á limrusafni,
limruna læðir,
ljóðar og glæðir,
fremstur hann stendur í stafni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 28/4/06 10:12

Hann Nafna vin minn nú ég þekki
náunginn kannar Franska bekki
Karl er nú að kanna
hvort hægt er að sanna
að Franskar konur fitna ekki.

KauBfélagsstjórinn.
        1, 2, 3 ... 19, 20, 21 ... 25, 26, 27  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: