— GESTAPÓ —
Vísnagátuleikur...
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 189, 190, 191, 192, 193  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 30/3/06 16:53

Mér dettur horn í hug:

Eru mörg á húsum hér > horn í húsi
haft er líka í bílum. > flauta
Á stórum skepnum ýmsum er > horn t.d. nauta
einnig litlum sílum. > hornsíli

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 30/3/06 16:54

Hvurslags eiginlega?!

‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 30/3/06 16:57

Þrjú búin að geta uppá sama orðinu, svo það hlýtur að vera rétt!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 30/3/06 17:28

Ég held þetta sé dekk.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/3/06 18:40

Þótt horn og dekk séu líklegri, þá ætla ég að giska á skegg:

Eru mörg á húsum hér - skegg, þakskegg.
haft er líka í bílum. - veit ekki
Á stórum skepnum ýmsum er - skegg á geitum og mönnum til dæmis
einnig litlum sílum. - síli ýmissa þyrsklinga hafa skegg.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ormur-Stormur 1/4/06 16:42

Að sjálfsögðu er þetta horn.
Rétt hjá útvarpstjóra , Grýtu og Ísak.

Ormur-Stormur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ormur-Stormur 2/4/06 16:59

Í garðinum það munda má.
Menn í sporti flíka.
Kokkar halda oft því á.
Er í spilum líka.

Ormur-Stormur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 2/4/06 17:24

Spaði?

Í garðinum það munda má = einhvers konar moldarspaði? eða spaði í merkingunni hönd?
Menn í sporti flíka. = tennisspaði
Kokkar halda oft því á. = spaði notaður t.d. sem áhald við steikingu
Er í spilum líka. = spilaspaði

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ormur-Stormur 3/4/06 07:04

Þetta er allt rétt hjá þér. Dugleg stelpa.

Ormur-Stormur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ormur-Stormur 14/4/06 15:21

Hérna þekkist há og lág.
Í hári kvenna stundum er.
Við vopnið góða gera má.
Góða sögu uppi ber.

Ormur-Stormur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 14/4/06 15:29

Hérna þekkist há og lág. = Spenna á rafmagni
Í hári kvenna stundum er. = Hárspenna
Við vopnið góða gera má. = Spenna boga
Góða sögu uppi ber. = Spenna og eftirvænting.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ormur-Stormur 14/4/06 15:50

Hárrétt hjá þér Tína mín.

Ormur-Stormur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ormur-Stormur 14/4/06 15:52

Haganleg úr hári gerð.
Á hálendinu víða.
Í tafli þetta varast verð.
Veggi sést upp skríða.

Ormur-Stormur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 14/4/06 15:54

Haganleg úr hári gerð. = Flétta
Á hálendinu víða. = Jurtirnar?
Í tafli þetta varast verð. = Leikflétta
Veggi sést upp skríða. = Bergflétta

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ormur-Stormur 14/4/06 18:15

Rétt.
Annað hvort ert þú svona klár eða gháturnar mínar
allt of léttar nema hvort tveggja sé.
Ath. lína tvö er Skeggflétta algeng í yfir 600 m hæð.

Ormur-Stormur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ormur-Stormur 14/4/06 20:56

Í ávöxtum sem oft við borðum.
Einnig það í bæjum lít.
Sagt og ritað er með orðum.
Áburður sem nefna hlýt.

Ormur-Stormur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ormur-Stormur 15/4/06 15:16

Hlebbi minn.
Þú hittir naglann á höfuðið.

Ormur-Stormur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 21/4/06 00:37

Hér er komin vesældarleg tilraun til að starta nýrri tegund af gátum. Hún er bæði verulega vond og trúlega alveg skítlétt, en vonandi viðleitninnar virði. Spurt er um fimm stafa orð. Í hverri línu dettur einn stafur framan af orðinu, uns tveir standa eftir.

Hengja menn sinn hatt þar á
hunds er lausn frá bandi.
Áður mátti ungdóm slá
í átján holu landi.

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 189, 190, 191, 192, 193  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: