— GESTAPÓ —
Nýtt útlit. Almenn umræða og tillögur.
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli
        1, 2
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 19/12/05 18:58

Limbri mælti:

Vil ég byrja á að hrósa Ritstjórn fyrir þetta frábæra útlit og í bókstaflegri merkingu taka ofan hatt minn fyrir þeim. ‹Tekur sixpencarann ofan›

Ég hef ekki vanist því að kalla sixpencara hatta. Mér finnst þeir eiga meira skylt við húfur. Mín tilfinning ræðst af stífni höfuðfatsins, sé það fast í forminu er það hattur, en sé það bara efni er það húfa. Með þessum orðum er ég þó alls ekki að gera lítið úr sixpencurum, á einn sjálfur (sem og hatt) og finnst mikið gott höfuðfat.
Þessari tilfinningu minni til stuðnings má nefna að þegar ég keypti sixpencarann í hattaverslun hér í þýskalandi kallaði afgreiðslukonan hann Mütze en ekki Hut, þ.e. húfu en ekki hatt.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 19/12/05 21:12

Ætli hann sé ekki bara svona blankur greyið.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 1/1/06 23:11

Póststöðin mín er ekki alveg að virka eins og vera ber.
Áður var hægt að eyða sendum pósti ef maður sá villur (eða sá eftir innihaldinu) svo framarlega sem viðtakandinn hafði ekki opnað sína póststöð.
Nú virðist þetta ekki lengur vera hægt.
Er hægt að kippa þessu í lag Enter sæll?

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 8/3/06 14:58

EFtir mikla yfirlegu, þá sé ég ekkert að útliti baggalúts, né virkni hans. Aftur á móti mættu ritstjórnarfulltrúar vera duglegri við að blanda geði við almúgann.

Skall þar hurð nærri hælum
        1, 2
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: