— GESTAPÓ —
Stafrófstjattið
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 9/2/04 20:45

Grill minnir mig að sjálfsögðu á brostin hjónabönd í henni Ameríku. Þar taka latir heimilisfeður sig til og byrla fjölskyldu sinni brennda hamborgara beint af grillinu meðan þeir súpa í sig annarri kippunni af bjór. Bitur og kynköld eiginkonan stendur yfir öllu þessu og kvartar og kveinar meðan spillt börnin væla og veina.

Næst skora ég á Plebbann að blaðra um börn.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 9/2/04 20:48

Heyrðu, Blástakkur þó þú sért búin að fá þér bjór, þá fyrir það fyrsta er búið að skrifa um Bjór og í öðru lagi átt þú samkvæmt reglum að skora á einhvern notanda að skrifa um orð sem byrjar á bókstafnum -H og vinsamlegast ekki velja notanda sem þegar er búinn að skrifa, því hér munu allir fá sinn skerf áður en yfir lýkur....

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 9/2/04 20:50

fyrirgefiði, þetta er greinilega ekki mitt kvöld, mér sýndist án gríns að Blastakkur hefði skrifað "Bjór" en ekki börn, en það breytir ekki því að hér þarf að koma orð sem byrjar á -H.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 9/2/04 21:32

Smá misskilningur hjá mér þar sem ég hef ekki fylgst nógu vel með á þessum þræði. Næsta orð er auðvitað "hræ".

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 9/2/04 21:45

Þú verður að velja þér notanda til þess að skrifa um viðkomandi orð. Passaðu þig bara á því að velja engan sem hefur skrifað áður. Þú valdir reyndar plebbann áðan, en hann hefur reyndar aldrei skrifað áður inn á þessum þræði þannig að...hvar ertu plebbi???

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 9/2/04 21:53

Þegar er talað um hræ þá dettur mér alltaf í hug hrægammar. Hrægammar eru yndisleg dýr þó ég hafi aldrei komist í náin kynni við þessa frábæru skepnu. Nú þegar ég er farinn að tala um hrægamma þá dettur mér í hug atriðið í Lion King þegar Tímon og Púmba hitta Simba í fyrsta skiptið. Hrægammarnir voru eitthvað að kjamsa á honum en T & P björguðu honum. Ég get alveg endalaust bullað um Lion King því það er uppáhalds teiknimyndin mín þótt ég hafi ekki horft á hana í yfir fjögur ár. Ég man líka einu sinn þegar ég var að horfa á Lion King með vini mínum þá fékk ég þessa hræðilegu eyrnabólgu. Ég fékk nú mjög sjaldan eyrnabólgu þegar ég var lítill. Ég fékk þá þessa hræðilegu verki þegar apinn komst af því að Simba væri á lífi og síðan þá hef ég alltaf fengið verk í eyrað þegar ég horfi á það atriði, skrýtið? Líka einu sinni þegar ég var að horfa á Lion King þá kveiktu ég og vinur minn nærstum því í húsinu. Vorum einir heima og við vorum eitthvað að malla guð má vita hvað. Hrukkum upp við reykskynjarann og hentum pönnunni í vaskinn. Það var ekkert smá fyndið fanst mér. Þetta var nú einu sinni ekki mitt hús.

Jæja ég veit ekkert hvað ég er búinn að vera að bulla ætla bara að ýta á „senda“ og já.....

Leibbi þú ert næstur. Orðið er Iðnaðarmaður.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 9/2/04 22:39

Orðið Iðnaðarmaður minnir mig á síðastliðin 4sumur þar sem ég hef unnið sem Verkamaður í álveri á Grundatanga. Frá sjónarhóli Verkamannsins sem veður krabbameinsvaldandi ryk innan um krabbameinsvaldandi segulsvið að þá er iðnaðarmaðurinn hrokafullur bastarður. Maður hringir ekki í hann nema maður hafi skemmt eitthvað eða þá að eitthvað sé að. Það sem einkennir Iðnaðarmanninn og þá sérstaklega rafvirkja er sjálfsumglatt bros og endalaust bessarwessablaður allan sólarhringinn(maður vinnur 12tíma vaktir, en þær gætu allt eð eins verið 24tímar). Rafvirkjar í álverum eru vonandi flestir ekki alslæmir eins og sá sem ég þekki.

Næst vill ég að Sverfill Bergmann fari nokkrum orðum um orðið hælsæri.

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 9/2/04 22:42

Joð

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 10/2/04 13:46

Leibbi, þú ert ekki alveg að kveikja á leiknum, því samkvæmt stafrófsreglum þarft þú að koma með orð sem byrjar á bóksatfnum -j.
Ogö Sverfill þú getur líka kannski barasta valið þér orð sem byrjar á þessum gagnmerka bókstaf.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 10/2/04 18:06

Sorry, orðið er þá:

Jötunuxi

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 10/2/04 18:16

Jötunuxar eru nytsöm kvikindi. Margoft hef ég rekist á þá á ferðum mínum erlendis, sem og hér heima, þar sem ég rækta þá í geymslunni hjá mér. Minnir mig helst á ferð mína til Laos, þar sem jötunuxar voru á hverju strái....ah, memories...

Blástakkur er þá næstur, og orðið er: KLAMYDÍA

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 10/2/04 18:41

Blástakkur er nýbúinn að svara en seinna í kvöld ætti að birtast listi yfir ´skrifunarröð svona rétt til þess að gæta jafnræðis.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 10/2/04 18:49

Gott mál

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 10/2/04 22:31

Þetta fer vel af stað og persónulega finnst mér Hakuchi og Plebbinn hafa verið með fyndnustu innlegginn, en þó Plebbinn aðeins fyndnari þar sem hann sameinar hálfgerðan absúrdisma og barnslega einlægni.... En, framsetningin er náttúrulega frjáls og þið þurfið ekkert endilega að rembast við að vera fyndin.

Áður en að gerum þennan leik algjörlega frjálsan þá væri best að fá eins og eitt innlegg frá öllum helstu notendum. Ég tékkaði á 50 hæstu í "Heimavarnarliðinu" og tékkaði einnig hvenær síðasta innlegg var frá hverjum og einum.

Þessi leikur hófst á þvi að sá sem þetta ritar átti fyrsta innleggið og síðan komu:

Haraldur Austmann
Mosa Frænka
Vladimir Fuckov
Júlía
Hakuchi
Blástakkur
Plebbinn
Leibbi Djazz
Sverfill Bergmann

Þeir sem eiga eftir að skrifa eru:

Skabbi Skrumari
Voff
Hlewgastir
Mikill Hákon
Nykur
Órækja
Barbapabbi
Herbjörn Hafralóns
Von Klinkerhofen
Feministi
Albert Yggarz
Skammkell
Ívar Sívertsen
Dr. Zoidberg
Glúmur
Semming Semmingsen
Feiti Einbúinn
Áramót

Þeir sem eru tæpast gjaldgengir eru þeir sem hafa stopula viðkomu hér en þeir eru, en þeim er þó velkomið að vera með, en verða að láta vita...hmmm

Limbri
Frelsishetjan
Urmull Ergis
Úrsus Akureyrensis
Salvador
Rauðbjörn
Mjási
Grimmis

Ef það eru einhverjir fleiri sem vilja taka þátt, þá bara að láta vita af sér...

En Sverfill þá er bara að velja eitthvað af þessum eðalmennum...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 11/2/04 18:55

HLEWAGASTIR

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 11/2/04 19:04

Já, Hlewgastir á sumsé að skrifa um Klamidíu, en hann átti síðasta innlegg hér í fyrradag, en við þurfum að sjá til hér.

Annars er þessi uppsetning á þessu mjög seinvirk þannig að ég var að spá að starta annari útgáfu fljótlega....

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 18/2/04 18:47

nújá...
þetta er áhugavert...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 5/4/04 11:34

Já, heh. Ég vann.

Úngala búgala vandamál, úngala búngala vandamál.

Tinni þú skrifaðir Plebbin með tveimur enn-um sem ekki er rétt.

Kannske takidda upp attur.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
LOKAÐ
        1, 2
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: