— GESTAPÓ —
Tapað - stolið
» Gestapó   » Fyrirspurnir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Andans Maður 14/8/03 14:35

Ég er í öngum mínum og velti vöngum yfir því hver er svo óforskammaður að hafa hnuplað splúnkunýju NIKE skónum mínum þegar ég var á æfingu í musteri massans í liðinni viku. Ég er ekki viss hvort ég hafi staðið í þeim eða hvort þeir hafi staðið á gámbekk er hnuplið átti sér stað.
Því miður skortir mig vísbendingar er geta þrengt hringinn um hinn óforskammaða glæpamann, því bið ég alla þá er þekkja einhvern sem eignaðist nýlega, hvíta NIKE Bowerman hlaupaskó í síðustu viku, um að tilkynna það lögreglunni hið fyrsta.
Hér er ég að höfða til réttlætiskenndar þjóðarinnar og vona að almenningur taki við sér og fari að njósna um náungan svo leysa megi þetta óþverramál.
Vinsamlegast látið það ekki standa í vegi þó svo þið hafið foreldra ykkar eða æskuvini undir grun. Munið, að allir menn eru breiskir og geta afvegleiðst, en það er engum greiði gerður með að hilma yfir slíkan glæp. Hinum seka er greiða gerður með að vísa lögreglunni á hann, þar sem það mundi tryggja honum vist á lúxus-betrunarstofnun með í félagskap við aðra af hans sauðarhúsi, svo sem Árna kartöflubónda úr Þykkvabænum.
Á slíkri stofnun verða vondir menn að vera þar til þeir sjá að sér og læra að iðrast. Það er t.d. alþekkt að menn snúi heim úr slíkri vistun sem frelsaðir einstaklingar og læra að tilbiðja guð sinn.
Hver vill ekki hafa jákvæð áhrif á samfélagið? Lítil ábending getur gert gæfumunin fyrir alla!
Kæru samlandar, stöndum saman gegn glæpum og klögum núngan, því aðeins þá öðlumst við frjálst og steliþjófalaust Ísland!

ps: vísbendigar eru einnig vel þegnar opinberlega á Baggalút eða óopinberlega á "domsmalaraduneytid@hotmail.com

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Númi 14/8/03 20:17

Þetta er náttúrulega ekki fyrirspurn!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
spesi 19/9/03 12:17

Vel athugað, Númi minn. Þú ert ekki eins mikill hálfviti og ætla mætti af útliti þínu og skrifum.

» Gestapó   » Fyrirspurnir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: