— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Hér með tilkynnist að ég hef snúið aftur til starfa eftir nokkra fjarveru. Var heiðursgestur á fimm mánaða árlegri ráðstefnu sem haldin er af IBS (International Bureaucratic Soceity) í samstarfi við IAMBAC (International Assemly of Ministers of Bureaucracy and Committees) og UNIBOB (United Nations International Board of Boards) og allt heila klabbið styrkt af Sameinuðu Þjóðunum og að sjálfsögðu Evrópusambandinu. Því má til gamans bæta við að yfirskrift þessarar ráðstefnu var 3128 new ideas for projects and tasks for committees.

Skipulagning og öll umgjörð ráðstefnunar var til fyrirmyndar. Ráðstefnan var haldin í nítján borgum í sex heimsálfum, og var sjálf ráðstefnuhöllin rifin niður og reist á næsta stað í hvert skipti sem við færðum okkur á milli. Þetta er flóknara en það kann að hljóma, því að það er ekkert grín að færa þessa 30.000 ráðstefnugesti á milli staða á jafn skipulegan og þægilegan hátt og raun ber vitni.
Samanlagt fóru þrír mánuðir í ferðalög, einn og hálfur mánuður í skoðunarferðir og svo um tvær vikur í ráðstefnuna sjálfa. Mjög skemmtilegar og gefandi ráðstefnur, og ég mun vafalaust fara aftur að ári, eins og ég hef raunar gert undanfarin ár.

Það eina sem ég var ósáttur með er þetta blessaða mataræði hjá kollegum mínum í útlöndunum. Ekkert nema bannsettar snittur og ölkelduvatn á nefndarfundunum hjá þessu liði. Ég var farinn að sakna kaffisins og kleinanna sem eru undirstaðan í mataræði hérlendra nefndarmanna. Þeir bættu þetta þó upp með gourmet-kvöldverðunum og gala-morgunverðarhlaðborðunum. Þar eru þeir þó á heimavelli.

Nóg um það. Hverju missti ég af?

‹Fær sér kaffi og meððí›

‹Laumar ákavíti út í kaffið sitt›

Sir Bjargmundur Svarfdal frá Keppum KBE • Nefndarmálaráðherra og Utanríkismálaráðherra Baggalútíu • Stórriddari Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 30/1/06 17:23

Smá stríði við Ítali og Frakka, og svo heilum helling af öðru stöffi held ég.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Guðmundur 2/2/06 10:53

Þessi fyrirsögn er tóm blekking, ég er viss um að Jóakim og Hexía urðu fyrir vonbrigðum líka.

Allt sem er vert að gera, er vert að gera rólega.
» Gestapó   » Baggalútía   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: