— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 17, 18, 19, 20, 21, 22  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 22/1/06 21:35

Jarmi mælti:

Blámans yndi byssan er,
böstar kapp sem óður.
Gengjamerkjum geiflar ber,
getur slátrað bróður.

Leibbi Djassi, lista vel,
lemur rauða herinn.
Rekur kappi rauð'í hel,
rífur af þeim "berin".

Jarmi þrykkir Yoda-stæl,
jarðar þann sem roðnar.
Tyggur allt, jafnt tá sem hæl,
tennur étur ... soðnar.

(Er þetta í lagi, samkvæmt bragfræði?)

Gjörsamlega mergjað...
‹sveiflar gengjamerki›

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 22/1/06 21:50

Svona voru sjónvarpsfréttirnar:

Andarnefja London leit.
Lítið Chelsea sóknin beit.
Mús í Fellaskóla skeit.
Skömm, hvað íslenskt mál er great.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 24/1/06 15:28

Vændiskonur margar munu maka krókinn
(tel ég) með að taka í lókinn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 26/1/06 15:25

Siðmenningu sæki í
suður fyrir landið vort
bruna gegnum bogin ský
bregð mér þvers um landakort
sæluvímu saga ort
sofa mun ég vært á ný
ráfa inn í ruslaport
rembist við að þylja pí
set þar niður ljúfan lort
já, loksins kemst ég heim í frí.
‹Fyllist tilhlökkun›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 26/1/06 19:18

Barnamál - digital (ísl. stafræn) sippubönd óskast

gegt kúl, ýkt svo ógsla flott
alveg bilað flippið
ekki málið, meina nott!
meika ekki sippið
.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ned Kelly 27/1/06 00:33

Körlum hef ég kastað brott
konur bara skil ég.
Leiðist orðið typpatott
tussur bara vil ég.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 28/1/06 16:24

Undarlegt er allt mitt kapp
upprifinn og flottur
upp á Skaga kallinn skrapp
yndislegar skottur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 28/1/06 21:53

Vísur sem ég ætla að gefa frænku minni og vinkonu í afmælisgjöf. Ef þið hafið eitthvað út á hana að setja þá eru leiðbeiningar og athugasemdir vel þegnar.

Forréttindi finnast mér
Fá að eiga vin í þér
Njóta gæsku, góðvildar
Geðugt alltaf fá andsvar

Þú ert ljúfan, gull í gegn
Gott þú sérð í hverri fregn
Alltaf róleg, auðmjúk, mild
Ég stöðugt fagna þinni fylgd.

Ég þakka oft að þú sért til
Þekkja þig ég alltaf vil.
Þú gleði veitir, gefur ljós
góð og falleg, Linda Rós.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 28/1/06 22:06

Þetta hljómar vel. Þar sem ég hef lítið sem ekkert að gera vil ég gera athugasemd við eitt.

Mér þykir orðið ég ekki bera höfuðstafinn vel í þessari línu:

Kvæði:

Ég stöðugt fagna þinni fylgd.

Það krefur mann um að lesa ég með áherslu og skipta þannig allt í einu um hljóðfall. Það þykir þykir mér óþarfi þar sem vafalaust er hægt að skipta stöðugt út fyrir orð sem byrjar á sérhljóða (hvað með ætíð?)

Hins vegar er kannski umdeilt hvort fagna og fylgd valdi þarna aukastuðlun. Ég tel þó varla svo vera því bæði orðin standa í lágkveðu og geta því ekki borið stuðla.

Annars er þetta mjög gott.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 29/1/06 01:43

Aha, takk Isak. Það voru akkúrat svona ummæli sem ég vildi fá.
Ég læt þetta ekki frá mér til hennar fyrr en ég er fullkomlega viss um að vísurnar séu þess virði. Þetta verður lagað í snarheitum.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 30/1/06 14:42

Ég hugsa að flestir yrðu ánægðir að fá vísu að gjöf og eru fæstir að fetta fingur í það þó ekki sé alltaf rétt ort, ég get þó ekki séð betur en vel sé ort og vísurnar góðar. Athugasemd Ísaks á þó örugglega vel við en hann er mun fremri mér í vísnagerð.

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 30/1/06 15:23

Sæmi Fróði mælti:

Athugasemd Ísaks á þó örugglega vel við en hann er mun fremri mér í vísnagerð.

Takk, en vísa dagsins afsannar þetta:

ritstjórn vor er giska glúró
gaman hafa þeir af júró
gunni og óli eru súró
en ekki magga (samt á túró)

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildigunnur 30/1/06 21:09

Æ. það er orðið svo vorlegt allsstaðar. Svo eru þetta vísur en ekki bara ein vísa. Vonandi má það.

Þó að hverjum sýnist sitt,
sveitin verður betri
þegar kæra kotið mitt
kemur undan vetri.

Hrafnar allir hrökkva' í kút
og hlæja glaðir saman
þegar kemur kýrin út
kostuleg í framan.

Grösin fegnu eflaust öll
upp sig rifið gætu
er þau sjá um víðan völl
valsa heimasætu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 30/1/06 21:33

Vel kann Hildigunnur að banga saman bögu, en þó bera þær þess merki að hún sé fædd á þar síðustu öld og sé enn með hrífu í hendi. Hún er samt enn sérstaklega velkomin.

Margt vill efnahaginn hrjá,
herða sultaról ég má,
samt er vori sóað á
sveitir landsins okkar.
Þessu ráða fúlir bændaflokkar.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 31/1/06 00:15

Sveitarómantíkin heldur áfram...

Lömbin sugu sætan drykk
sáru júgrin bitu
mjólk þau totta magaþykk
mýrarbrún af skitu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 2/2/06 12:28

Á blásvartann himininn hugfanginn leit
og horfði á skínandi götin
þá settist ég niður og skjálfandi skeit
og skeindi mér glaður í fötin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 10/2/06 16:44

Slegist var á úkraínska þinginu í tengslum við stjórnarskrárbreytingu.

Úkranskt þingið miðlar máli
miður, allt úr böndunum.
þarna mætir stálið stáli,
stýft er rætt með höndunum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ormur-Stormur 10/2/06 22:03

Íslensku skáldin af andagift full
orðin á pappírinn skrifa
en þrátt fyrir atóm og alls konar bull
alltaf mun ferskeytlan lifa.

Ormur-Stormur
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 17, 18, 19, 20, 21, 22  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: