— GESTAPÓ —
Til hvers er Ragnar Skjálfti?
» Gestapó   » Fyrirspurnir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/8/03 09:22

Hver er tilgangurinn með því að borga Ragnari Skjálfta laun? Mér vitanlega hefur hann aldrei nokkurn tímann haft rétt fyrir sér varðandi skjálfta eða væntanlega eftirskjálfta, reyndar er það svo að ef eitthvað er 100% víst í þessum hvikulu jarðskjálftafræðum þá er það sú staðreynd að Ragnar Skjálfti mun segja eitthvað sem mun alls ekki standast.

Er hann svona lélegur skjálftafræðingur eða eru þetta bara svona fjandi ónákvæm fræði?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Númi 25/8/03 13:40

Andskotans vitleysa - ég man ekki betur en Ragnar hafi spáð Heklugosi með fimmtán mínútna fyrirvara árið 2000. Geri aðrir betur!

Þess má einnig geta að ég gekk einmitt á Heklu í gær - meira um það síðar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
spesi 18/9/03 13:23

Tilgangur Ragnars Skjálfta er að birtast á skjánum strax eftir náttúruhamfarir og róa niður móðursjúkan almenningin með skýringum á mannamáli. Allavega gilti þetta í mínu tilviki þann 17. júní 2000.

» Gestapó   » Fyrirspurnir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: