— GESTAPÓ —
Skaupið - Spá og mat
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 1/1/06 00:43

Ömurlegt skaup að vanda en ekki eins ömurlegt og ég átti von á þó það hafi sannarlega verið ömurlegt. Það er líklega af því ég hafði stillt væntingar neðar en ég taldi áður mögulegt að stilla væntingar.

Eitt eða tvö brosvæn atriði. Bubbi, Eiríkur en ekki mikið meira. Ég vil ekki muna né nenni að skrifa upp þær blaðsíður af texta yfir það sem var hörmung.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 1/1/06 01:28

Ég var skíthræddur um að Edda næði sér ekki á strik. Hún hefur átt frekar lélega spretti í umsjón áramótaskaupsins hingað til.

Þetta var nú bara að mínu mati bros upp á 4 tennur.
Mér finnst að hann Björgvin Franz hafi verið stjarna kvöldsins, að geta náð fram helstu einkennum okkar bestur kven- og karl-söngvurum á sprenghlægilegan hátt.
Svo var innkoma Árna Johnsen óvænt og brosgefandi.

Það sem mér fannst vanta var að sjá Gísla Rúnar í hlutverki Jónínu Ben. Þau eru nefnilega sláandi lík.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 1/1/06 01:46

Vandamálið er bara að þið spáið alltof mikið í þessu skaupi, trikkið er að horfa á með opnum hug og leyfa sér að hlægja að þessu.
Ég og mín fjölskylda lágum allavega í hláturskasti. Nenni ekki að gefa þessu einkunn, þetta kom mér í andskoti gott skap fyrir hávaðann og ljósadýrðina sem fylgdi.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Mér fannst skaupið afspyrnulélegt. Ég gat þó brosað að atriðunum með Bubba og DV og innkoma Johnsens kryddaði þetta aðeins. Ég verð samt að gefa skaupinu 0.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Holmes 1/1/06 02:18

Hakuchi mælti:

Eitt eða tvö brosvæn atriði. Bubbi, Eiríkur en ekki mikið meira. Ég vil ekki muna né nenni að skrifa upp þær blaðsíður af texta yfir það sem var hörmung.

Tek undir þetta með þér nema það að atriðið með Bubba og Oprah voru meira en brosleg, þau voru jafnvel flissleg.

Annars hefur það líka e.t.v. verið hefð að kvarta á hverju einasta ári.

Starfsmaður pirrandi félagsins - Eigandi Rokkmúsar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 1/1/06 13:30

Bubbi, Gamalmennavinnan, Björgvin Franz sem annar hver söngvari landsins, Bubbi og DV, Hjónin að versla í kringlunni og svo Árni Johnsen. Þetta voru punktar sem mér þóttu þess verðir að allt frá því að glotta létt og upp í það að skella upp úr. Það var þó eitt sem fór óstjórnlega í taugarnar á mér. Af hverju var Bubbadótið ekki klippt niður í smábúta eins og Laddi og konan í kringlunni sem og Björgvin Franz að syngja?

Mér fannst þessi kellingakvintett sem birtist sem Idoldómarar einhver lélegasta uppfylling í áramótaskaupi sem ég hef á ævi minni séð. Ég á áramótaskaupin frá 1984 og horfi stundum á þetta. Ég á það til að bera skaupin saman og þetta skaup fer í sama flokk og hið svokallaða Kvennaskaup þar sem Edda Björgvins, Guðný Halldórs og fleiri kvenskörungar ákváðu að gera sér kvennaskaup. Það var reyndar öllu lélegra og færra um fyndna spretti.

Ég gef skaupinu eina og hálfa stjörnu. Það hefði fengið tvær eða jafnvel tvær og hálfa ef ekki hefði verið fyrir þessa asnalegu blýanta og tréliti sem runnu ástæðulaust og fyrirvaralaust yfir skjáinn milli atriða. Enn fremur hefði það fengið hærri einkunn ef þeir hefðu sleppt þessum asnalegu 80's neonlínuskiptum milli annara atriða.

Framsetningin var í mörgu skelfileg og leikstjórnin alls ekki nægilega góð. Ég hvet þetta lið til að segja sig úr lögum við húmor til að við hin eigum einhverja von um húmorsáramót einhvern tíman í framtíðinni!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Holmes 1/1/06 14:24

Ívar Sívertsen mælti:

Ég hvet þetta lið til að segja sig úr lögum við húmor til að við hin eigum einhverja von um húmorsáramót einhvern tíman í framtíðinni!

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Starfsmaður pirrandi félagsins - Eigandi Rokkmúsar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 1/1/06 16:00

Skaupið þarf nú ekkert að vera lélegt þó svo að ég hafi lítið geta hlegið. Húmor er mismunandi eftir aldri kyni og þjóðerni. Ég er bar ekki á þeim aldri að ég fatti, ekki heldur af því kyni að ég fatti, og síst þó af því þjóðerni að ég fatti heldur. Þá vill ég benda á að ýmsir sjónvarpsþættir eru gerðir sem ég get enganveginn skilið samt er horft á þá ég efast um að verið sé að sýna efni sem enginn horfir á.
Áramótaskaup var þrælskemmtilegt fyrir þá sem höfðu gaman af því. Gleðilegt ár.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kroppinbakur 1/1/06 16:58

Tilvitnun:

Offari mælti: Áramótaskaup var þrælskemmtilegt fyrir þá sem höfðu gaman af því. Gleðilegt ár.

Þetta finnst mér vera mælt af djúpum skilningi manns sem er að komast til vits og ára kæri Offari.
Það þarf ekki að eiga fleiri orð um það. Fannst persónulega skaupið bara nokkuð gott.
Lifið heil á nýju ári.

Kroppinbakur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 1/1/06 17:55

offari mælti:

Áramótaskaup var þrælskemmtilegt fyrir þá sem höfðu gaman af því.

Það er án efa rétt. Hins vegar er Rúv að miða við ævintýralega þröngan markhóp. Það eru varla fleiri en 5-10 sem höfðu virkilega gaman af þessu drasli.

Þetta virtist aðallega vera tækifæri fyrir Eddu Björgvins að koma fjölskyldu sinni í djobb þar sem sonurinn hafði endalaust atriði við að herma eftir poppstjörnum og sonarsonurinn (eða sonur) fékk ágætis vasapening við að leika Ólaf Ragnar. Gaman að þurfa að horfa upp á slíkan nepótisma á gamla árinu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Það er satt hjá þér Hakuchi að fjölskylda Eddu Björgvins koma mikið þarna við sögu en annars get ég ekki verið sammála þérúm fjölda þeiira sem höfðu gaman af því ég er búinn að tala við 12 manns sem öll lofuðu skaupið mjög mikið. Mjög gott skaup að mínu mati

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 5/1/06 00:43

Stórfurðulegt. Það hljóta að búa tvær þjóðir í þessu landi sem einhvern veginn aldrei hittast. Ég hef engan hitt sem þótti skaupið gott, samt les maður um fólk sem fannst það fyndið af einhverjum pervertískum ástæðum. Ætli þetta sé sama fólkið og hlær að Spaugstofunni (hinn húmorsþátturinn sem er ömurlegur og ég þekki engan sem hlær af en samt virðist vera fólk þarna úti sem hefur gaman af).

Þetta er rannsóknarefni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 5/1/06 01:00

Ég var nú bara massafullur og hló eins og skepna. Þrusu stemmari og svaka stuð. Krummi var krumpað fyndinn. Ópra var alveg að myrða mig úr fyndni!

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 5/1/06 05:54

Já þetta er rannsóknar efni. Það er spurning hvort að við þau fátæku og hamingjusömu (hef bara efni á að fara á barnatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands) hafi gaman af skaupinu en þeir nýríku og óhamingjusömu (sem hafa efni á að fara á QT bíósýningu) finnist það leiðinlegt.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 5/1/06 07:52

Þetta svar stelpuskaup, og ég grét úr hlátri.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 7/1/06 22:05

Hundleiðinlegt helvítis skaup.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 8/1/06 05:57

þetta skaup var svo leiðinlegt að forsetaávarpið var mun skemmtilegra.
og ég veit nákvæmlega hvað var að. Fólkið kunni bara ekki að vera fyndið!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hrani 8/1/06 19:28

Asskoti gott skaup. Verst að það er ekki endursýnt.

Hott hott
LOKAÐ
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: