— GESTAPÓ —
Uppáhalds kveðskapur annarra
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 16/9/03 13:50

mig langar hér að varpa fram vísu eftir Káinn

Kvæði:

Farðu að sofa blessað barnið smáa,
Brúkaðu ekki nokkurn fjárans þráa,
Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður.
Heiðra skaltu föður þinn og móður.

Gaman væri ef þið lumuðuð á öðrum vel völdum kvæðum og vísum.

Gagnvarpið er komið til að vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/9/03 13:52

Hér er eitt eftir Kjartan Há Grét

Kvæði:

"Egg"

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 16/9/03 15:26

hér eru tvær samdar einhvern tíman fyrir 1938

Eftir brúðkaupið

Kvæði:

Háum kofa herrans í
hörð var ofin snara
ég hef lofað aldrei í
annað klof að fara

ók.höf

Kvæði:

Ef að stríð og andstreymi
að þér kvíða setur
þú skalt ríða Þorgerði
og þér mun líða betur

ók.höf

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/9/03 16:37

Reyndar er uppáhaldið mitt þetta:

Kvæði:

Hér er drengjahópur stór
Hér má lengja vöku
Einn ég geng í kvæðakór
kann þó enga stöku

jamm...þekki ekki höfundinn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 17/9/03 00:28

Kvæði:

Það er sem ég þrái mest
og þyrfti að fá mér bráðum
Góða konu og góðan hest
og geta riðið báðum

höf: Águst Benjamínsson

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Urmull_Ergis 17/9/03 09:50

-Við kýrrassanna tók ég trú,
trygg mér reyndist trúin sú.
-Fyrir náð heilags anda,
í flórnum fæ ég að standa.

-Káinn.

-Fólk er fífl.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sjöleitið 17/9/03 10:04

Hundrað prósent hef ég þrótt
hraustur og myndarlegur.
Var að búa til barn í nótt
- byrjaði klukkan fjegur.

-Haraldur frá Kambi -

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: