— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 3/12/05 21:36

‹Dröslast inn á þráðinn með hangandi haus›
Þráður þessi er ætlaður þeim sem hafa ekki haft manndóm í sér að mæta á eina einustu samkomu sem Baggalútur hefur haldið ellegar á tónleika Köntrísveitar Baggalúts.

Það er kominn tími til að við hin syndugu játum okkar voðaverk með það að markmiði að verða fyrir vikið betri Blútverjar ellegar farast í miklu hreinsunarbáli. ‹Verður svakalega dramatískur›

Ég hef syndgað, ég játa á mig þessar vart ófyrirgefanlegu syndir! Ó, þið miklu Blútverjar, miskunið ykkur yfir okkur syndarana og veitið okkur lausn synda okkar. ‹Fer alveg yfir strikið› ‹Brestur í óstöðvandi grát›

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/12/05 22:37

Vjer viljum vekja athygli syndgara á því að besta leiðin til að leysa þetta vandamál, svo og besta leiðin til að reyna að kría út fyrirgefningu, er að mæta á einhverjar þeirra baggalútísku samkundna er haldnar eru (hvenær sem sú næsta verður). Sú staðreynd að umræddir syndgarar hafa aldrei gert slíkt bendir til að þeim sje allsendis ókunnugt um þessa snilldarlegu lausn á vandamálum þeirra og er því athygli þeirra hjer með vakin á þessu.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/12/05 22:46

Er ekki ráð að stefna sem flestum á köntrítónleikana á Nösu þann 8. desember. Þar verði veitt syndaaflausn í stórum stíl að því gefnu að ákavíti verði haft um hönd?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 4/12/05 01:55

Þar liggur hundurinn grafinn. Ég verð að vinna og engin von um náðun frá vinnu.
‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 4/12/05 01:57

Ahh... það var verra. Eigum við ekki að vona að það verði gleði fljótlega á grandrokki?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 4/12/05 02:21

Það vona ég svo sannarlega. Þann dag sem ég mun haf dug í mér að drattast á tónleika með Köntrísveit Baggalúts verða þeir eflaust komnir á aldur við The Rolling Stones (ekki leiðum að líkjast).

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gizur Sigurz 4/12/05 02:32

Ég er búinn að heita því að mæta aldrei á samkomur tileinkaðar Baggalúti. Ég hreinlega get það ekki.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 4/12/05 02:35

Úrhrak! Hvernig var annars máltækið... þetta með að kasta fyrsta steininum?

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: