— GESTAPÓ —
Stafrófstjattið II
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 19/2/04 23:58

Ahh, minning manns um rómverja er mestmegnis tengd ýmsum sígildum atburðum sem oftar en ekki hafa birst manni í kvikmyndum. ljóðum og myndasögum. Þetta er hrikalega skemmtilegt tímabil...hmm..

1. "Teningum er kastað" sagði Júlíus Sesar áður en hann hélt á Rúbíkófljótið, en setningin bar með sér spádóm um fall rómarveldis

2. "Et tu bruto" (Þú líka barnið mitt, Brútus!) voru andlátsorð Sesars þegar samsærismenn héldu allir sama hnífnum í baki hans við þinghúsið í Róm. Ég held að orðið "samsæri" sé rakið til þessa atburðar. Ég man einmitt eftir Ástríksbók þar sem Sesar ávarpar Brútus aldrei nema með orðunum "..barnið mitt, Brútus" og sá hinn sami á bágt með að haldi niður í sér hatrinu á keisaranum.

3. Það er útbreiddur misskilningur að Neró hafi spilað á fiðlu þegar Róm brann til ösku. Hann spilaði á hörpu, því frumgerð fiðlu varð ekki til fyrr en um 500 árum síðar.

4. Sagt er að Kleópatra Egyptalandsdrottning hafi svipt sig lífi með því að láta höggorma gæla við brjóst sín og sagt er að Markús Antóníus hafi svipt sig lífi með henni. Í kvikmyndinni "Cleopatra"(1963) minnir mig að Markús reyni að flýja og síðan leggst hann til svefns í tjaldi í eyðimörkinni og í dagrenningu vaknar hann og ´stígur út úr tjaldinu og upp á hest sinn og ríður hnarreistur til móts við mörg hundruð manna herlið fyrrum samherja sinna og berst við ofurfeflið, einsamall, áður en yfir lýkur í áhrifamikilli senu.

5. Sá geðsjúki Kalígúla ríkti yfir Rómarveldi í stuttan tíma á árunum 40-41 og voru honum t.d. gerð skil í sjónvarpsþáttunum "I, Claudius" (1978) og í léttgrófri, erótískri klámmynd "Caligula"(1979). Samkvæmt þessum myndum var Kalígúla mjög afbrigðlegur og grimmlyndur í hátterni. Í þeirri síðarnefndu er t.d. mjög "sick" pyntingarsena þar sem víni er neytt látlaust ofan í mann, þannig að magi hans belgist út og á réttu augnabliki mætir Kalígúla manninum og ristir á útþaninn kvið hans svo vínið sprautast yfir banamanninn...

6. Kvikmyndin "Gladiator"(2000) var að megninu til byggð á nákvæmlega sömu sögu og sögð var í "The Fall Of The Roman Empire"(1964).

7. Flestir þekktustu atburðir í sögu Rómarveldis gerðust á tímiblinu 50.f.kr.- 100 e.kr.

Næsta orð er SÖNGUR og ég skora á alla að taka þátt...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 20/2/04 14:37

Söngur er mitt líf og yndi. Ég hef sungið í hljómsveitum og kórum auk þess að hafa sungið heilmikið í baði. Söngur er góður til að skemmta sjálfum sér og öðrum. Þetta er eitthvert elsta form dægrastyttingar sem til er.

En nú hætti ég þessu söngli og býð upp á næsta orð sem er TRUKKUR

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/2/04 15:20

Já, ég man þá tíð er það þótti flott að fá far með trukkum. Það var í þá tíð þegar trukkabílstjórarnir voru að keyra um sveitina að leggja nýjan vegslóða rétt hjá þorpinu sem ég kem frá. Það var góður tími, ég hef líklega verið eitthvað um sjö ára og þá þótti mesta skemmtun að húkka sér far með trukkunum og var keppni um að velja sér góðan stað til að húkka sér far. Einnig vorum við krakkarnir orðin nokkuð sjóuð í því að velja okkur góða trukka, sumir áttu nefnilega nammi og aðrir voru með skemmtilegar myndir í formi ilmefna hangandi á speglinum sem gaman var að skoða. Sú tíð er liðin og ekki veit ég um marga bílstjóra sem myndu nenna því að stoppa fyrir einhverjum smákrökkum og enn síður veit ég um krakka sem nenna að vera úti og reyna að húkka sér far með trukkum.

Næsta orð er UPPI og ef menn treysta sér ekki í það, þá er UTANLANDSFERÐ líka valmöguleiki.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 22/2/04 16:20

Já, þetta er nú margrætt orð þar sem maður bjó nú á efri hæð í húsi í mörg ár...hmmm...

Enö, Gullöld "Uppanna" (e. Yuppies) var á níunda áratugnum, en hér var um að ræða nýríka einstaklinga sem reyndu að sameina hippann og framgosann inn í sinn eigin persónuleika og "attitjúdi". Það er þessum mönnum að þakka að umhverfisverndaramtök og friðarhreyfingar blómstruðu, því þau þjónuðu gömlu hugsjónunum svo sannarlega og upparnir dældu fjármagni inn í reksturinn. Þannig áttu þeir sinn þátt í t.d. endalokum hvalveiða og Kalda stríðsins En samt!... eiginlega voru upparnir bara alltsaman gamlir hippar sem höfðu sagt skilið við hugsjónirnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag og í raun skipt þeim út fyrir frálshyggju, samkeppni og einstaklinghyggju. Lítið í kringum ykkur og takið eftir því hvernig 68 kynslóðin tröllríður samfélaginu í fégræðgi sinni....hmmm...

Næsta orð er: VARNARLIÐ

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 23/2/04 13:06

Fátt hefur verið jafn umdeilt og Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Allt frá því að ensku herskipin komu öslandi 1940 og enskir leyniþjónustumenn tóku Dr. Gerlach í þýska sendiráðinu hefur ákveðinn hópur fólks haft horn í síðu þess að reynt sé að verja landið. "Engan her á Íslandi" og "Ísland úr NATO herinn burt" hefur hljómað um móa og mela þar sem herstöðvaandstæðingar hafa þrammað í árvissar mótmælagöngur með kaffi á brúsa og nesti í mal rétt eins og aðrir fara í berjamó eða réttirnar.

En það er þó staðreynd að íslendingar hafa haft ansi góðar tekjur af því að hafa varnarlið. Íslenskir aðalverktakar voru lengi vel samnefnari fyrir það að hafa af vatnarliðinu mikið af peningum, já helst að rýja það inn að skinni. Aðrir fengu ekki að koma að kjötkötlunum, það voru samningar í gangi, og þá þurfti að virða.

Nú þegar allt lítur út fyrir að varnarliðið ætli að taka pokann sinn þá kemur í ljós að við söknum varnarliðsins okkar. Við viljum hverfa aftur til þeirra góðu daga þegar það var fullt af orrustuvélum á Keflavíkurflugvelli og þær fóru í veg fyrir sovéskar njósnavélar í hverri viku. Já við viljum gömlu góðu dagana aftur, með kalda stríðinu í algleymingi. Er ekki hægt að hleypa rafstraum á líkin af Breznef og Andropov og lífga þá við? Eða komast í tengsl við Chernenko á miðilsfundi?

Næsti stafur er X. Næsta orð er X-kynslóðin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 23/2/04 17:50

X-kynslóðin er tískuorð sem spratt upp þegar menn voru búnir með öll orð á kynslóðir. Þarna var farið að nota stærðfræðifyrirbæri í hugtakasmíðum. Þetta minnir óneitanlega á það þegar menn fóru að skíra stjörnur B2948 eða eitthvað álíka. Hvers vegna voru stjörnurnar ekki skírðar eftir merkismönnum? T.d. Washington, Bhutros-Gali, Vigdís Finnbogadóttir eða Ívar Sívertsen?

Næsta orð er Yfir (sbr. leikurinn)

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 25/2/04 00:59

Sko þetta getur nú stundum verið spontant:

"Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt ég sveima
nú er horfið norðurland
nú á ég hvergi heima"

ogö minnir mig að drykkjuhrúturinn Kristján Jónsson Fjallaskáld hafi ort þetta í eymd sinni þar sem hann lá ofurölvi fyrir utan þá frægu krá Baróninn þá hina sömu og stóð þar sem Barónsstígur lá síðar, en þess ber að geta að orðið "Róni" er upphaflega tengt við þetta goðsagnakennda vertshús.

Næsta orð er ansi merkilegt: ZODIAC og ef þið skiljið ekki merkingu þá er ykkur ráðlagt að fletta upp í orðabók...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 26/2/04 10:21

Zodiac = gúmmíbátur.

Ég átti einu sinn gúmmíbát og hann var Zodiac gúmmíbátur. Það var æðislegt fjör að sigla út á flóann að skjóta sel og svartfugl. Nótt eina eftir fengsæla veiðiferð réðust á mig vængjaðir selir í draumi, ógurlegir ásýndum. Þeir voru vopnaðir hríðskotateygjubyssum sem skutu eiturörvum. Ég átti fótum mínum fjör að launa, komst naumlega um borð í Zodiacinn minn og flýði á haf út. En árásunum linnti ekki svo ég breytti bátnum í kafbát og hélt upp í Hvalfjörð. Botn Hvalfjarðar var stráður hvalbeinagrindum sem gerði siglinguna erfiða þar sem ég þræddi botninn til að selirnir yrðu mín ekki varir. Þetta varð til þess að ég sigldi beint á kafbátagirðinguna og Zodiac kafbáturinn gjöreyðilagist. Við illan leik tókst mér að synda upp á yfirborðið og voru þá selirnir horfnir. Ég vakna og uppgötva mér til mikillar skelfingar að sprungið hafði vatnsrör í íbúðinni og allt var á floti. Aldrei fór ég aftur til að skjóta sel eða svartfugl, seldi Zodiacinn skömmu seinna.

ÞRYMUR[/s]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 26/2/04 14:01

Þrymur er ómerkilegur!

Ég vil frekar tala um það sem ég hef verið að gera undanfarið. Ég hef mestmegnis verið að hanga á Baggalúti og skrifa þar. Ég er svangur og ætla að fá mér eitthvað að éta en fyrst næsta orð:

ÆLUPOKI

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 9/3/04 18:37

ÆLUPOKI

he he

Ögurstund

LOKAÐ
        1, 2, 3
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: