— GESTAPÓ —
Ritstjórn félags(d)rita
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 11/11/05 00:21

Þessu máli er lokið af okkar hálfu sýnist mér. Ég býst ekki við að neinn hreyfi mótmælum þar sem þetta eru skynsemdarákvarðanir hinar mestu. Mér þætti reyndar gaman að fá viðbrögð ritstjórnar við þessu... eða kannski er það óþarfi. Þeir verða bara að eiga það við sig hvort þeir vilji lýsa skoðunum sínum ‹les innleggið, sér ákveðna hringrás og ákveður að hætt áður en þetta verður endanlega óskiljanlegt›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 11/11/05 00:46

Þetta er vissulega orðin áhugaverð umræða þó hún hafi á köflum farið út um víðan völl og virzt ætla að leysast upp.
Ég ítreka það sem ég sagði fyrr að það er vandi valdi að beita og hverskonar frákosning og ritskoðun getur orkað tvímælis. Ég ætla bara að vona sómakærir Baggalýtingar fari ekki að munnhöggvast hér út af smámunum.
Við sem teljum okkur þokkalega sjóaða (já, ég tel mig í þeim hópi) verðum að fara á undan með góðu fordæmi og ábendingum og hvetja fólk til að vera ekki að setja inn sem félagsrit sem er alls ekkert rit eins og t.a.m. "Pæling" Nazguls sem hangir efst á síðu núna og á ekkert heima þar heldur á "Almennu spjalli". Félagsritin eru vettvangur skrifa, s.s. skáldskapar, bæði í bundnu og óbundnu máli, vísindarita, alvarlegra pælinga, minningarbrota, tímaritsgreina, gagnrýni o.þ.h. sem lesendur mega svo gefa umsögn um.
Að ég skuli taka ofannefnda "Pælingu" Nazguls sem dæmi er svo á engan hátt tengt því að mér finnst þetta óttalega klént og bera vott um vanþroska og hugmyndafátækt höfundar.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 11/11/05 08:49

Eru einhvers staðar leiðbeiningar til nýliða um skrif félagsrita, verður ekki að vera eitthvað slíkt?

Hvernig væri, að þegar menn skrá sig fyrst inn á gestapó fái þeir póst á póststöðina sjálfvirkt, með leiðbeiningum. Þá þyrfti reyndar að vera texti á skráningarsíðunni sem segir mönnum að skoða póststöðina þegar þeir eru búnir að skrá sig inn.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 11/11/05 09:01

Hafa þessi skrif okkar dregið úr kjark þeirra sem skrifa félagsrit. Nú er 11 nóvember og elsta á forsíðu er frá 7 nóvember. Þetta gengur ekki.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Helena 11/11/05 10:30

Þetta er í senn þörf og skemmtileg umræða.

Leiðbeiningar um skrif félagsrita eru núna efst í vinstra horni síðunnar þegar maður ætlar að skrifa félagsrit. Nú er ég enn ekki komin svo langt að hafa sent inn félagsrit, en dettur í hug að ef til vill mætti ítreka þessar leiðbeiningar eftir að höfundur hefur ýtt á „Senda“. (Kannski er eitthvað slíkt til staðar nú þegar?)
Þá er ég að tala um að þar verði spurning á borð við „Ertu viss um að félagsrit þitt sé nógu vandað og eigi erindi til annarra? Ertu viss um að efni félagsritsins færi ekki betur í þræði?“ - og þá gæti höfundur sagt Já eða Nei eftir því sem við ætti.

Mig grunar að eitthvað þessu líkt, ásamt aðhaldi og umfram allt góðu og reglulegu fordæmi frá þeim sem mestar áhyggjur hafa af gæðum félagsrita, muni smám saman stuðla að fækkun óæskilegra félagsrita.

...hin fagra.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 11/11/05 10:42

Þetta er rétt hjá Helenu félagsrit mín hefðu þá aldrei endað hér og þessi umræða orðið óþörf.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 11/11/05 11:52

Rétt hjá Helenu (hinni fögru) Þegar maður fer í "Ritstörf yðar", blasir þetta við manni;

Um félagsritun:

* Félagsrit skulu vera fræðandi, skemmtileg og innihaldsrík.
* Félagsrit skulu ekki innihalda blaður, orðagjálfur, tittlingaskít ellegar argaþras.
* Félagsrit skulu vera höfundi sínum til sóma.

Tel að þetta sé eins skýrt og það getur verið.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 11/11/05 13:21

Heyr, heyr!

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 11/11/05 19:00

Mér finnst þetta virkilega ömurleg og montrassgatsleg umræða.
Að gefa einkunnir og meta hvað er gott og hvað er vont.
Ojbarasta!
Hér kemur vonandi til með að skrifa alls konar fólk, sumt sniðugra og betri pennar en aðrir og við því er ekkert að gera.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 11/11/05 19:37

‹Syngur Nallann›

Já, krakkar, Ugla og Hlégestur, eins og ég sagði fyrr: Vandi er valdi að beita.

Gerum okkur samt grein fyrir því að sumt af því sem hent er inn sem félagsrit á ekkert erindi þangað. Það er eins og að setja bók í ranga hillu á bókasafninu.
Dæmigert félgasrit er t.a.m." Samtímalegar stuðlareglur" Hlégests, "Þjóðaríþrótt", Vatnars bróður, "Sonnetta" Isaks og mörg fleiri. Reyndar eiga flest sk. félagsrit erindi í þá hillu.

Svo eru það t.a.m. endurkomutilkynningar Vatnars og Afturhaldskommatitts og "Pælingar" Nazguls. Þetta eru strangt tiltekið ekki félagsrit en eiga heima annarsstaðar

Svona umræða er bara til góðs. Hún vekur til umhugsunar og vonandi vandaðri vinnubragða.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 11/11/05 19:44

hlewagastiR mælti:

Mæltu allra manna heilust, Ugla. Niður með fasistana!

.

Ugla mælti:

Mér finnst þetta virkilega ömurleg og montrassgatsleg umræða.
Að gefa einkunnir og meta hvað er gott og hvað er vont.
Ojbarasta!
Hér kemur vonandi til með að skrifa alls konar fólk, sumt sniðugra og betri pennar en aðrir og við því er ekkert að gera.

.
.
Talandi um sleggjudóma og barnalegar uppnefningar, reyndar þær fyrstu á þessum þræði. Þessi tvö innlegg eru í raun eini fasisminn sem kemur fram á þessum þræði. Uppnefningar, sem hent er fram í einhverri misskilinni sjálfsánæju og stærlæti og kalla ekki á neina umræðu, það er fasismi. (Eða nei, bíddu við, var það kannski kommúnismi)
.
.
1. Samantekt þessa þráðar er eins og Riddarinn sér það er: „Að okkur sé hollast að ganga á undan með góðu fordæmi"
.
2. Hrósa því sem vel er gert.
.
3. Taka okkur saman um að hér verði frumsamið efni sett í öndvegi.
.
.
Ef að þetta er „fasismi" eða eins og Ugla orðar það á svo þroskaðan og skemmtilegan hátt „Montrassalegt" Þá hreinlega krefst Riddarinn þess að vera fasista-montrassgat og hananú..!..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 11/11/05 19:45

hlewagastiR mælti:

Hins vegar líst mér stórum betur á þetta hópkynlíf sem þráðurinn er að þróast í.

Ég er svo sem ekkert of góð til þess að taka þátt í smá hópkynlífi.
Það hefur aldrei drepið nokkurn mann svo ég viti til.
Verður mér svo gefin einkunn í lokin?
Frammistaða, lipurð, hugmyndaflug og skemmtanagildi eru þættir sem hægt væri að huga sérstaklega að í þessu sambandi.
Hvað segiði strákar, það dugar auðvitað ekki að renna blint í sjóinn með þetta..!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 12/11/05 00:36

‹Ljómar upp›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 12/11/05 11:24

Ég held að það sé rétt sem Heiðglyrnir bendir á: Fara á undan með góðu fordæmi og hrósa því sem vel er gert.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 12/11/05 11:53

Hexia de Trix mælti:

Ég held að það sé rétt sem Heiðglyrnir bendir á: Fara á undan með góðu fordæmi og hrósa því sem vel er gert.

Og þá jafnvel agnúast og grenja í því sem illa er unnið ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 12/11/05 12:35

Limbri mælti:

Hexia de Trix mælti:

Ég held að það sé rétt sem Heiðglyrnir bendir á: Fara á undan með góðu fordæmi og hrósa því sem vel er gert.

Og þá jafnvel agnúast og grenja í því sem illa er unnið ?

-

Ákveða menn það ekki bara hver fyrir sig, eins og hefur tíðkast hérna hjá okkur...Hrós og hvatning, með góðu fordæmi okkar sem eldri eru á Gestapó, kemur til með að virka miklu betur en reglur og leiðindi..!.. Eru ekki allir svolítið sammála því.
.
‹Undirritað: Fasista-Montrassgatið, svei mér þá ef að þetta fer ekki bara í undirskriftina mína›

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 12/11/05 14:22

Kæri Heiðglyrnir....
Þó að mér hafi þótt þessi umræða "montrassgatsleg" þá þýðir það ekki að mér þyki þú vera montrassgat.
Umræðan sem slík finnst mér bara leiðinleg en ekki endilega mennirnir persónulega sem taka þátt í henni. Mér finnst bara rosalega erfitt að fara að "hrósa því sem vel er gert" og leiðbeina eða seta ofan í við aðra.
Flest sem hrífur mann í lífinu er huglægt og spurning um smekk t.d ást, vín, matur, bíómyndir, tónlist ofl..
Tökum þig og mig sem dæmi. Þú drekkur ekki bjór og finnst hann vondur en mér finnst hann ein af bestu uppgötvunum mannkynssögunnar.
Á ég þá að vinda mér í það að kenna þér að læra að meta hann?
Er það ekki bara yfirlæti?
Kannski ekkert sérstakt dæmi en þú veist hvað ég á við......

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 12/11/05 14:46

hlewagastiR mælti:

Ég er sammála því að menn ættu að vanda sig og halda sig við frumsamið efni.

Vil samt enga félagsritalögreglu. Það nægir að léleg félgsrit fái vondar undirtektir.

Munum það líka að góð rit þrífast á slæmum ritum. Það eru slæmu ritin sem gera góð rintin góð. Annars væru þau bara í meðalagi. Skiljiði?

.
.
"Roger...over and out..!.."

‹ísl.þýð. „Skipti...yfir og út..!..›

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: