— GESTAPÓ —
Fyrirspuurn um kóbalt?
» Gestapó   » Fyrirspurnir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Ernir Örn Arnarson 12/9/03 11:56

Ég vil byrja á því að afsaka fávisku mína á kóbalti og ef til vill nokkrar innsláttar- og stafsetningavillur, en ég hreinlega gat ekki lengur setið á spurningum sem hafa að undanförnu verið að naga forvitni mína. Því ákvað ég að senda inn fyrirspurn:

Hvaða efni er kóbalt?
Er kóbalt frumefni, sameindaefni eða efnablanda?
Ef kóbalt er fumefni, er kóbalt þá í lotukerfi Mendelejev?
Er orðið kóbalt, efnafræðilega heitið á efninu eða er það með kópalt eins og önnur algeng efni, að það sé ekki kallað sínu efnafræðileg nafni í daglegu tali (til dæmis: vatn=dívetnisoxíð og ammóníak=níturtríhýdríð))?
Og síðast en ekki síst, hvernig er hægt að útvega sér kóbalt, þarf að vinna það úr öðrum efnum eða finnst það hreint og óbundið í náttúrunni?[/quote]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Númi 12/9/03 14:14

Kóbalt (Co) er frumefni. Númer þess í lotukerfinu er 27. Bræðslumark kóbalts er 1.495°C en suðumark 2.870°C.

Efnið hefur gjarnan verið notað til að lita gler en það gefur fagurbláan lit. Vitað er um notkun þess allt frá því á þriðja árþúsundi fyrir krist (í egypskum styttum og persneskum hálsmenum). Sú staðreynd að Egyptar til forna þekktu kóbalt styrkir mjög kenningar um nauðsyn kóbalts til að ná sambandi við aðrar lífstjörnur - en sem kunnugt er voru fornegyptar afkomendur geimvera (oft í beinan karllegg!).

Í dag er kóbalt einkum notað í málmblöndur t.d. í varanlega segla. Einnig er það víða notað til að viðhalda sambandi við aðrar lífstjörnur eins og áður er nefnt.

Kóbalt er einkum einangrað úr kopar-kóbalt-grýti sem er að finna í miklu magni í Kongó og Zambíu. Ekki er enn vitað um nýtanlegar námur hérlendis - en það má upplýsa það hér að nýstofnað kóbaltnámufélag hefur sótt um styrki til RANNÍS og Byggðarsjóðs til náumleitar víðs vegar um landið.

» Gestapó   » Fyrirspurnir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: