— GESTAPÓ —
óður til næturinnar
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 12/9/03 00:30

1.vers
.
sterts um æðar streyma
straumar til og frá
gott er sér að gleyma
gleðikonum hjá
brátt mun úti breima
breiðu stræti á
hæ! þá er ég heima
halelúíjá!
.
2.vers
.
ostur mánans ætur
yfir borgum fer
gefur okkur gætur
glottið jafnan ber
vel sig veiða lætur
veitist brauð og smér
nýt ég þess um nætur
nóttin fagnar mér
.
3.vers
.
Á brauðsneið mína bendi
björtum stjörnusveim
hér svo himneskt lendi
heilsusalt af geim
úr háalofti hendi
heitan kaffieim
vetrarbraut nú vendi
vænum sykri heim
.
4
.
úti þó að aki
alveg glórufrí
furðudýr í flaki
finnast ráð á ný
vaki ég og vaki
vaki draumum í
sef nú sæll á laki
svona lá í því

‹veltir sér hrjótandi á hliðina›

Dr.Barbapabbi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 12/9/03 08:18

Þetta er gaman að lesa!
‹Stendur upp með bros út að eyrum og klappar hástöfum›

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Sulllur 12/9/03 12:35

Þér eruð mikið skáld Barbapabbi. Það kemur þó hvergi fram í ævisagnaheftunum um yður þar sem meira er látið með aðlögunarhæfni yðar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 12/9/03 14:06

Já Sulllur ég hef lifað tvöföldu lífi. Einhvern daginn kemur kannski út ritröðin "Apokrýf æfintýri Barbapabba" - það verður þá heldur betur krassandi...hibb hibb hipp! (ef ég má komast svo að orði)

‹hristist af hlátri eins og amamba með sinadrátt›

Dr.Barbapabbi
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: