— GESTAPÓ —
Texti/lag óskast: Ísólfur Gylfi poppari
» Gestapó   » Almennt spjall
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 12/10/05 15:30

Kannast einhver við áróðurssöng um Framsóknarflokkinn sem Ísólfur Gylfi samdi og flutti sjálfur í kosningabaráttunni fyrir einhverjum árum?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/10/05 15:38

Var hann einhvernveginn svona:

Ég er feitur framsóknarmaður ♪♪
fíla Dóra ♪♪
Skoðun enga skil, þó glaður ♪♪
skilningshóra ♪♪

Því ég er framsóknarmaður feitur og stór ♪♪
Fíla hann Dabba, syngjum í kór ♪♪

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 12/10/05 15:39

Það má vel vera ‹Glottir eins og fífl›.

Ég hef því miður ekki heyrt þetta - veit bara af þessu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 13/10/05 15:59

Sendu Voff fyrirspurn um málið, hann er örugglega með þetta á hreinu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 13/10/05 23:59

Jú ég hef heyrt þetta lag. Mér fannst mjög sérstakt að söngur Ísólfs var dobblaður í upptöku þar sam hann söng sömu laglínuna tvisvar og bæði skiptin falskt þanning a raddirnar voru dasandi í kringum rétta tóninn, hálfgerður víxlsöngur.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 14/10/05 14:49

Óhugnaður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 17/10/05 07:23

Ekki vil ég segja það. Lagið er líflegt með góðir sveiflu þótt framandi sé og kemur mér alltaf í gott skap þegar ég heyri það.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 20/10/05 13:00

ég hef orðið fyrir þeirri htyllilegu reynslu að heyra þetta lag,Vil ekki nokkrum manni svo illt að þurfa að hlusta á það

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 24/10/05 08:23

Þið eruð að tala um hina margfrægu Framsóknarsömbu. Ég held að Geirmundur Valtýsson hafi samið lagið en veit ekki alveg hver samdi textann. Ég hef reynt að finna textann en ekki tekist, það er eins og hann hafi gufað upp.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 24/10/05 08:54

Hér er lagið á vefsíðu Helga Hjörvars (???)

http://www.helgi.is/files/bbbdfhcggf/Fransoknarsamba.mp3

Framsóknarsamba

Framsókn! Framsóknarkonur!
Framsókn! Framsóknarkarlar!
Framtíðin sýnir hið öfluga lið.
Áfram! Áfram skal starfa.
Alþjóð! Alþjóð til þarfa.
Af atorku stöndum við hlið við hlið.

Stöndum! Stöndum nú saman.
Að starfa! Að starfinu' er gaman.
Stefna flokksins er bæði þjóðleg og (blá ???)
Alla! Alla skal virkja.
Ísland! Ísland skal styrkja.
Uppskeran bíður þín næstu ár.

Við kjósum framsókn.
Bjartsýn við kjósum framsókn.
Bjartsýn við kjósum framsókn
Framsóknarflokkinn minn og þinn
Við kjósum framsókn.
Bjartsýn við kjósum framsókn.
Bjartsýn við kjósum framsókn
Framsóknarflokkinn þinn.

Fagurt! Fagurt er landið.
Já (fætur!) Í fæturnar standið.
Ferðinni er heitið um bæi og sveit.
Engan! Engan skal svíkja.
Aldrei! Aldrei skal víkja.
Kyrjum nú saman (fögur heit).

Við kjósum framsókn.
Bjartsýn við kjósum framsókn.
Bjartsýn við kjósum framsókn
Framsóknarflokkinn minn og þinn
Við kjósum framsókn.
Bjartsýn við kjósum framsókn.
Bjartsýn við kjósum framsókn
Framsóknarflokkinn þinn.

Sóló

Við kjósum framsókn.
Bjartsýn við kjósum framsókn.
Bjartsýn við kjósum framsókn
Framsóknarflokkinn þinn.

Heyri ekki alveg nógu vel það sem er inni í sviganum.

Lopi mælti:

Jú ég hef heyrt þetta lag. Mér fannst mjög sérstakt að söngur Ísólfs var dobblaður í upptöku þar sam hann söng sömu laglínuna tvisvar og bæði skiptin falskt þanning a raddirnar voru dasandi í kringum rétta tóninn, hálfgerður víxlsöngur.

Ísólfur Gylfi í steríó. Ekki ónýtt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 26/10/05 09:21

Glæsilegt! Takk fyrir þetta Hildisþorsti. Ég ráðlegg öllum að hlusta á þetta fagra verk.

Þetta er væntanlega svona superliminal boðskapur (en ekki subliminal), sbr. The Simpsons.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Narfi 26/10/05 10:47

Hvaða laglínur á svo að syngja við þennan fagra texta?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 26/10/05 11:21

Narfi mælti:

Hvaða laglínur á svo að syngja við þennan fagra texta?

Þú smellir á linkin fyrir ofan textann.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 1/11/05 21:51

Þetta slær jafnvel út Hulk Hogan.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 1/11/05 22:29

Eða jafnvel söng Mr. T um mömmur heimsins.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 2/11/05 10:28

Ég þakka kærlega fyrir mig Hildi og Voff, þetta er með því fyndnara sem ég hef heyrt um æfina. Árni Johnsen hefur örugglega annast útsetningar á þessu listaverki.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 2/11/05 12:17

Þetta er nú alveg ótrúlegt.
En ég er nokkuð viss um að í textanum á að standa:
,,Stefna flokksins er bæði þjóðleg og klár"
þá rímar það við ár...

LOKAÐ
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: