— GESTAPÓ —
mmm... bollur....
» Gestapó   » Almennt spjall
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Týr 23/2/04 15:56

Nú er kominn bolludagur og landinn er að troða sig út af rjómabollum, mig langar að spyrja ykkur hvað ykkur fyndist um rjómabollur(góðar, vondar).
Svarið nú!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 23/2/04 16:08

Vatnsdeigsbollur þykja mér mikið lostæti.

[treður upp í sig heilli bollu og sleikir út um]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 23/2/04 16:23

BOLLA BOLLA BOLLA BOLLA

‹Hleypur með bolluvöndin eins og bandbrjáluð manneskja og flengir hvern einn og einasta einstakling inná Baggalúti›

Ég er að heyra það að þið skuldið mér öll BOLLU. Þetta á líka við um þig Blástakkur. bvahahahhahaha

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 23/2/04 16:26

Bolgllglljg ‹Umlar eitthvað óskiljanlegt með fullan munninn af bollum en þó má greina ánægju svip undir þikkri klessu af rjóm, súkkulaði og sultu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 23/2/04 16:29

Gjössovel.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 23/2/04 16:33

Hahahaha ‹Ljómar upp› Þessi fína bolla handa mér.‹ Bítur í feitu bolluna›

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 23/2/04 17:43

Ég skal gefa þér bollu.

‹Steikir nokkrar kjötbollur úr kjötfarsi og slengir þeim á gólfið fyrir framan Plebbann.›

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 23/2/04 17:56

Það er nú meiri angistar dagurinn hjá mér... ég er í gubbupest... eins og mér þykja bollur góðar

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 23/2/04 18:16

Þú gætir stungið nokkrum í ísskápinn; pestin hlýtur að ganga fljótt yfir. Fáðu þér kók, það virkaði alltaf vel hér í gamla daga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/2/04 18:36

Ég er haldinn þeirri skelfilegu fötlun að geta ekki innbyrt of mikið af rjóma án þess að verða flökurt. Þessi bölvun veldur því að ég get varla torgað meiru en 2 bollum á dagverðartíma.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 23/2/04 18:42

En fyrir bragðið ertu jafn grannur og spengilegur og raun ber vitni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/2/04 18:45

Þakka þér fyrir Júlía mín

‹Tekur míkrófóninn og syngur "All of me" fyrir Júlíu.›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 23/2/04 23:29

Mér telst svo til að ég sé búinn að innbyrða 27 bollur í dag. Flestar með sultu og rjóma. Inni í þessari tölu eru 8 sem ég fékk mér áðan með ís og karamellusósu. Það var ekki slæmt. Er ekki alveg hættur ennþá. Það er 31 mínúta eftir af bolludeginum.
Þetta hlýtur að þýða að mér finnist þær góðar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 23/2/04 23:42
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 24/2/04 11:18

Jeg elsker Bolledagen, fordi da skal man bolle andre i familien.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 24/2/04 14:18

voff mælti:

Jeg elsker Bolledagen, fordi da skal man bolle andre i familien.

Já, ég átti einu sinni hund sem hegðaði sér svona, en það var ekkert bara á bolludaginn, þeir eiga víst ansi gott orð yfir þessa hegðun á engilsaxnesku.

Gagnvarpið er komið til að vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 24/2/04 21:25

voff mælti:

Jeg elsker Bolledagen, fordi da skal man bolle andre i familien.

Hvað gerir þú svo á sprengidaginn?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 25/2/04 05:13

Auðvitað sprengir hann í "alle andre i familien"

LOKAÐ
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: