— GESTAPÓ —
Nýyrðapælingar
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð

Ég hef mikinn áhuga á nýyrðum, og er þetta kvæði til þess samið að reyna að koma einu slíku orði í umferð. Ég vona að leirburðurinn kasti hvorki rýrð á ætt mína né kynstofn.

Milli ísl-enskra orða er
ört að verða strjálla.
Fyrir dévaffdé finnst mér
mynddiskur vera þjálla.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Myglar 3/9/03 15:12

Hvað með Ess-A-Sé-Dé og Dé-Vaff-Dé-Ádíó?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Albert Yggarz 4/9/03 11:09

Einnig þekkt sem - e.þ.s.
fyrst og fremst - f.o.f.
andskotans helvítis - a.h.
djöfulsins drullusokkur - d.d.s.
þver fræðilegt - þ.fr.

og svo nýyrði

Fire wire - Eldvír fallbeygist eins og gaddavír

Baggalútsfyllstur * Íþrótta og kvennamálaráðherra Baggalútíu * Baggalútsfyllst SKÁL* sæmdur í september 2005 heiðursmerki forsetaembættisins fyrir þrotlausa útbreiðslu sannleikans
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sjöleitið 4/9/03 11:15

Myndplata gengi jafn vel.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 4/9/03 11:28

Það er líka kominn tími til að þýða enska orðið 'keyboard'.

Lyklaborð er fráleit þýðing, er kannski lyklaborð á píanóinu mínu?
Nei það heitir hljómborð, alveg eins og ég er núna að pikka inn á stafaborðið mitt.

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 4/9/03 11:30

Táknborð jafnvel betra.

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sjöleitið 4/9/03 12:10

Takkaspeldi væri einstaklega flott.

Leifur Eiríksson geri ég ráð fyrir.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Narfi 10/9/03 23:34

Já, eða Fingravendill jafnvel

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 10/9/03 23:55

Ritvél eða orðaborð
ætti það að heita
jafnvel bara stafastorð
stuðla má þar leita
.
(storð = jörð, land, heimur)

Dr.Barbapabbi
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: