— GESTAPÓ —
Opinberar afsakanir.
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/10/05 00:52

hvæsidillumeistari gjörðu svo vel.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 14/10/05 01:07

Hjartans þakkir minn kæri Riddari.

Var ég nú búinn að rita lítið bréf í dag, en góð vísa er aldrei of oft kveðin.
Í ljósi nýliðinna atburða hér á Baggalúti, mun ég undirritaður, hvæsidillumeistarinn,
varpa fram formlegri, sem og viðeigandi afsökunarbeiðni í garð Gunnars H Mundasonar, Berserks heitins, blessuð sé minning hans, sem og Baggalýtingum öllum.
Þetta atvik er um ræðir nánar er tilgreint í félagsriti mínu í dag og eru gjörðir mínar svívirðilegar.

Gunnar H Mundason brást hárrétt við þessum erfiðu aðstæðum á ögurstundu og lét mig finna til tevatnsins, sem og að hann sýndi mér hvar davíð keypti ölið.
Ekki var við öðru að búast af heiðursmanninum Gunnari er í stað þess að stinga atgeir sínum þangað sem sólin ekki skín, Tók þátt í sanngjarnri keppni er Riddari oss Sir Heiðglyrnir stjórnaði af mikilli festu og hafði Gunnar sigur.
Með afsökunarbeiðni þessari vonast ég til að Gunnar, sem og baggalýtingar allir sjái sér fært að veita mér fyrirgefningu viðvaningslegra synda minna í þetta sinn.

Óska ég Gunnari gæfu með sigur úr einvígi þessu, Hann er vel að sigrinum kominn
Gunnar H Mundason lengi lifi.
HÚRRA, HÚRRA, HÚÚÚÚRRAA !!
Gunnar, Fyrirgefðu mér !

Virðingarfyllst
hvæsidillumeistarinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/10/05 01:12

Glæsilegt, dómi þínum hefur verið fullnægt.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 14/10/05 01:23

hvæsidillumeistarinn mælti:

Hjartans þakkir minn kæri Riddari.

Var ég nú búinn að rita lítið bréf í dag, en góð vísa er aldrei of oft kveðin.
Í ljósi nýliðinna atburða hér á Baggalúti, mun ég undirritaður, hvæsidillumeistarinn,
varpa fram formlegri, sem og viðeigandi afsökunarbeiðni í garð Gunnars H Mundasonar, Bölverks heitins, blessuð sé minning hans, sem og Baggalýtingum öllum.
Þetta atvik er um ræðir nánar er tilgreint í félagsriti mínu í dag og eru gjörðir mínar svívirðilegar.

Gunnar H Mundason brást hárrétt við þessum erfiðu aðstæðum á ögurstundu og lét mig finna til tevatnsins, sem og að hann sýndi mér hvar davíð keypti ölið.
Ekki var við öðru að búast af heiðursmanninum Gunnari er í stað þess að stinga atgeir sínum þangað sem sólin ekki skín, Tók þátt í sanngjarnri keppni er Riddari oss Sir Heiðglyrnir stjórnaði af mikilli festu og hafði Gunnar sigur.
Með afsökunarbeiðni þessari vonast ég til að Gunnar, sem og baggalýtingar allir sjái sér fært að veita mér fyrirgefningu viðvaningslegra synda minna í þetta sinn.

Óska ég Gunnari gæfu með sigur úr einvígi þessu, Hann er vel að sigrinum kominn
Gunnar H Mundason lengi lifi.
HÚRRA, HÚRRA, HÚÚÚÚRRAA !!
Gunnar, Fyrirgefðu mér !

Virðingarfyllst
hvæsidillumeistarinn.

Ég þakka kærlega fyrir þetta sem og góða keppni. Einnig vil ég fyrirgefa þér fyrir áður umrætt atvik. En nú er spurning hvort ég fyrirgef þér þetta, að ruglast á nafni hins látna og gestapóa sem er sprelllifandi, að því er ég best veit. Jú, ég fyrirgef þér nú alveg, sé að þú hefur bara ruglast, en,
já, höfum það bara „en“.

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 14/10/05 01:26

Þakka þér ábendinguna Gunnar, var ég í mikilli geðshræringu er þetta var ritað og mun ég breyta þessu undir eins.
Býð ég Baggalýtingum öllum góða nótt og þakka fyrir gott kvöld.
Skál !!!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 14/10/05 01:29

‹Hvíslar að hvæsidrillumeistaranum› Berserkur kallinn minn, Berserkur

Þetta minnig mig á þegar prestur nokkur las rangan æviferil í jarðaför nokkurri hér á landi. Gerðist á ónefndum stað enda man ég ekki hvar það gerðist.
Þið tveir og allir hafa sýnt sannan heiðursmannaanda. Megi þið báðir njóta þess að hafa tekið þátt í þessu "ati"

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 14/10/05 12:56

B. Ewing mælti:

‹Hvíslar að hvæsidrillumeistaranum› Berserkur kallinn minn, Berserkur

Þetta minnig mig á þegar prestur nokkur las rangan æviferil í jarðaför nokkurri hér á landi. Gerðist á ónefndum stað enda man ég ekki hvar það gerðist.
Þið tveir og allir hafa sýnt sannan heiðursmannaanda. Megi þið báðir njóta þess að hafa tekið þátt í þessu "ati"

Það sem gerðist var það að virtur prestur í Reykjavík, sem nú er látinn, byrjaði að lesa upp ræða um virta kvenfélagskonu og kvenskörung sem starfaði mikið gegn áfengi og öðrum vímugjöfum. Eftir hana lá stórt ævistarf. En þegar sérann er að verða búinn með ræðuna þá var fólkið í kirkjunni farið að hristast af hlátri og eitthvað heyrðist honum það og leit upp. Þá stóðu tveir rónar hjá honum og potuðu íhann og sögðu „Er þetta ekki jarðarförin hans Dúdda skakka?“ Það varð mikill handagangur í öskjunni og leigubíll sendur eftir ræðunni sem var í húsi stutt frá þar sem presturinn bjó. Eftir litla stund kom rétta ræðan. Líkið var víst ekki alveg laust við neyslu áfengis og annara vímugjafa og það var víst Dúddi Skakki sem var verið að hola niður í það skiptið.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: