— GESTAPÓ —
Vísnagátuleikur...
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 167, 168, 169 ... 191, 192, 193  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 6/9/05 09:46

Rétt er það

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 6/9/05 09:48

Og ein enn:

Alltaf finnst mér gott að fá´ða
ferðast títt um sjó og loft
í snjónum auðvelt er að sjá’ða,
á slíkt ungur fór ég oft.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 6/9/05 11:52

Far?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/9/05 12:56

Mér þykir Gríslingur vera ansi seigur að búa til vísnagátur... er þetta ekki örugglega frumsamið?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 7/9/05 09:49

Far er rétt svar - og já ég sem þessar vísur sjálfur - og hér kemur ein í viðbót:

Í sjónvarpinu sést ég oft
spenntur er á mótum
í hljómsveit hafinn er á loft
með heljartak á fótum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 7/9/05 12:02

Bogi?

Í sjónvarpinu sést ég oft - Bogi fréttaþulur
spenntur er á mótum - í keppni í bogfimi
í hljómsveit hafinn er á loft - fiðlubogi
með heljartak á fótum. - gildra

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 7/9/05 12:45

Grislingur mælti:

Í sjónvarpinu sést ég oft
spenntur er á mótum
í hljómsveit hafinn er á loft
með heljartak á fótum.

Fínar gátur, vil þó benda á gnýstuðlareglur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 7/9/05 12:57

Takk fyrir ábendinguna Isak

er gnýstuðlun sp - st og sv?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 7/9/05 13:06

Ekki sv, en sk, sl, sm, sn, sp og st.

Sjá t.d. hér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/9/05 13:08

Ef við lítum aðeins fram hjá formsatriðunum í smá stund, var ágiskun ungfrú Júlíu rétt?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 7/9/05 13:17

Einhvernveginn svona:

Út á velli snöggur snýst
snjall í sínu fagi
eins og skrugga fram hann skýst
skorar mörk í lagi.

þessi ætti kanski heima í mannanafnavísnagátudálkinum!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 7/9/05 13:19

´

já fyrirgefðu Júlía - bogi er rétt -

það er ein á leiðinni - er ekki alveg búinn með hana

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 7/9/05 13:33

Eltist oft við bóndans fé
ekki sól - og þó,
kemur er ég koddan sé,
kynjadýr með kló.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 7/9/05 13:55

Úlfur?

Eltist oft við bóndans fé - útlenskir úlfar plaga bændur
ekki sól - og þó, - hér er vísað í úlfinn sem eltir sólina skv. norrænni goðafræði
kemur er ég koddan sé, - kveldúlfur
kynjadýr með kló. - úlfur, seiseijá

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 7/9/05 14:04

Úlfur er rétt

í síðustu línunni er ég að hugsa um varúlf

takk fyrir

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 7/9/05 14:07

Takk fyrir sömuleiðis. ‹Bíður óþolinmóð eftir næstu gátu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 7/9/05 14:32

Bara sést ef björt er sól
bera dýrlingar
flesta aura fær um jól
stórfrétt uppi' á þar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 7/9/05 14:35

Baugur?

Bara sést ef björt er sól - rosabaugur um sólu
bera dýrlingar - geislabaugur
flesta aura fær um jól - Baugur græðir í jólavertíðinni
stórfrétt uppi' á þar. - Baugur; alltaf í fréttunum

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 167, 168, 169 ... 191, 192, 193  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: