— GESTAPÓ —
Hvað er í sjónvarpinu?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 18, 19, 20 ... 47, 48, 49  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/8/05 11:34

Ótrúlegt! Ótrúlegt!

Ég var að renna yfir sjónvarpsdagskrána og sé að í Sjónvarpinu verður sýnd Kúng Fú mynd í kvöld? Og það með sjálfum meistara Jet Li!

Þetta er vægast sagt ótrúlegt en jafnfram afar ánægjulegt. Ég sá þessa mynd fyrir mörgum árum, þetta er vírafú mynd (mikið notast við víra þar sem menn skoppa og fljúga um allar trissur). Hún var ágæt að mig minnir en ekki betri en það. Nær hefði verið að fjárfesta í Once Upon a Time in China með Li í hlutverki sömu kempu.

Myndin er undir leikstjórn tveggja manna, annar þeirra er Corey Yuen, sem er snillingur. Hinn er Wong Jing, sem er brjálaður. Ég er ekki viss um að hinn vestræni heimur sé reiðubúinn fyrir Wong Jing. Hins vegar er myndin ekki í hans anda og nær Yuen, sem er hefðbundinn hasarleikstjóri.

Endilega látið samt eftir ykkur að horfa á myndina með opnum hug, þó ekki væri nema bara til að sjá færni Jet Li.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdra 22/8/05 15:59

Ég horfði á alla myndina og fannst ég sýna mikla stillingu á köflum með að skipta ekki um rás. Mér fannst reyndar bardagaatriðin frábærlega fáránleg og út úr kortinu en það var mikill galli að búið var að talsetja myndina á ensku.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/8/05 16:05

Uss, talsetning á ensku. Það er til skammar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 22/8/05 17:34

Ja, nema ef hún sé illa talsett á ensku. Þá getur það orðið hin mesta skemmtun.

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/8/05 17:42

Kórrétt Krókur. Talsetningar á kúngfú myndum, sérstaklega frá áttunda áratugnum, geta verið lykilatriði í skemmtanagildi myndanna. Talsetningarnar eru þá iðulega svo ótrúlega slæmar að þær eru frábærar.

Hins vegar er umrædd mynd nýleg og talsetning á nýlegum kúng fú myndum er undir öllum kringumstæðum léleg og óþörf. Þá á ég við svo lélega talsetningu að hún er raunverulega léleg.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 23/8/05 08:21

Það jafnast ekkert á við að horfa á Kung fu myndir með kanton kínversku.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/8/05 11:52

Orð að sönnu voff minn. Hljómfögur kantónskan á einstaklega vel við slagsmálin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 23/8/05 12:49

Ég horði eitt sinn á myndina Tígurinn krjúpandi, huldi drekinn með Síngapúrskum vini mínum. Við gátum valið milli nokkra tungmála og ég vildi endilega hafa þetta á kínversku með enskum texta (svona svo ég myndi skilja). Honum var alveg sama vegna þess að margir leikararnir kunnu ekki almennilega mandaríska kínversku heldur töluðu mandarísku með mjög svo kantónískum hreim. Þetta endaði með að fara svo í taugarnar á honum að við skiptum bara yfir á ensku.

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/8/05 13:07

Jú jú. Chow Yun Fat kann ekki stakt orð í mandarínsku. Annars er ég á móti hvers kyns döbbi í prinsippinu. Sérstaklega í alvarlegum bíómyndum. Það drepur niður alla myndina að hafa ekki rödd fólks í myndinni því hún er vægast sagt stór hluti af leiknum sjálfum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 23/8/05 13:24

Sammála. En svo fer það líka óendanlega mikið í taugarnar á mér þegar erlendar myndir sem ekki eru á ensku eru markaðsettar á Íslandi undir enska titli myndarinnar. Eins og þegar ítalska myndin La Vita è bella var kynnt sem Life is Beautiful en ekki Lífið er fallegt.

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/8/05 18:36

Hvur þremillinn! Sigmundur Ernir er orðinn brúnari en hægðir!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 25/8/05 18:45

Er að horfa með afkvæminu og neyddist því til að horfa á Stundina með fávitalegu frekjudósinni og yfirgangsseggnum henni Birtu og klaufalega og leiðinlega örvitanum Bárði. Er ég í alvöru að borga afnotagjald svo að hægt sé að endursýna þennan ófögnuð? Er það eitthvað keppikefli hjá Rúv að gera börnin okkar að þroskahömluðum, óuppdregnum dónum?

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 25/8/05 18:58

Hakuchi mælti:

Hvur þremillinn! Sigmundur Ernir er orðinn brúnari en hægðir!

♪♪ Ég vaaaar úti'á Spáni... þá kooooom þessi bjáni... fór að lemja mig, kremja mig, og brjóta alla bein... ♪♪

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdra 26/8/05 13:16

Krókur mælti:

Sammála. En svo fer það líka óendanlega mikið í taugarnar á mér þegar erlendar myndir sem ekki eru á ensku eru markaðsettar á Íslandi undir enska titli myndarinnar. Eins og þegar ítalska myndin La Vita è bella var kynnt sem Life is Beautiful en ekki Lífið er fallegt.

Ég er sammála þér Krókur. Núna er t.d. verið að auglýsa að myndin Der Untergang sé komin á myndbandaleigur og þá er alltaf notað enska heitið "The downfall". Algjör óþarfi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 26/8/05 19:04

Hér er nú bara Judge Dredge (eða hvernig svo sem titill þessa óskapnaðar er stafsettur).

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 26/8/05 19:10

Hér var útsending að hefjast aftur eftir bilun hjá áhugamannasjónvarpi treggáfaðra grunnskólabarna - öðru nafni RÚV - ekki það að dagskráin sé eitthvað miklu skárri en stillimyndin.

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 26/8/05 19:59

Núna er bara:
Krikket Krikket Krikket

í sjónvarpinu og það er voða gaman. Englendingar eru með yfirhöndina en það er bara búið að spila tvo daga (af mest fimm mögulegum).

Kannski, já ...bara
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Guðfaðir Rokksins 26/8/05 21:45

skemmtu þér!

        1, 2, 3 ... 18, 19, 20 ... 47, 48, 49  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: