— GESTAPÓ —
Frásagnarverðir atburðir
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 10/8/05 15:40

Hér skal yrkja um fréttnæma eða sögufræga viðburði (gamlar og nýjar fréttir). Formið er frjálst.

Í tilefni af komu Clint Eastwood til landsins. Auðvitað eru kvikmyndatökur bara yfirvarp. Maðurinn er hér til að hefna fyrir "vandamál" sem komið hafa upp milli 101. fótgönguliðs og annarra gesta á skemmtistaðnum Traffic í Reykjanesbæ:

Bargestir flúðu á braut
að baki borðs eigandinn laut.
Hann kvaðst heita Klint
kálaði pint
og þrjúþúsund skotum svo skaut

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 10/8/05 15:55

Nú kominn er Austurviðs Clint
karlmenni mikið en orðið hálf blint
Hve lengi hann endist
helst til baka hann sendist
ef Harry ei spyr hverju þjóðin er hlint

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 11/8/05 09:35

Á sandinum við Iwo Jima
þeir lögðu sig margir í líma.
Nú berjast og baxa
og skera upp taxa.
Landgöngulið vorra tíma.

Ort í tilefni af því að Varnirliðsmenn fara orðið með hnífa "út á lífið" og skera up leigubíla þar suður frá.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 11/8/05 11:21

Nú skulum við bílana skera
skálkar um víkina þvera
Því þung er sú pligt
þolrifja gigt
Heimsfrið á herðunum bera

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vatnar Blauti Vatne 18/8/05 23:52

Ég kann ekki við þessa kana
kannske þá ætti að vana.
Þeir yrðu þá færri,
og flestum mun kærri,
og gleddi Araba og Afgana.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 21/8/05 17:56

‹Hnegir sig fyrir HlewagastiR› Öldungis magnað!

Púkalegt eitt páfa tetur
pungsveitt grey í hvítum klæðum
hamast við en hefði betur
haft sjer mjöð en tólg í æðum

Vælir aumur veslings fautinn
vantar lýð í kirkju ljóta
saur og mykja, salt í grautinn
sýpur á gandi milli fóta

Fótum spirnir fjandann í
fjegræðgin er hann að sliga
Kominn er á kenderí
kámugur vill lýðinn siga

Hatur mitt á hippókritum
heitt og satt í mínum taugum
Ærast má í andarslitum
auminginn á dysjar haugum

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: